Fleiri fréttir Glænýjum sendibíl stolið á Laugavegi Grábrúnum sendibíl af gerðinni Renault Traffic var stolið á um klukkan 17:00 í dag. Verið var að afferma bílinn við Landsbankann við Laugaveg þegar óprúttin bílaþjófur settist í bílstjórasætið og ók bílnum á brott. 18.1.2008 18:25 Frumrannsókn á Heathrow slysinu lokið - Vélarbilun kennt um brotlendingu Frumrannsókn á flugslysinu sem varð á Heathrow flugvelli í gær hefur leitt það í ljós að það var vélarbilun sem olli því að Boeing 777 vél British Airwaves flugfélagsins brotlenti. 18.1.2008 18:10 Þjófar handteknir á Laugavegi Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir á Laugavegi í morgun en þeir stálu peningaveski frá starfsmanni fyrirtækis við sömu götu. Það var skömmu fyrir ellefu sem lögreglu barst tilkynning um þjófnaðinn og brást hún skjótt við og fann mennina í nærliggjandi verslun. Veskið kom sömuleiðis í leitirnar og reyndust greiðslukort og peningar ennþá á sínum stað. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófarnir voru færðir í fangageymslu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. 18.1.2008 17:27 Sala á alifuglakjöti upp fyrir kindakjöt í fyrra Kjötframleiðsla í landinu jókst um sjö prósent á síðasta ári frá árinu á undan samkvæmt bráðabirgðatölum. Þá reyndist sala á alifuglakjöti meiri en kindakjötssala í fyrsta sinn í sögunni. 18.1.2008 17:03 Farið fram á farbann yfir Litháum vegna árásar á lögreglumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á farbann yfir Litháunum fimm sem grunaðir eru um að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn í miðbæ Reykjavíkur fyrir rúmri viku. 18.1.2008 16:47 Gönguskíðafæri í Heiðmörk Gönguskíðafæri er í Heiðmörk eftir að snjó hefur kyngt þar niður síðustu daga. Fram kemur í tilkynningu að skíðafærið sé það allra besta sem komið hafi í nokkur ár. 18.1.2008 16:38 18 látnir í mótmælunum í Kenía Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum. 18.1.2008 16:31 Allt sem ég hef byggt upp síðustu ár farið „Það eina sem ég viet er að það er bara allt farið sem maður er búinn að byggja upp síðustu ár," segir Jón Daníel Jónssson, eigandi Kaffi Króks á Sauðárkróki sem gjöreyðilagðist í eldi í nótt. 18.1.2008 16:14 Geðhjálp óskar eftir aðalstjórnarfundi í ÖBÍ Fulltrúi Geðhjálpar i stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur farið fram á að aðalstjórnarfundur verði haldinn hjá sambandinu. Á fundinum verði farið yfir þá stöðu mála sem komin er upp hjá félaginu og hefur meðal annars leitt til þess að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku í Öryrkjabandalaginu. 18.1.2008 15:49 Jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið „Það má segja að það hafi verið jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið og það var vilji í mönnum til þess að setjast yfir þetta af meiri alvöru," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags eftir fund Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 18.1.2008 15:43 Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega. 18.1.2008 15:33 Fischer trúði ekki á læknavísindin Bobby Fischer lést af völdum nýrnabilunar. Einar S. Einarsson segir í samtali við Vísi að Fischer hafi ekki viljað leita sér læknisaðstoðar vegna kvilla sinna og að hann hafi ekki haft trú á vestrænum lækningaaðferðum. 18.1.2008 15:04 Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð. 18.1.2008 14:48 Fjögurra ára dómur fyrir kynferðisbrot gegn systurdætrum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur systurdætrum sínum sem stóðu yfir í mörg ár. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa ljósmyndir af annarri stúlkunni sem sýndu hana á kynferðislegan hátt í tölvu sinni. 18.1.2008 14:41 Ákært vegna fjöldaslagsmála Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag tvö mál vegna fjöldaslagsmála sem brutust út á Garðavegi í Hafnarfirði í ágúst síðastliðinn. 18.1.2008 14:31 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að stinga lögregluna af Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökurétti í eitt og hálft ár fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot. 18.1.2008 14:20 Mokiði frá sorptunnunum Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina en snjór hefur víða safnast upp við þær. 18.1.2008 13:55 Sakfelld fyrir að skvetta áfengi á lögregluþjón Kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sakfelld fyrir að skvetta áfengi framan í lögregluþjón á Akureyri. 18.1.2008 13:48 Tólf hið minnsta látnir í átökum síðustu daga í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía hafa boðað áframhaldandi mótmæli í dag, þriðja daginn í röð. Að minnsta kosti 12 hafa látið lífið í óeirðunum þar í landi frá því á miðvikudaginn. 18.1.2008 13:15 Handalögmál á Kaffi Krús vegna ófara landsliðsins Lögreglan á Selfossi var kölluð að Kaffi Krús laust eftir miðnætti til að stöðva slagsmál tveggja manna þar. 18.1.2008 13:00 Lögreglan lenti í umferðaróhappi Töluvert hefur verið um árekstra í morgun sökum hálku og slæmrar færðar, en sem betur fer hafa allir sloppið ómeiddir úr þeim óhöppum. Alls hafa fimmtán umferðaróhöpp verið tilkynnt. Þar á meðal var þetta atvik þegar lögreglubíll lenti á öfugum vegarhelmingi á Hálsabraut á móts B&L og hafnaði á bifreið Orkuveitunnar. 18.1.2008 12:59 Liðsmönnum Sea Shepherd sleppt af japönsku skipi Tveimur liðsmanna samtakanna Sea Shepherd sem voru í haldi japanskra hvalveiðimanna í Suðurhöfum hefur verið sleppt. 18.1.2008 12:57 180 milljóna króna halli á rekstri skíðasvæðanna á fimm árum Hundrað og áttatíu milljóna króna halli var á rekstri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli síðustu fimm ár, vegna snjóleysis og fjárfestingar í nýrri stólalyftu. 18.1.2008 12:41 Bobby leitaði skjóls í búðinni hjá Braga „Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. 18.1.2008 12:34 Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara. 18.1.2008 12:32 Kaffi Krókur var fyrsta fangageymsla Skagfirðinga Eitt sögufrægasta hús í Skagafirði þar sem Kaffi Krókur var til húsa, gjör eyðilagðist í eldi í nótt. 18.1.2008 12:27 Fundu hass við húsleit í Hveragerði Lögreglan á Selfossi fann lítilræði af hassi við húsleit í Hveragerði í nótt. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var svo yfirheyrður í dag vegna þessa máls og annara sem lágu fyrir. 18.1.2008 12:21 Námsráðgjöf og aukinn netaðgangur fyrir fanga Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlnad á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. 18.1.2008 12:09 Jafnréttislög höfðu áhrif á skipun Ólafar Ýrar Þrír umsækjendur um stöðu Ferðamálastjóra voru taldir skara fram úr miðað við þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru í auglýsingu. 18.1.2008 11:59 Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18.1.2008 11:54 Fær stöðu grunaðs manns fyrir að flaka 42 kg af ýsu Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Höfrungi BA frá Bíldudal, hefur hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrir að hafa flakað 42 kíló af ýsu án þess að hafa leyfi til fiskvinnslu. 18.1.2008 11:45 Óli Stef ekki með um helgina Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri. 18.1.2008 11:41 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18.1.2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18.1.2008 11:23 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18.1.2008 11:20 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18.1.2008 10:57 Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar. 18.1.2008 10:51 Minna magn af fíkniefnum í Fáskrúðsfjarðarmáli en segir í ákæru? Vera kann að sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu fái mildari dóma ef í ljós kemur að magnið sem þeir fluttu inn er minna en fram kemur í ákæru. 18.1.2008 10:41 Húsleitin ekki tengd Vegas heldur spilavíti á fjórðu hæð Davíð Steingrímsson eigandi Vegas á Frakkastíg segir að húsleit nær tuttugu lögreglumanna tengist staðnum hans ekki. Lögreglan var að uppræta ólöglegt spilavíti sem rekið var á fjórðu hæð hússins. 18.1.2008 10:37 200 látnir í kuldakasti í Afghanistan Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga. 18.1.2008 10:31 Fundaði með framkvæmdastjóra landbúnaðarmála hjá ESB Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í fyrradag með Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins, í Brussel. 18.1.2008 10:28 Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju. 18.1.2008 09:57 Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18.1.2008 09:54 Ofurölvi undir stýri á leið á milli Selfoss og Hveragerðis Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði mann á bíl þegar hann var ný lagður af stað frá Selfossi áleiðis til Hveragerðis. 18.1.2008 09:32 Bush tilkynnir um aðgerðir gegn kreppu George Bush Bandaríkjaforseti muni í dag tilkynna um aðgerðir stjórnar sinnar til að koma í veg fyrir kreppu í efnahagslífi landsins. 18.1.2008 09:28 Sjá næstu 50 fréttir
Glænýjum sendibíl stolið á Laugavegi Grábrúnum sendibíl af gerðinni Renault Traffic var stolið á um klukkan 17:00 í dag. Verið var að afferma bílinn við Landsbankann við Laugaveg þegar óprúttin bílaþjófur settist í bílstjórasætið og ók bílnum á brott. 18.1.2008 18:25
Frumrannsókn á Heathrow slysinu lokið - Vélarbilun kennt um brotlendingu Frumrannsókn á flugslysinu sem varð á Heathrow flugvelli í gær hefur leitt það í ljós að það var vélarbilun sem olli því að Boeing 777 vél British Airwaves flugfélagsins brotlenti. 18.1.2008 18:10
Þjófar handteknir á Laugavegi Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir á Laugavegi í morgun en þeir stálu peningaveski frá starfsmanni fyrirtækis við sömu götu. Það var skömmu fyrir ellefu sem lögreglu barst tilkynning um þjófnaðinn og brást hún skjótt við og fann mennina í nærliggjandi verslun. Veskið kom sömuleiðis í leitirnar og reyndust greiðslukort og peningar ennþá á sínum stað. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófarnir voru færðir í fangageymslu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. 18.1.2008 17:27
Sala á alifuglakjöti upp fyrir kindakjöt í fyrra Kjötframleiðsla í landinu jókst um sjö prósent á síðasta ári frá árinu á undan samkvæmt bráðabirgðatölum. Þá reyndist sala á alifuglakjöti meiri en kindakjötssala í fyrsta sinn í sögunni. 18.1.2008 17:03
Farið fram á farbann yfir Litháum vegna árásar á lögreglumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á farbann yfir Litháunum fimm sem grunaðir eru um að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn í miðbæ Reykjavíkur fyrir rúmri viku. 18.1.2008 16:47
Gönguskíðafæri í Heiðmörk Gönguskíðafæri er í Heiðmörk eftir að snjó hefur kyngt þar niður síðustu daga. Fram kemur í tilkynningu að skíðafærið sé það allra besta sem komið hafi í nokkur ár. 18.1.2008 16:38
18 látnir í mótmælunum í Kenía Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum. 18.1.2008 16:31
Allt sem ég hef byggt upp síðustu ár farið „Það eina sem ég viet er að það er bara allt farið sem maður er búinn að byggja upp síðustu ár," segir Jón Daníel Jónssson, eigandi Kaffi Króks á Sauðárkróki sem gjöreyðilagðist í eldi í nótt. 18.1.2008 16:14
Geðhjálp óskar eftir aðalstjórnarfundi í ÖBÍ Fulltrúi Geðhjálpar i stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur farið fram á að aðalstjórnarfundur verði haldinn hjá sambandinu. Á fundinum verði farið yfir þá stöðu mála sem komin er upp hjá félaginu og hefur meðal annars leitt til þess að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku í Öryrkjabandalaginu. 18.1.2008 15:49
Jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið „Það má segja að það hafi verið jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið og það var vilji í mönnum til þess að setjast yfir þetta af meiri alvöru," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags eftir fund Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 18.1.2008 15:43
Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega. 18.1.2008 15:33
Fischer trúði ekki á læknavísindin Bobby Fischer lést af völdum nýrnabilunar. Einar S. Einarsson segir í samtali við Vísi að Fischer hafi ekki viljað leita sér læknisaðstoðar vegna kvilla sinna og að hann hafi ekki haft trú á vestrænum lækningaaðferðum. 18.1.2008 15:04
Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð. 18.1.2008 14:48
Fjögurra ára dómur fyrir kynferðisbrot gegn systurdætrum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur systurdætrum sínum sem stóðu yfir í mörg ár. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa ljósmyndir af annarri stúlkunni sem sýndu hana á kynferðislegan hátt í tölvu sinni. 18.1.2008 14:41
Ákært vegna fjöldaslagsmála Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag tvö mál vegna fjöldaslagsmála sem brutust út á Garðavegi í Hafnarfirði í ágúst síðastliðinn. 18.1.2008 14:31
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að stinga lögregluna af Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökurétti í eitt og hálft ár fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot. 18.1.2008 14:20
Mokiði frá sorptunnunum Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina en snjór hefur víða safnast upp við þær. 18.1.2008 13:55
Sakfelld fyrir að skvetta áfengi á lögregluþjón Kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sakfelld fyrir að skvetta áfengi framan í lögregluþjón á Akureyri. 18.1.2008 13:48
Tólf hið minnsta látnir í átökum síðustu daga í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía hafa boðað áframhaldandi mótmæli í dag, þriðja daginn í röð. Að minnsta kosti 12 hafa látið lífið í óeirðunum þar í landi frá því á miðvikudaginn. 18.1.2008 13:15
Handalögmál á Kaffi Krús vegna ófara landsliðsins Lögreglan á Selfossi var kölluð að Kaffi Krús laust eftir miðnætti til að stöðva slagsmál tveggja manna þar. 18.1.2008 13:00
Lögreglan lenti í umferðaróhappi Töluvert hefur verið um árekstra í morgun sökum hálku og slæmrar færðar, en sem betur fer hafa allir sloppið ómeiddir úr þeim óhöppum. Alls hafa fimmtán umferðaróhöpp verið tilkynnt. Þar á meðal var þetta atvik þegar lögreglubíll lenti á öfugum vegarhelmingi á Hálsabraut á móts B&L og hafnaði á bifreið Orkuveitunnar. 18.1.2008 12:59
Liðsmönnum Sea Shepherd sleppt af japönsku skipi Tveimur liðsmanna samtakanna Sea Shepherd sem voru í haldi japanskra hvalveiðimanna í Suðurhöfum hefur verið sleppt. 18.1.2008 12:57
180 milljóna króna halli á rekstri skíðasvæðanna á fimm árum Hundrað og áttatíu milljóna króna halli var á rekstri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli síðustu fimm ár, vegna snjóleysis og fjárfestingar í nýrri stólalyftu. 18.1.2008 12:41
Bobby leitaði skjóls í búðinni hjá Braga „Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. 18.1.2008 12:34
Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara. 18.1.2008 12:32
Kaffi Krókur var fyrsta fangageymsla Skagfirðinga Eitt sögufrægasta hús í Skagafirði þar sem Kaffi Krókur var til húsa, gjör eyðilagðist í eldi í nótt. 18.1.2008 12:27
Fundu hass við húsleit í Hveragerði Lögreglan á Selfossi fann lítilræði af hassi við húsleit í Hveragerði í nótt. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var svo yfirheyrður í dag vegna þessa máls og annara sem lágu fyrir. 18.1.2008 12:21
Námsráðgjöf og aukinn netaðgangur fyrir fanga Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlnad á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. 18.1.2008 12:09
Jafnréttislög höfðu áhrif á skipun Ólafar Ýrar Þrír umsækjendur um stöðu Ferðamálastjóra voru taldir skara fram úr miðað við þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru í auglýsingu. 18.1.2008 11:59
Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18.1.2008 11:54
Fær stöðu grunaðs manns fyrir að flaka 42 kg af ýsu Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Höfrungi BA frá Bíldudal, hefur hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrir að hafa flakað 42 kíló af ýsu án þess að hafa leyfi til fiskvinnslu. 18.1.2008 11:45
Óli Stef ekki með um helgina Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri. 18.1.2008 11:41
Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18.1.2008 11:32
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18.1.2008 11:23
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18.1.2008 11:20
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18.1.2008 10:57
Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar. 18.1.2008 10:51
Minna magn af fíkniefnum í Fáskrúðsfjarðarmáli en segir í ákæru? Vera kann að sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu fái mildari dóma ef í ljós kemur að magnið sem þeir fluttu inn er minna en fram kemur í ákæru. 18.1.2008 10:41
Húsleitin ekki tengd Vegas heldur spilavíti á fjórðu hæð Davíð Steingrímsson eigandi Vegas á Frakkastíg segir að húsleit nær tuttugu lögreglumanna tengist staðnum hans ekki. Lögreglan var að uppræta ólöglegt spilavíti sem rekið var á fjórðu hæð hússins. 18.1.2008 10:37
200 látnir í kuldakasti í Afghanistan Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga. 18.1.2008 10:31
Fundaði með framkvæmdastjóra landbúnaðarmála hjá ESB Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í fyrradag með Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins, í Brussel. 18.1.2008 10:28
Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju. 18.1.2008 09:57
Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18.1.2008 09:54
Ofurölvi undir stýri á leið á milli Selfoss og Hveragerðis Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði mann á bíl þegar hann var ný lagður af stað frá Selfossi áleiðis til Hveragerðis. 18.1.2008 09:32
Bush tilkynnir um aðgerðir gegn kreppu George Bush Bandaríkjaforseti muni í dag tilkynna um aðgerðir stjórnar sinnar til að koma í veg fyrir kreppu í efnahagslífi landsins. 18.1.2008 09:28