Innlent

Ákært vegna fjöldaslagsmála

Við Héraðsdóm Reykjaness
Við Héraðsdóm Reykjaness

Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag tvö mál vegna fjöldaslagsmála sem brutust út á Garðavegi í Hafnarfirði í ágúst síðastliðinn.

Átján ára piltur er ákærður fyrir líkamsárás. Hann réðst að öðrum manni að Garðavegi í Hafnarfirði, þann 11. ágúst síðastliðinn, sló hann hnefahöggum í höfuð og sparkaði í fætur hans.

Árásarþolinn tvíbrotnaði í andliti, á augntóft og vanga- og kinnkjálkabeinum og fékk glóðarauga á bæði augu. Þá er nítján ára piltur ákærður fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í hnakkann.

Í báðum málum er farið fram á að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiði árásarþolum skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×