Innlent

Mokiði frá sorptunnunum

MYND/Stöð 2

Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina en snjór hefur víða safnast upp við þær.

Í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar kemur fram að þetta hafi verið þung vika fyrir starfsfólk sorphirðunnar. Haft er eftir Sigríði Ólafsdóttur, rekstrarstjóra sorphirðunnar, að ef fólk hafi ekki sinnt því að moka frá sorptunnum verði sorphirðumenn í sumum tilvikum að sleppa því að tæma tunnur.

Starfsfólk Sorphirðunnar er þreytt eftir vikuna og vonast er til að fólk gefi sér tíma um helgina til að moka frá geymslum og tunnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×