Fleiri fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29.9.2007 15:34 Örstutt netsamband í Mjanmar í dag Internetsamband var sett aftur á í skamma stund í Mjanmar í dag. Netið hefur legið niðri síðan snemma í gær og er talið að herstjórnin hafi lokað fyrir aðgang almennings af ótta við að myndir af ofbeldi gegn mótmælendum næðu augum umheimsins. Í tvo klukkutíma í dag gátu tölvunotendur skoðað innlendar vefsíður og sent tölvupóst áður en lokað var fyrir sambandið aftur. 29.9.2007 14:41 Ríki heims staðfesti mannréttindi fatlaðra Hart er þrýst á ríki heims að skrifa undir og staðfesta alþjóðasamning um mannréttindi fatlaðra. Samkvæmt samningnum geta einstaklingar og hópar kært ríki til eftirlitsnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna telji þeir á sér brotið. 29.9.2007 13:30 Fundu 80 kannabisplöntur við húsleit Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Kópavogi síðdegis en við húsleit hjá honum fannst 1,7 kíló af ætluðu maríjúana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að á sama stað hafi fundist 80 kannabisplöntur. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 29.9.2007 13:15 Fjármagna skóla fyrir flóttamenn í Jórdaníu Íslendingar ætla fjármagna byggingu skóla fyrir börn íraskra flóttamanna í Jórdaníu. Þannig ætlar ríkisstjórina að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Þar fjallaði hún meðal annars um nýlega heimsókn sína til Miðausturlanda. 29.9.2007 13:00 Segir óábyrgt að tala krónuna niður Forsætisráðherra segir málfrelsi ríkja í Sjálfstæðisflokknum til að tala um Evrópumál. Hann segir hins vegar óábyrgt ef menn vilji tala niður gjaldmiðil Íslands. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði nýlega að tímabært væri að taka til alvarlegrar skoðunar kosti og galla þess fyrir íslenskt hagkerfi, almenning og athafnalíf, að halda úti eigin mynt. 29.9.2007 12:30 Vill að þriðjungur námslána verði styrkur Framsóknarflokkurinn vill að þriðjungi námslána verði breytt í styrk ljúki menn námi á tilsettum tíma. Það myndi auka bæði skilvirkni og hagkvæmni í skólakerfinu, segir Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknar. 29.9.2007 12:27 Umfangsmikið vísindaverkefni á Íslandi Umfangsmikið vísindaverkefni sem miðar að bindingu koltvísýrings sem steintegundar í iðrum jarðar verður undirritað við Hellisheiðarvirkjun í dag. Það eru fulltrúar vísindasamfélags og atvinnulífs á Íslandi, Bandaríkjunum og Frakklandi sem innsigla samkomulagið nú á eftir. 29.9.2007 12:23 Endurheimting aflaheimilda forsenda mótvægisaðgerða Forsætisráðherra segir forsendur mótvægisaðgerða vegna skerðingar þorskvótans vera þær að þeir sem tapi aflaheimildum fái þær aftur þegar kvótinn aukist á nýjan leik. Aðgerðirnar séu til þess að hjálpa þeim byggðarlögum sem eigi allt sitt undir þorskveiðum þangað til aflaheimildir komi til baka. 29.9.2007 12:17 Sendifulltrúi SÞ í Mjanmar Sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna er kominn til Mjanmar til að ræða við herforingjastjórnina þar um ástandið í landinu. Mótmæli gegn herforingjunum héldu þar áfram í morgun. 29.9.2007 12:07 Fagna losunarheimildum til stóriðjufyrirtækja Náttúrverndarsamtök Íslands fagna áformum umhverfisráðherra um úthlutun losunarheimilda til stóriðjufyrirtækja sem kynnt voru í gær. Álfyrirtæki á Íslandi hafi notið sérstakrar undanþágu frá Kyoto-bókuninni fyrir ókeypis losunarheimildum. Stjórnvöld verði að stöðva þessa þróun og; „gera þeim sem menga skylt að borga fyrir mengunarheimildir,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 29.9.2007 11:44 Vill að Ólympíuleikarnir verði notaðir gegn Kína Lönd Evrópusambandsins ættu að sniðganga ólympíuleikana í Peking árið 2008 ef Kína grípur ekki í taumana gegn ástandinu í Mjanmar. Þetta er álit Edward McMillan-Scott aðstoðarforstjóra Evrópuþingsins sem vill að Gordon Brown beiti sér í málinu. 29.9.2007 11:19 Sakar bæjarfulltrúa á Akureyri um heigulshátt Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, Vörður, sakar bæjarfulltrúa flokksins um heigulshátt í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Hin þungu orð eru vegna nýs hlutverks Þóru Ákadóttur í félagsmálaráði Akureyrarbæjar. 29.9.2007 10:49 Kínversk áhrif í Gerðarsafni Fjölmargir, og sumir ævafornir, kínverskir dýrgripir verða til sýnis næstu vikurnar í Gerðarsafni í Kópavogi en þar verður Kínverska menningarhátíð sett í dag klukkan þrjú. Fjölbreytt dagskrá verður á menningarhátíðinni. Á sýningunni í Gerðarsafni verða málverk, listmunir og aðrir gripir frá borgarsafni Wuhan í Kína. 29.9.2007 10:44 Þögult á götum Mjanmar Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum. 29.9.2007 10:03 Fíkniefni og haglabyssa fundust í Borgarnesi Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Borgarnesi um fimmleytið í nótt fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Gramm af amfetamíni fannst í bílnum og voru báðir látnir gista fangageymslur í nótt. Þeir bíða nú yfirheyrslu. Þá stoppaði lögreglan rúmlega fertugan mann í bænum upp úr miðnætti í nótt með haglabyssu í aftursætinu. 29.9.2007 09:55 9 milljarðar til jarðvarmaverkefna í Afríku Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest kynnti í gær ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta að Reykjavík Energy ætli að setja 150 milljónir dollara eða 9 milljarða íslenskra króna til jarðvarmaverkefna í Afriku á næstu 5 árum. 29.9.2007 09:54 Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Þetta kom fram í ræðu hennar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. 29.9.2007 09:53 Keyrt á stúlku á Akureyri í nótt Mikil ölvun og erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Keyrt var á stúlku innan við tvítugt á Eimskipafélagsplaninu austast í Strandgötu bæjarins. Tilkynnt hafði verið um hópslagsmál á svæðinu í nótt og þegar lögreglan kom á vettvang var þar hópur fólks um og yfir tvítugt og voru nokkrir með barefli á lofti. 29.9.2007 09:53 Vatnsleki á Kleppsvegi Slökkvilið var kallað út á um níu leitið í gærkvöldi vegna vatnsleka á Kleppsvegi. Ofn hafði bilað á sjöundu hæð og lak vatn niður tvær hæðir. Ekki var um mikið vatnsmagn að ræða, en slökkvilið dældi vatni af sjöundu hæðinni og hreinsaði af hinum hæðunum tveimur. Töluvert tjón hlaust af fyrir íbúana. 29.9.2007 09:45 Hópslagsmál á Klapparstíg Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál á Klapparstíg á sjötta tímanum í morgun. Sex menn tóku þátt í áflogunum og var einn rotaður þegar lögregla kom á vettvang. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn var handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn hjá lögreglu. 29.9.2007 09:20 Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. 28.9.2007 20:00 Lyfjaverð 18.000 kr. hærra á íbúa hér en á Norðurlöndum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra gerði hátt lyfjaverð hérlendis m.a. að umræðuefni sínu er hann ávarpaði aðalfund Læknafélags Íslands í morgun. "Það gengur ekki að meðallyfjakostnaður á íbúa hér sé 100 og upp í 200 evrum hærri á ári en það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum," segir Guðlaugur Þór. "Þessu verður að breyta." 28.9.2007 20:00 Svartaþoka á Hellisheiði Mikil þoka hefur verið og er enn á Hellisheiðinni. Lögreglan á Selfossi beinir því til vegfarenda að fara varlega. 28.9.2007 19:47 Umhverfisráðherra vill selja losunarkvóta Umhverfisráðherra vill að ríkið selji kolefnislosunarkvóta til iðnaðar í landinu. Fyrsta úthlutun losunarheimilda var tilkynnt í dag. 28.9.2007 18:52 Þjóðfáninn í fyrsta sinn í þingsal Alþingis Þjóðfáni Íslendinga var í dag í fyrsta sinn í sögunni settur upp í þingsal Alþingis. Það er í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var fyrr á árinu. 28.9.2007 18:46 Ekki gengið lengra í mótvægisaðgerðum Geir H. Haarde forsætisráðherra gefur sjávarútvegsfyrirtækjum engar vonir um að gengið verði lengra í mótvægisaðgerðum og minnir á að þeim sé fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á þeim byggðarlögum sem harðast verða úti. 28.9.2007 18:41 Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. 28.9.2007 18:30 Lög um Seðlabanka Íslands verði endurskoðuð Hávaxtastefna Seðlabankans veldur sveiflum á gengi krónunnar og virkar ekki sem hagstjórnartæki, að mati forystumanna í fiskvinnslu. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um Seðlabankann. Um 14 % starfsmanna í fiskvinnslu missa vinnuna á næstu misserum vegna kvótaskerðingar. 28.9.2007 18:23 Nýtt fæðingarheimili Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu. 28.9.2007 18:00 Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. 28.9.2007 17:59 Bílar fá eyðslueinkunn Á heimasíðu Orkusetursins hefur verið tekin í gagnið ný reiknivél sem gefur bílum einkunn eftir eyðslu og útblæstri. Notendur geta þar valið bíltegund og látið reikna út í hvaða flokk hún fellur miðað við eyðslu og útblástur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segist vonast til þess að fólk í bílakaupahugleiðingum noti vélina þegar tekin er ákvörðun um hvaða bíl á að kaupa. 28.9.2007 17:19 Flugdólgur dæmdur í 12 mánaða fangelsi Farþegi í Boeing 757 þotu í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi eftir slagsmál við áhöfn þotunnar sem vildi ekki leyfa honum að reykja í 33 þúsund feta hæð. Stephen Robinson réðist á flugþjón í fullsetinni vélinni sem var á leið frá Antalya í Tyrklandi til Newcastle á Englandi. Áhöfnin greip til þess ráðs að handjárna manninn sem er fimmtíu og þriggja ára. 28.9.2007 16:44 Bílaeigendur geta reiknað orkueyðslu bíla sinna Orkusetur gefur fólki kost á að reikna út eyðslu og útblástur bifreiða með því að nota sérstaka reiknivél á vefsíðu stofnunarinnar. 28.9.2007 16:36 Talþjálfun Reykjavíkur segir upp samningi um greiðsluþáttöku Talmeinafræðingar sem starfa hjá Talþjálfun Reykjavíkur hafa sagt sig af gildandi samningi milli Tryggingastofnunar og félags takennara og talmeinafræðinga. Þetta þýðir að frá og með næstu mánaðarmótum mun Tryggingastofnun ekki taka þátt í kosnaði þeirra sem þar eru í talþjálfun. 28.9.2007 16:02 Sektaður fyrir að kýla nágranna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til greiðslu áttatíu þúsund króna í sekt vegan líkamsárásar á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða manninum rúmar 60 þúsund krónur í miskabætur. 28.9.2007 15:57 Tryggingastofnun krefur landlausan öryrkja um 3 milljónir króna Guðmundur Bjarnason, sem er öryrki, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun 3,3 milljónir króna vegna örorkulífeyris sem sagður er vera ofgreiddur. Krafan frá Tryggingastofnun var lögð fram eftir að Þjóðskrá tók einhliða ákvörðun um að breyta lögheimili Guðmundar Bjarnasonar án nokkurs samráðs við hann. 28.9.2007 15:53 Þota seint á ferð á Reykjavíkurflugvelli Það fór ekki framhjá íbúum í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll þegar Boeing 757 þota lenti þar í gærkvöldi þegar klukkan var að ganga eitt. Þarna mun hafa verið um að ræða vél á vegum Flugfélags Íslands en fyrirtækið leigði vél frá Icelandair til þess að vinna upp biðlista sem myndast höfðu í gær. 28.9.2007 15:43 Heilsa kvenna forsenda efnahags- og félagslegra framfara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var í hópi leiðtoga sem ávörpuðu ráðherrafund um samþættingu alþjóðlegra öryggis- og heilbrigðismála, undir yfirskriftinni Global Health and Foreign Policy, sem haldinn var að frumkvæði Noregs og Frakklands í New York í gær. 28.9.2007 15:28 Ásakanir um greftrun Madeleine 'fáránlegar' Talsmaður McCann hjónanna vísar algjörlega á bug ásökunum portúgalskra fjölmiðla um að hjónin hafi grafið lík Madeleine í ferð sem þau fóru til Spánar þremur mánuðum eftir að stúlkan hvarf. Fréttir segja að portúgalska lögreglan sé nú að rannsaka tvo klukkutíma í ferðinni þar sem ekki er vitað um ferðir hjónanna og þau hefðu getað losað sig við lík stúlkunnar. 28.9.2007 15:16 Á meðal frummælenda á heimsþingi Clintons Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var meðal frummælenda í umræðum um loftslagsbreytingar og orkumál á heimsþingi Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta. Þingið kallast Clinton Global Initiative og fer það fram þessa dagana í New York. Þangað mæta þjóðarleiðtogar víða að úr veröldinni, forystumenn alþjóðastofnana, vísindamenn, sérfræðingar, áhrifafólk í baráttusamtökum og fulltrúar fjölmiðla, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 28.9.2007 15:04 „Kristinn H. er Þrándur í Götu“ Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins segir að Kristinn H. Gunnarsson hafi sagt þvert nei við því að Sigurjón yrði gerður að framkvæmdastjóra flokksins. Magnús Reynir Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn framkvæmdastjóri en Sigurjón segir að sér hafi verið lofuð staðan eftir kosningar. Það hafi ekki gengið eftir vegna andstöðu ákveðinna flokksmanna og tiltekur Sigurjón Kristinn H. Gunnarsson sérstaklega. 28.9.2007 14:38 Óskapleg einföldun að evran leysi öll mál Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. 28.9.2007 14:36 Reykingar ökumanna á válista Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn. 28.9.2007 14:16 Ákærður fyrir kannabisrækt Fjörutíu ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir vörslu á 120 grömmum af maríjúana, 36 kannabisplöntur og 22 kannabisplöntugræðlinga, sem lögregla fann við húsleit hjá manninum. 28.9.2007 14:12 Sjá næstu 50 fréttir
Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29.9.2007 15:34
Örstutt netsamband í Mjanmar í dag Internetsamband var sett aftur á í skamma stund í Mjanmar í dag. Netið hefur legið niðri síðan snemma í gær og er talið að herstjórnin hafi lokað fyrir aðgang almennings af ótta við að myndir af ofbeldi gegn mótmælendum næðu augum umheimsins. Í tvo klukkutíma í dag gátu tölvunotendur skoðað innlendar vefsíður og sent tölvupóst áður en lokað var fyrir sambandið aftur. 29.9.2007 14:41
Ríki heims staðfesti mannréttindi fatlaðra Hart er þrýst á ríki heims að skrifa undir og staðfesta alþjóðasamning um mannréttindi fatlaðra. Samkvæmt samningnum geta einstaklingar og hópar kært ríki til eftirlitsnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna telji þeir á sér brotið. 29.9.2007 13:30
Fundu 80 kannabisplöntur við húsleit Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Kópavogi síðdegis en við húsleit hjá honum fannst 1,7 kíló af ætluðu maríjúana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að á sama stað hafi fundist 80 kannabisplöntur. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 29.9.2007 13:15
Fjármagna skóla fyrir flóttamenn í Jórdaníu Íslendingar ætla fjármagna byggingu skóla fyrir börn íraskra flóttamanna í Jórdaníu. Þannig ætlar ríkisstjórina að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Þar fjallaði hún meðal annars um nýlega heimsókn sína til Miðausturlanda. 29.9.2007 13:00
Segir óábyrgt að tala krónuna niður Forsætisráðherra segir málfrelsi ríkja í Sjálfstæðisflokknum til að tala um Evrópumál. Hann segir hins vegar óábyrgt ef menn vilji tala niður gjaldmiðil Íslands. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði nýlega að tímabært væri að taka til alvarlegrar skoðunar kosti og galla þess fyrir íslenskt hagkerfi, almenning og athafnalíf, að halda úti eigin mynt. 29.9.2007 12:30
Vill að þriðjungur námslána verði styrkur Framsóknarflokkurinn vill að þriðjungi námslána verði breytt í styrk ljúki menn námi á tilsettum tíma. Það myndi auka bæði skilvirkni og hagkvæmni í skólakerfinu, segir Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknar. 29.9.2007 12:27
Umfangsmikið vísindaverkefni á Íslandi Umfangsmikið vísindaverkefni sem miðar að bindingu koltvísýrings sem steintegundar í iðrum jarðar verður undirritað við Hellisheiðarvirkjun í dag. Það eru fulltrúar vísindasamfélags og atvinnulífs á Íslandi, Bandaríkjunum og Frakklandi sem innsigla samkomulagið nú á eftir. 29.9.2007 12:23
Endurheimting aflaheimilda forsenda mótvægisaðgerða Forsætisráðherra segir forsendur mótvægisaðgerða vegna skerðingar þorskvótans vera þær að þeir sem tapi aflaheimildum fái þær aftur þegar kvótinn aukist á nýjan leik. Aðgerðirnar séu til þess að hjálpa þeim byggðarlögum sem eigi allt sitt undir þorskveiðum þangað til aflaheimildir komi til baka. 29.9.2007 12:17
Sendifulltrúi SÞ í Mjanmar Sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna er kominn til Mjanmar til að ræða við herforingjastjórnina þar um ástandið í landinu. Mótmæli gegn herforingjunum héldu þar áfram í morgun. 29.9.2007 12:07
Fagna losunarheimildum til stóriðjufyrirtækja Náttúrverndarsamtök Íslands fagna áformum umhverfisráðherra um úthlutun losunarheimilda til stóriðjufyrirtækja sem kynnt voru í gær. Álfyrirtæki á Íslandi hafi notið sérstakrar undanþágu frá Kyoto-bókuninni fyrir ókeypis losunarheimildum. Stjórnvöld verði að stöðva þessa þróun og; „gera þeim sem menga skylt að borga fyrir mengunarheimildir,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 29.9.2007 11:44
Vill að Ólympíuleikarnir verði notaðir gegn Kína Lönd Evrópusambandsins ættu að sniðganga ólympíuleikana í Peking árið 2008 ef Kína grípur ekki í taumana gegn ástandinu í Mjanmar. Þetta er álit Edward McMillan-Scott aðstoðarforstjóra Evrópuþingsins sem vill að Gordon Brown beiti sér í málinu. 29.9.2007 11:19
Sakar bæjarfulltrúa á Akureyri um heigulshátt Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, Vörður, sakar bæjarfulltrúa flokksins um heigulshátt í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Hin þungu orð eru vegna nýs hlutverks Þóru Ákadóttur í félagsmálaráði Akureyrarbæjar. 29.9.2007 10:49
Kínversk áhrif í Gerðarsafni Fjölmargir, og sumir ævafornir, kínverskir dýrgripir verða til sýnis næstu vikurnar í Gerðarsafni í Kópavogi en þar verður Kínverska menningarhátíð sett í dag klukkan þrjú. Fjölbreytt dagskrá verður á menningarhátíðinni. Á sýningunni í Gerðarsafni verða málverk, listmunir og aðrir gripir frá borgarsafni Wuhan í Kína. 29.9.2007 10:44
Þögult á götum Mjanmar Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum. 29.9.2007 10:03
Fíkniefni og haglabyssa fundust í Borgarnesi Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Borgarnesi um fimmleytið í nótt fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Gramm af amfetamíni fannst í bílnum og voru báðir látnir gista fangageymslur í nótt. Þeir bíða nú yfirheyrslu. Þá stoppaði lögreglan rúmlega fertugan mann í bænum upp úr miðnætti í nótt með haglabyssu í aftursætinu. 29.9.2007 09:55
9 milljarðar til jarðvarmaverkefna í Afríku Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest kynnti í gær ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta að Reykjavík Energy ætli að setja 150 milljónir dollara eða 9 milljarða íslenskra króna til jarðvarmaverkefna í Afriku á næstu 5 árum. 29.9.2007 09:54
Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Þetta kom fram í ræðu hennar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. 29.9.2007 09:53
Keyrt á stúlku á Akureyri í nótt Mikil ölvun og erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Keyrt var á stúlku innan við tvítugt á Eimskipafélagsplaninu austast í Strandgötu bæjarins. Tilkynnt hafði verið um hópslagsmál á svæðinu í nótt og þegar lögreglan kom á vettvang var þar hópur fólks um og yfir tvítugt og voru nokkrir með barefli á lofti. 29.9.2007 09:53
Vatnsleki á Kleppsvegi Slökkvilið var kallað út á um níu leitið í gærkvöldi vegna vatnsleka á Kleppsvegi. Ofn hafði bilað á sjöundu hæð og lak vatn niður tvær hæðir. Ekki var um mikið vatnsmagn að ræða, en slökkvilið dældi vatni af sjöundu hæðinni og hreinsaði af hinum hæðunum tveimur. Töluvert tjón hlaust af fyrir íbúana. 29.9.2007 09:45
Hópslagsmál á Klapparstíg Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál á Klapparstíg á sjötta tímanum í morgun. Sex menn tóku þátt í áflogunum og var einn rotaður þegar lögregla kom á vettvang. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn var handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn hjá lögreglu. 29.9.2007 09:20
Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. 28.9.2007 20:00
Lyfjaverð 18.000 kr. hærra á íbúa hér en á Norðurlöndum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra gerði hátt lyfjaverð hérlendis m.a. að umræðuefni sínu er hann ávarpaði aðalfund Læknafélags Íslands í morgun. "Það gengur ekki að meðallyfjakostnaður á íbúa hér sé 100 og upp í 200 evrum hærri á ári en það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum," segir Guðlaugur Þór. "Þessu verður að breyta." 28.9.2007 20:00
Svartaþoka á Hellisheiði Mikil þoka hefur verið og er enn á Hellisheiðinni. Lögreglan á Selfossi beinir því til vegfarenda að fara varlega. 28.9.2007 19:47
Umhverfisráðherra vill selja losunarkvóta Umhverfisráðherra vill að ríkið selji kolefnislosunarkvóta til iðnaðar í landinu. Fyrsta úthlutun losunarheimilda var tilkynnt í dag. 28.9.2007 18:52
Þjóðfáninn í fyrsta sinn í þingsal Alþingis Þjóðfáni Íslendinga var í dag í fyrsta sinn í sögunni settur upp í þingsal Alþingis. Það er í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var fyrr á árinu. 28.9.2007 18:46
Ekki gengið lengra í mótvægisaðgerðum Geir H. Haarde forsætisráðherra gefur sjávarútvegsfyrirtækjum engar vonir um að gengið verði lengra í mótvægisaðgerðum og minnir á að þeim sé fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á þeim byggðarlögum sem harðast verða úti. 28.9.2007 18:41
Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. 28.9.2007 18:30
Lög um Seðlabanka Íslands verði endurskoðuð Hávaxtastefna Seðlabankans veldur sveiflum á gengi krónunnar og virkar ekki sem hagstjórnartæki, að mati forystumanna í fiskvinnslu. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um Seðlabankann. Um 14 % starfsmanna í fiskvinnslu missa vinnuna á næstu misserum vegna kvótaskerðingar. 28.9.2007 18:23
Nýtt fæðingarheimili Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu. 28.9.2007 18:00
Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. 28.9.2007 17:59
Bílar fá eyðslueinkunn Á heimasíðu Orkusetursins hefur verið tekin í gagnið ný reiknivél sem gefur bílum einkunn eftir eyðslu og útblæstri. Notendur geta þar valið bíltegund og látið reikna út í hvaða flokk hún fellur miðað við eyðslu og útblástur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segist vonast til þess að fólk í bílakaupahugleiðingum noti vélina þegar tekin er ákvörðun um hvaða bíl á að kaupa. 28.9.2007 17:19
Flugdólgur dæmdur í 12 mánaða fangelsi Farþegi í Boeing 757 þotu í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi eftir slagsmál við áhöfn þotunnar sem vildi ekki leyfa honum að reykja í 33 þúsund feta hæð. Stephen Robinson réðist á flugþjón í fullsetinni vélinni sem var á leið frá Antalya í Tyrklandi til Newcastle á Englandi. Áhöfnin greip til þess ráðs að handjárna manninn sem er fimmtíu og þriggja ára. 28.9.2007 16:44
Bílaeigendur geta reiknað orkueyðslu bíla sinna Orkusetur gefur fólki kost á að reikna út eyðslu og útblástur bifreiða með því að nota sérstaka reiknivél á vefsíðu stofnunarinnar. 28.9.2007 16:36
Talþjálfun Reykjavíkur segir upp samningi um greiðsluþáttöku Talmeinafræðingar sem starfa hjá Talþjálfun Reykjavíkur hafa sagt sig af gildandi samningi milli Tryggingastofnunar og félags takennara og talmeinafræðinga. Þetta þýðir að frá og með næstu mánaðarmótum mun Tryggingastofnun ekki taka þátt í kosnaði þeirra sem þar eru í talþjálfun. 28.9.2007 16:02
Sektaður fyrir að kýla nágranna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til greiðslu áttatíu þúsund króna í sekt vegan líkamsárásar á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða manninum rúmar 60 þúsund krónur í miskabætur. 28.9.2007 15:57
Tryggingastofnun krefur landlausan öryrkja um 3 milljónir króna Guðmundur Bjarnason, sem er öryrki, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun 3,3 milljónir króna vegna örorkulífeyris sem sagður er vera ofgreiddur. Krafan frá Tryggingastofnun var lögð fram eftir að Þjóðskrá tók einhliða ákvörðun um að breyta lögheimili Guðmundar Bjarnasonar án nokkurs samráðs við hann. 28.9.2007 15:53
Þota seint á ferð á Reykjavíkurflugvelli Það fór ekki framhjá íbúum í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll þegar Boeing 757 þota lenti þar í gærkvöldi þegar klukkan var að ganga eitt. Þarna mun hafa verið um að ræða vél á vegum Flugfélags Íslands en fyrirtækið leigði vél frá Icelandair til þess að vinna upp biðlista sem myndast höfðu í gær. 28.9.2007 15:43
Heilsa kvenna forsenda efnahags- og félagslegra framfara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var í hópi leiðtoga sem ávörpuðu ráðherrafund um samþættingu alþjóðlegra öryggis- og heilbrigðismála, undir yfirskriftinni Global Health and Foreign Policy, sem haldinn var að frumkvæði Noregs og Frakklands í New York í gær. 28.9.2007 15:28
Ásakanir um greftrun Madeleine 'fáránlegar' Talsmaður McCann hjónanna vísar algjörlega á bug ásökunum portúgalskra fjölmiðla um að hjónin hafi grafið lík Madeleine í ferð sem þau fóru til Spánar þremur mánuðum eftir að stúlkan hvarf. Fréttir segja að portúgalska lögreglan sé nú að rannsaka tvo klukkutíma í ferðinni þar sem ekki er vitað um ferðir hjónanna og þau hefðu getað losað sig við lík stúlkunnar. 28.9.2007 15:16
Á meðal frummælenda á heimsþingi Clintons Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var meðal frummælenda í umræðum um loftslagsbreytingar og orkumál á heimsþingi Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta. Þingið kallast Clinton Global Initiative og fer það fram þessa dagana í New York. Þangað mæta þjóðarleiðtogar víða að úr veröldinni, forystumenn alþjóðastofnana, vísindamenn, sérfræðingar, áhrifafólk í baráttusamtökum og fulltrúar fjölmiðla, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 28.9.2007 15:04
„Kristinn H. er Þrándur í Götu“ Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins segir að Kristinn H. Gunnarsson hafi sagt þvert nei við því að Sigurjón yrði gerður að framkvæmdastjóra flokksins. Magnús Reynir Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn framkvæmdastjóri en Sigurjón segir að sér hafi verið lofuð staðan eftir kosningar. Það hafi ekki gengið eftir vegna andstöðu ákveðinna flokksmanna og tiltekur Sigurjón Kristinn H. Gunnarsson sérstaklega. 28.9.2007 14:38
Óskapleg einföldun að evran leysi öll mál Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. 28.9.2007 14:36
Reykingar ökumanna á válista Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn. 28.9.2007 14:16
Ákærður fyrir kannabisrækt Fjörutíu ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir vörslu á 120 grömmum af maríjúana, 36 kannabisplöntur og 22 kannabisplöntugræðlinga, sem lögregla fann við húsleit hjá manninum. 28.9.2007 14:12