Óskapleg einföldun að evran leysi öll mál 28. september 2007 14:36 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent