Fleiri fréttir Eins mánaðar dómur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Jafnframt var hann sviptur ökuleyfi ævilangt. 10.9.2007 16:21 Gagnagrunnar hafi lagastoð og lúti eftirliti Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafnar því að ekki sé heimild fyrir þeim gagnagrunnum sem greiningardeild embættisins hefur yfir að ráða. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu vegna forsíðufréttar í Fréttablaðinu í gær kemur fram að fyrir hendi sé sérstök reglugerð um meðferð persónupplýsinga hjá lögreglu. 10.9.2007 16:08 Engin gjöld á etanólið Ákveðið hefur verið að etanól, nýjasta viðbótin í flóru vistvæns eldsneytis hér á landi, verði undanþegið gjöldum. Vörugjald á bensín er 42,3 krónur á lítra, en 41 króna á díselolíu. 10.9.2007 15:59 Talibanar segjast tilbúnir til viðræðna Háttsettur talsmaður Talibana í Afganistan segir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna við ríkisstjórn Hamids Karzai, forseta landsins um að binda enda á sex ára skæruhernað. Karzai sendi Talibönum tilboð um viðræður, vegna vaxandi blóðsúthellinga í landinu. Hann sagði að friður næðist ekki ef menn töluðu ekki saman. 10.9.2007 15:44 Viðurkenni að aðstaðan var ekki nógu góð KSÍ hefur svarað bréfi Samtaka íþróttafréttamanna frá því morgun þar sem farið var fram á tafarlausar úrbætur á aðstöðu þeirra á Laugardalsvelli. Útspil KSÍ er að boða forsvarsmenn samtakanna á fund um hádegisbilið á morgun. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, viðurkennir í samtali við Vísi að aðstaðan hafi ekki verið góð. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna er þó ekki sáttur og býst við mæta í kraftgalla á næsta landsleik. 10.9.2007 15:35 Segja formann leikskólaráðs slá ryki í augu fólks Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á sveitarstjórnarmenn að grípa nú þegar til úrræða sem duga til þess að leysa mannekluna á leik- og grunnskólum og greiða þau laun sem nauðynleg eru til að tryggja stöðugleika í skólastarfi. Sakar sambandið formann leikskólaráðs borgarinnar um að slá ryki augu fólks. 10.9.2007 15:17 Allir netnotendur geta nú leitað að Fossett Allir netnotendur í heiminum geta nú tekið þátt í leitinni að auðkýfingnum Steve Fossett með því að greina svæðið sem hann hvarf á. Um er að ræða óvenjulegt samstarf milli Richard Branson vinar Fossett og net-fyrirtækjanna Amazon og Google. 10.9.2007 15:01 Fann fíkniefni og vopn í húsi í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvær konur á fertugsaldri og karlmann á fimmtugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli, vopnalagabrot og þjófnað. 10.9.2007 14:58 Undirbúa áfram aðgerðir gegn svikafyrirtækjum Stjórn AFLs starfsgreinasambands hyggst áfram undirbúa aðgerðir gegn fyrirtækjum sem ekki hafa upplýst um kjör og skráð erlent verkafólk eins og reglur gera ráð fyrir. Sambandið býður fram krafta sína í átak félagsmálaráðherra gegn slíkum fyrirtækjum. 10.9.2007 14:36 Búast ekki við frekari töfum á flugi Fundur fulltrúa Icelandair og flugmanna þess í hádeginu var jákvæður og skilaði málinu vel áleiðis, að sögn Sigmundar Halldórssonar, upplýsingafulltrúa. Annar fundur verður haldinn á miðvikudag og átti Sigmundur ekki von á því að frekari tafir yrðu á flugi. Deilan stendur um að flugmenn Icelandair vilja fá forgangsrétt á störfum hjá dótturfélaginu Letcharter, sem rekið er í Lettlandi. 10.9.2007 14:34 Time fær risasekt í Indónesíu Bandaríska vikuritið Time hefur verið dæmt í 107 milljóna dollara sekt fyrir hæstarétti í Indónesíu, fyrir að móðga fyrrverandi forseta landsins. Ástæðan fyrir málaferlum var sú að árið 1999 birti Time frétt þar sem því var haldið fram að Suharto fjölskyldan hefði safnað miklum auði meðan hann var forseti. 10.9.2007 14:24 23 létust í sprengingu í Mexíkó Í það minnsta 23 létust þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni lenti í árekstri við annan bíl og sprakk í loft upp í norðurhluta Mexíkó í dag. Sprengingin var að sögn mexíkóskra fjölmiðla svo öflug að hún skildi eftir sig tuttugu metra breiðan gíg í götunni. Flestir hinna látnu voru vegfarendur, og blaðamenn sem þustu að vettvangi slyssins og urðu fyrir sprengingunni. 10.9.2007 14:22 Skipti út ófölsuðum seðlum fyrir falsaða í kassa í Bónus Tveir karlmenn og kona hafa verið ákærð fyrir peningafölsun með því að hafa sett bæði falsaða eitt þúsund króna og fimm hundruð króna seðla í umferð og tekið ófalsaða í staðinn úr kassa í Bónus. 10.9.2007 14:18 Einkarekstur og fyrirtækjaleikskólar ekki lausnin Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. 10.9.2007 14:00 Nefnd kortleggur palestinskt ríki Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna náðu í dag samkomulagi um aðskipa sameiginlega nefnd til þess að kortleggja sjálfstætt ríki palestínumanna. Leiðtogunum er í mun að hafa náð einhverjum árangri áður en Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Miðausturlanda í næstu viku. 10.9.2007 13:49 Rangur skóli að ræna Ræningi í Kólumbíu valdi sér rangan skóla til þess að veifa skammbyssu sinni í. Hann ruddist inn með miklum bæggslagangi og heimtaði alla peninga sem allir væru með. Lögreglan kom mátulega fljótt á vettvang til þess að flytja hann á sjúkrahús. Sem betur fór var stutt þangað frá karate-skólanum. 10.9.2007 13:19 Mótmæla stóriðju á miðvikudag Hreyfingin Saving Iceland hyggst mótmæla fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá á miðvikudag en þann dag verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju víða um heim. 10.9.2007 12:46 Íþróttafréttamaður tæklaður í beinni Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbíleik fyrir utan leikvang í Melbourne þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. 10.9.2007 12:45 Abbas og Olmert funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hittust til að ræða mögulega stofnun palestínsk ríkis á fundi í Jerúsalem í morgun. Fundur leiðtoganna er haldinn svo þeir geti stillt saman strengi sína fyrir ráðstefnu um málið í nóvember sem Bandaríkjamenn hafa boðað til. 10.9.2007 12:30 Barinn í beinni Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbí leik fyrir utan leikvang í Melborun þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. Hópur manna réðst þá að fréttamanninum, Ben Davis, og gekk í skrokk á honum. 10.9.2007 12:30 Ekki vitað hvort hringormar spilli hrygningu Hringormar, sem kenndir er við hvali, herja nú á laxastofnana hér við land sem aldrei fyrr. Ekki er enn vitað hvort þeir kunni að spilla hrygningu laxa. 10.9.2007 12:30 Ákærður fyrir árás á leigubílstjóra Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður í héraðsdómi fyrir að ráðast á leigubílstjóra á Bústaðavegi 2. september síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir að veitast að leigubílstjóranum, þrítugri konu, og taka hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut klórfar hægra megin á hálsi og roðabletti vinstramegin. 10.9.2007 12:23 Hirsi Ali með fyrirlestur í hádeginu Sómalski rithöfundurinn Ayaan Hirsi Ali, sem fyrir tveimur árum var valin ein af 100 áhrifamestu mönnum heims af tímaritinu Time, verður með fyrirlestur á Bókmenntahátíð Reykjavíkur nú klukkan hálfeitt. 10.9.2007 12:20 Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. 10.9.2007 12:15 Kom og fór Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. 10.9.2007 12:15 Reykingabannið á rétt á sér Reykingabannið á Írlandi virðist hafa dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum hjá Írum. Í könnun sem náði frá árunum fyrir reykingabannið til áranna eftir bannið kemur í ljós að tíðni hjarta og æðasjúkdóma drógst saman um 11 prósent, strax fyrsta árið efitr bannið. 10.9.2007 12:08 Meirihluti vill taka upp evruna Nærri helmingur Íslendinga eða 48 prósent eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mánuði. Þá vilja 53 prósent taka upp evruna. 10.9.2007 12:07 Kópavogur getur ekki fríað sig ábyrgð Mannekla leikskólanna er stærra vandamál en svo að bærinn geti fríað sig ábyrgð á starfsmannahaldi einkarekinna leikskóla, segir Áslaug Daníelsdóttir, leikskólastjóri á Hvarfi. Leikskólafulltrúi Kópavogsbæjar segir bæinn eingöngu bera faglega ábyrgð á slíkum leikskólum. 10.9.2007 12:05 14,7% launamunur hjá SFR Konur eru að jafnaði með þrjá fjórðu af launum karla samkvæmt nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Núverandi ríkisstjórn hyggst minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming innan fjögurra ára. 10.9.2007 11:57 Mikael Torfason hættur hjá Birtíngi Mikael Torfason hættur sem aðalritstjóri Birtíngs og ritstjóri Séð og heyrt. Tilkynnt var um þetta í morgun í tölvupósti til starfsmanna. Mikael hóf störf hjá Birtingi í fyrrasumar, fyrst sem ritstjóri Séð og heyrt og síðar sem aðalritstjóri Birtíngs. 10.9.2007 11:57 Telja öryggi sitt minna eftir herferð Bandaríkjamanna Sjö af hverjum tíu Írökum telja að öryggi á þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um í herferð sinni síðustu mánuði hafi versnað. Þetta leiðir skoðanakönnun á vegum BBC, ABC-fréttastofunnar og fleiri í ljós. 10.9.2007 11:43 Íslenskir flugmenn eiga engan forgangsrétt í Lettlandi - forstjóri Icelandair Stjórn Icelandair telur að flugmenn félagsins eigi engan forgangsrétt á vinnu hjá lettneska dótturfyrirtækinu Letcharter. Icelandair hafi keypt flugfélag í fullum rekstri og starfsmenn þess hljóti að hafa sín atvinnuréttindi í sínu heimalandi. Talsverð truflun hefur orðið á flugi til og frá Íslandi vegna aðgerða íslenskra flugmanna. Þeir neita að fara með málið fyrir félagsdóm, eins og Icelandair hefur boðið þeim. 10.9.2007 11:14 Ríflega helmingur starfsmanna lánasýslunnar til Seðlabankans Þegar Lánasýsla ríkisins verður lögð niður og starfsemi hennar flutt til Seðlabanka Íslands mun ríflega helmingur starfsfólksins flytja með til að sinna verkefninu fyrir bankann. Alls eru 12 manns nú starfandi hjá Lánasýslunni. Sigurður Thoroddsen forstöðumaður Lánasýslunnar segir að Seðlabankinn muni yfirtaka launasamninga þeirra sem flytjast til bankans 10.9.2007 10:39 Vilja tafarlausar úrbætur á aðstöðu íþróttafréttamanna á Laugardalsvelli Gríðarleg óánægja er meðal íþróttafréttamanna vegna þeirrar aðstöðu sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á á nýuppgerðum Laugardalsvelli. Hafa Samtök íþróttafréttamanna sent bréf til sambandsins og fara fram tafarlausar úrbætur og afsökunarbeiðni frá KSÍ. 10.9.2007 10:33 Náttúruverndarsamtök í Þingeyjarsýslum ekki mótfallin borunum "Við erum algera gáttuð á þessum undarlegu tillögum og endalausu kærum frá SUNN. Þessi samtök hafa ekkert rætt við heimamenn," segir Sigurjón Benediktsson talsmaður HÚSGULL, samtaka náttúruverndarsinna á Húsavík. "Við teljum ekkert óeðlilegt við það að kannað sé hve mikil orka er undir þessu svæði." 10.9.2007 10:08 Metmjólkurframleiðsla á síðasta verðlagsári Heildarmjólkuframleiðsla hér á landi var um 125 milljónir lítra á síðasta verðlagsári og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 10.9.2007 09:52 Finna gömul flök en ekki Fossett Björgunarlið sem nú leitar að bandaríska ævintýramanninum Steve Fossett í Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum hafa fundið sex flugvélaflök sem aldrei hafa fundist áður, en ekkert hefur spurst til Fossets. 10.9.2007 08:34 Önnur umferð í Gvatemala Samkvæm fyrstu tölum þarf að efna til annarar umferðar í forsetakosningunum í Gvatemala sem fram fóru í gær. Hershöfðinginn fyrrverandi, Otto Perez Molina er með 26 prósent atkvæða en vinstrimaðurinn Alvaro Colom og stjórnarsinninn Alejandro Giammetti komu skammt á eftir en þeir fengju báðir 22 prósent atkvæða verði þetta lokatölur. 10.9.2007 08:29 Flugumferð á Jótlandi í eðlilegt horf Flugumferð til og frá Jótlandi er komin í eðlilegt horf á nýjan leik eftir að flugvél frá SAS flugfélaginu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Álaborg í gær. Rannsóknanefnd flugslysa hóf rannsókn á óhappinu í gær og hefur vélin verið flutt af flugbrautinni. 10.9.2007 08:26 Þráðormasýking í laxi Töluvert hefur borið á bólginni og jafnvel blæðandi gotrauf á nýgengnum laxi í ám í sumar, nánast í kringum allt landið. Þetta kemdur fram á vef Landbúnaðarstofnunar og að sömu einkenni hafi sést á laxi í að minnsta kosti einni á í fyrra. 10.9.2007 08:18 Sharif sendur aftur í útlegð Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawas Sharif, hefur verið sendur úr landi. Sharif snéri aftur úr útlegð í morgun og hafði hann lýst því yfir að hann hyggðist leiða baráttuna gegn forseta landsins, Pervez Musharaf í komandi kosningum. 10.9.2007 08:01 Þýska lögreglan leitar að 8 ára stúlku Lögreglan í Hannover í Þýskalandi leitar nú af hinni 8 ára gömlu stúlku Jenisu sem hefur saknað síðan á hádegi á föstudag. Stúlkan fór frá heimili sínu í þeim tilgangi að heimsækja frænku sína en ekkert hefur til hennar spurst síðan þá. Lögreglan útilokar ekki að stúlkunni hafi verið rænt. 9.9.2007 23:00 Tveir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Malasíu Tveir særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á heimasvæðum múslima í norðausturhluta Malasíu. Óeirðirnar brutust út í gærkvöldi þegar aðskilnaðarflokkur múslima sem krefst sjálfstæði frá Malasíu hélt útifund. 9.9.2007 22:45 ETA heitir frekari sprengjuárásum á Spáni Meðlimir í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA á Spáni heita því að halda áfram sprengjuárásum í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þau telja að friðarsamkomulagið sem gert var á síðasta ári sýni að það sé tilgangslaust að semja við núverandi stjórnvöld á Spáni. 9.9.2007 22:45 Aurskriða fellur í Sunndal í Noregi Flytja þurfta íbúa af heimilum sínum í Litjdalen við Sunndal í Noregi í gærkvöldi eftir að aurskriða féll á hús þeirra. Skriðan var um 20 metrar að breidd en nokkrar aurskriður hafa fallið í Sunndal og Romsdal í Noregi á undanförnum dögum. Engan sakaði. 9.9.2007 22:30 Sjá næstu 50 fréttir
Eins mánaðar dómur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Jafnframt var hann sviptur ökuleyfi ævilangt. 10.9.2007 16:21
Gagnagrunnar hafi lagastoð og lúti eftirliti Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafnar því að ekki sé heimild fyrir þeim gagnagrunnum sem greiningardeild embættisins hefur yfir að ráða. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu vegna forsíðufréttar í Fréttablaðinu í gær kemur fram að fyrir hendi sé sérstök reglugerð um meðferð persónupplýsinga hjá lögreglu. 10.9.2007 16:08
Engin gjöld á etanólið Ákveðið hefur verið að etanól, nýjasta viðbótin í flóru vistvæns eldsneytis hér á landi, verði undanþegið gjöldum. Vörugjald á bensín er 42,3 krónur á lítra, en 41 króna á díselolíu. 10.9.2007 15:59
Talibanar segjast tilbúnir til viðræðna Háttsettur talsmaður Talibana í Afganistan segir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna við ríkisstjórn Hamids Karzai, forseta landsins um að binda enda á sex ára skæruhernað. Karzai sendi Talibönum tilboð um viðræður, vegna vaxandi blóðsúthellinga í landinu. Hann sagði að friður næðist ekki ef menn töluðu ekki saman. 10.9.2007 15:44
Viðurkenni að aðstaðan var ekki nógu góð KSÍ hefur svarað bréfi Samtaka íþróttafréttamanna frá því morgun þar sem farið var fram á tafarlausar úrbætur á aðstöðu þeirra á Laugardalsvelli. Útspil KSÍ er að boða forsvarsmenn samtakanna á fund um hádegisbilið á morgun. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, viðurkennir í samtali við Vísi að aðstaðan hafi ekki verið góð. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna er þó ekki sáttur og býst við mæta í kraftgalla á næsta landsleik. 10.9.2007 15:35
Segja formann leikskólaráðs slá ryki í augu fólks Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á sveitarstjórnarmenn að grípa nú þegar til úrræða sem duga til þess að leysa mannekluna á leik- og grunnskólum og greiða þau laun sem nauðynleg eru til að tryggja stöðugleika í skólastarfi. Sakar sambandið formann leikskólaráðs borgarinnar um að slá ryki augu fólks. 10.9.2007 15:17
Allir netnotendur geta nú leitað að Fossett Allir netnotendur í heiminum geta nú tekið þátt í leitinni að auðkýfingnum Steve Fossett með því að greina svæðið sem hann hvarf á. Um er að ræða óvenjulegt samstarf milli Richard Branson vinar Fossett og net-fyrirtækjanna Amazon og Google. 10.9.2007 15:01
Fann fíkniefni og vopn í húsi í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvær konur á fertugsaldri og karlmann á fimmtugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli, vopnalagabrot og þjófnað. 10.9.2007 14:58
Undirbúa áfram aðgerðir gegn svikafyrirtækjum Stjórn AFLs starfsgreinasambands hyggst áfram undirbúa aðgerðir gegn fyrirtækjum sem ekki hafa upplýst um kjör og skráð erlent verkafólk eins og reglur gera ráð fyrir. Sambandið býður fram krafta sína í átak félagsmálaráðherra gegn slíkum fyrirtækjum. 10.9.2007 14:36
Búast ekki við frekari töfum á flugi Fundur fulltrúa Icelandair og flugmanna þess í hádeginu var jákvæður og skilaði málinu vel áleiðis, að sögn Sigmundar Halldórssonar, upplýsingafulltrúa. Annar fundur verður haldinn á miðvikudag og átti Sigmundur ekki von á því að frekari tafir yrðu á flugi. Deilan stendur um að flugmenn Icelandair vilja fá forgangsrétt á störfum hjá dótturfélaginu Letcharter, sem rekið er í Lettlandi. 10.9.2007 14:34
Time fær risasekt í Indónesíu Bandaríska vikuritið Time hefur verið dæmt í 107 milljóna dollara sekt fyrir hæstarétti í Indónesíu, fyrir að móðga fyrrverandi forseta landsins. Ástæðan fyrir málaferlum var sú að árið 1999 birti Time frétt þar sem því var haldið fram að Suharto fjölskyldan hefði safnað miklum auði meðan hann var forseti. 10.9.2007 14:24
23 létust í sprengingu í Mexíkó Í það minnsta 23 létust þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni lenti í árekstri við annan bíl og sprakk í loft upp í norðurhluta Mexíkó í dag. Sprengingin var að sögn mexíkóskra fjölmiðla svo öflug að hún skildi eftir sig tuttugu metra breiðan gíg í götunni. Flestir hinna látnu voru vegfarendur, og blaðamenn sem þustu að vettvangi slyssins og urðu fyrir sprengingunni. 10.9.2007 14:22
Skipti út ófölsuðum seðlum fyrir falsaða í kassa í Bónus Tveir karlmenn og kona hafa verið ákærð fyrir peningafölsun með því að hafa sett bæði falsaða eitt þúsund króna og fimm hundruð króna seðla í umferð og tekið ófalsaða í staðinn úr kassa í Bónus. 10.9.2007 14:18
Einkarekstur og fyrirtækjaleikskólar ekki lausnin Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. 10.9.2007 14:00
Nefnd kortleggur palestinskt ríki Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna náðu í dag samkomulagi um aðskipa sameiginlega nefnd til þess að kortleggja sjálfstætt ríki palestínumanna. Leiðtogunum er í mun að hafa náð einhverjum árangri áður en Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Miðausturlanda í næstu viku. 10.9.2007 13:49
Rangur skóli að ræna Ræningi í Kólumbíu valdi sér rangan skóla til þess að veifa skammbyssu sinni í. Hann ruddist inn með miklum bæggslagangi og heimtaði alla peninga sem allir væru með. Lögreglan kom mátulega fljótt á vettvang til þess að flytja hann á sjúkrahús. Sem betur fór var stutt þangað frá karate-skólanum. 10.9.2007 13:19
Mótmæla stóriðju á miðvikudag Hreyfingin Saving Iceland hyggst mótmæla fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá á miðvikudag en þann dag verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju víða um heim. 10.9.2007 12:46
Íþróttafréttamaður tæklaður í beinni Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbíleik fyrir utan leikvang í Melbourne þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. 10.9.2007 12:45
Abbas og Olmert funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hittust til að ræða mögulega stofnun palestínsk ríkis á fundi í Jerúsalem í morgun. Fundur leiðtoganna er haldinn svo þeir geti stillt saman strengi sína fyrir ráðstefnu um málið í nóvember sem Bandaríkjamenn hafa boðað til. 10.9.2007 12:30
Barinn í beinni Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbí leik fyrir utan leikvang í Melborun þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. Hópur manna réðst þá að fréttamanninum, Ben Davis, og gekk í skrokk á honum. 10.9.2007 12:30
Ekki vitað hvort hringormar spilli hrygningu Hringormar, sem kenndir er við hvali, herja nú á laxastofnana hér við land sem aldrei fyrr. Ekki er enn vitað hvort þeir kunni að spilla hrygningu laxa. 10.9.2007 12:30
Ákærður fyrir árás á leigubílstjóra Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður í héraðsdómi fyrir að ráðast á leigubílstjóra á Bústaðavegi 2. september síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir að veitast að leigubílstjóranum, þrítugri konu, og taka hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut klórfar hægra megin á hálsi og roðabletti vinstramegin. 10.9.2007 12:23
Hirsi Ali með fyrirlestur í hádeginu Sómalski rithöfundurinn Ayaan Hirsi Ali, sem fyrir tveimur árum var valin ein af 100 áhrifamestu mönnum heims af tímaritinu Time, verður með fyrirlestur á Bókmenntahátíð Reykjavíkur nú klukkan hálfeitt. 10.9.2007 12:20
Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. 10.9.2007 12:15
Kom og fór Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið. 10.9.2007 12:15
Reykingabannið á rétt á sér Reykingabannið á Írlandi virðist hafa dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum hjá Írum. Í könnun sem náði frá árunum fyrir reykingabannið til áranna eftir bannið kemur í ljós að tíðni hjarta og æðasjúkdóma drógst saman um 11 prósent, strax fyrsta árið efitr bannið. 10.9.2007 12:08
Meirihluti vill taka upp evruna Nærri helmingur Íslendinga eða 48 prósent eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mánuði. Þá vilja 53 prósent taka upp evruna. 10.9.2007 12:07
Kópavogur getur ekki fríað sig ábyrgð Mannekla leikskólanna er stærra vandamál en svo að bærinn geti fríað sig ábyrgð á starfsmannahaldi einkarekinna leikskóla, segir Áslaug Daníelsdóttir, leikskólastjóri á Hvarfi. Leikskólafulltrúi Kópavogsbæjar segir bæinn eingöngu bera faglega ábyrgð á slíkum leikskólum. 10.9.2007 12:05
14,7% launamunur hjá SFR Konur eru að jafnaði með þrjá fjórðu af launum karla samkvæmt nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Núverandi ríkisstjórn hyggst minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming innan fjögurra ára. 10.9.2007 11:57
Mikael Torfason hættur hjá Birtíngi Mikael Torfason hættur sem aðalritstjóri Birtíngs og ritstjóri Séð og heyrt. Tilkynnt var um þetta í morgun í tölvupósti til starfsmanna. Mikael hóf störf hjá Birtingi í fyrrasumar, fyrst sem ritstjóri Séð og heyrt og síðar sem aðalritstjóri Birtíngs. 10.9.2007 11:57
Telja öryggi sitt minna eftir herferð Bandaríkjamanna Sjö af hverjum tíu Írökum telja að öryggi á þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um í herferð sinni síðustu mánuði hafi versnað. Þetta leiðir skoðanakönnun á vegum BBC, ABC-fréttastofunnar og fleiri í ljós. 10.9.2007 11:43
Íslenskir flugmenn eiga engan forgangsrétt í Lettlandi - forstjóri Icelandair Stjórn Icelandair telur að flugmenn félagsins eigi engan forgangsrétt á vinnu hjá lettneska dótturfyrirtækinu Letcharter. Icelandair hafi keypt flugfélag í fullum rekstri og starfsmenn þess hljóti að hafa sín atvinnuréttindi í sínu heimalandi. Talsverð truflun hefur orðið á flugi til og frá Íslandi vegna aðgerða íslenskra flugmanna. Þeir neita að fara með málið fyrir félagsdóm, eins og Icelandair hefur boðið þeim. 10.9.2007 11:14
Ríflega helmingur starfsmanna lánasýslunnar til Seðlabankans Þegar Lánasýsla ríkisins verður lögð niður og starfsemi hennar flutt til Seðlabanka Íslands mun ríflega helmingur starfsfólksins flytja með til að sinna verkefninu fyrir bankann. Alls eru 12 manns nú starfandi hjá Lánasýslunni. Sigurður Thoroddsen forstöðumaður Lánasýslunnar segir að Seðlabankinn muni yfirtaka launasamninga þeirra sem flytjast til bankans 10.9.2007 10:39
Vilja tafarlausar úrbætur á aðstöðu íþróttafréttamanna á Laugardalsvelli Gríðarleg óánægja er meðal íþróttafréttamanna vegna þeirrar aðstöðu sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á á nýuppgerðum Laugardalsvelli. Hafa Samtök íþróttafréttamanna sent bréf til sambandsins og fara fram tafarlausar úrbætur og afsökunarbeiðni frá KSÍ. 10.9.2007 10:33
Náttúruverndarsamtök í Þingeyjarsýslum ekki mótfallin borunum "Við erum algera gáttuð á þessum undarlegu tillögum og endalausu kærum frá SUNN. Þessi samtök hafa ekkert rætt við heimamenn," segir Sigurjón Benediktsson talsmaður HÚSGULL, samtaka náttúruverndarsinna á Húsavík. "Við teljum ekkert óeðlilegt við það að kannað sé hve mikil orka er undir þessu svæði." 10.9.2007 10:08
Metmjólkurframleiðsla á síðasta verðlagsári Heildarmjólkuframleiðsla hér á landi var um 125 milljónir lítra á síðasta verðlagsári og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 10.9.2007 09:52
Finna gömul flök en ekki Fossett Björgunarlið sem nú leitar að bandaríska ævintýramanninum Steve Fossett í Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum hafa fundið sex flugvélaflök sem aldrei hafa fundist áður, en ekkert hefur spurst til Fossets. 10.9.2007 08:34
Önnur umferð í Gvatemala Samkvæm fyrstu tölum þarf að efna til annarar umferðar í forsetakosningunum í Gvatemala sem fram fóru í gær. Hershöfðinginn fyrrverandi, Otto Perez Molina er með 26 prósent atkvæða en vinstrimaðurinn Alvaro Colom og stjórnarsinninn Alejandro Giammetti komu skammt á eftir en þeir fengju báðir 22 prósent atkvæða verði þetta lokatölur. 10.9.2007 08:29
Flugumferð á Jótlandi í eðlilegt horf Flugumferð til og frá Jótlandi er komin í eðlilegt horf á nýjan leik eftir að flugvél frá SAS flugfélaginu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Álaborg í gær. Rannsóknanefnd flugslysa hóf rannsókn á óhappinu í gær og hefur vélin verið flutt af flugbrautinni. 10.9.2007 08:26
Þráðormasýking í laxi Töluvert hefur borið á bólginni og jafnvel blæðandi gotrauf á nýgengnum laxi í ám í sumar, nánast í kringum allt landið. Þetta kemdur fram á vef Landbúnaðarstofnunar og að sömu einkenni hafi sést á laxi í að minnsta kosti einni á í fyrra. 10.9.2007 08:18
Sharif sendur aftur í útlegð Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawas Sharif, hefur verið sendur úr landi. Sharif snéri aftur úr útlegð í morgun og hafði hann lýst því yfir að hann hyggðist leiða baráttuna gegn forseta landsins, Pervez Musharaf í komandi kosningum. 10.9.2007 08:01
Þýska lögreglan leitar að 8 ára stúlku Lögreglan í Hannover í Þýskalandi leitar nú af hinni 8 ára gömlu stúlku Jenisu sem hefur saknað síðan á hádegi á föstudag. Stúlkan fór frá heimili sínu í þeim tilgangi að heimsækja frænku sína en ekkert hefur til hennar spurst síðan þá. Lögreglan útilokar ekki að stúlkunni hafi verið rænt. 9.9.2007 23:00
Tveir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Malasíu Tveir særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á heimasvæðum múslima í norðausturhluta Malasíu. Óeirðirnar brutust út í gærkvöldi þegar aðskilnaðarflokkur múslima sem krefst sjálfstæði frá Malasíu hélt útifund. 9.9.2007 22:45
ETA heitir frekari sprengjuárásum á Spáni Meðlimir í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA á Spáni heita því að halda áfram sprengjuárásum í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þau telja að friðarsamkomulagið sem gert var á síðasta ári sýni að það sé tilgangslaust að semja við núverandi stjórnvöld á Spáni. 9.9.2007 22:45
Aurskriða fellur í Sunndal í Noregi Flytja þurfta íbúa af heimilum sínum í Litjdalen við Sunndal í Noregi í gærkvöldi eftir að aurskriða féll á hús þeirra. Skriðan var um 20 metrar að breidd en nokkrar aurskriður hafa fallið í Sunndal og Romsdal í Noregi á undanförnum dögum. Engan sakaði. 9.9.2007 22:30