Innlent

Annríki hjá björgunarsveitum um helgina

Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu víðsvegar um landið.
Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu víðsvegar um landið.

Nýliðin helgi var annasöm hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meðal verkefna björgunarsveitanna voru útkall í Víta við Öskju þar sem kona lenti í skriðu. Útkall var vegna bíls sem festistí Tungnaá. Slasaður hestamaður var sóttur að Ábæ í Skagafirði og vélarvana bátur var dreginn til hafnar í Grindavík.

Sjálfboðaliðar Landsbjargar sáu einnig um gæslu á tónleikum á Miklatúni og í Reykjavíkurmaraþoni. Auk þess voru þeir á næturgöngu á Menningarnótt og sáu um strandgæslu. Þá var flugeldasýningin á Menningarnótt í umsjón björgunarsveita.

Þá sáu félagar í björgunarsveitum um gæslu við Töðugjöld á Hellu og á dönskum dögum í Stykkishólmi þar sem þeir stóðu að flugeldasýningu.

Ekki er þó allt upptalið því auk alls þessa var fjöldi sjálfboðaliða við ýmis störf, svo sem fjáröflun, viðhald tækja og þjálfun, eins og nær alla daga ársins, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×