Innlent

Hlutfall fagmenntaðra 99% í grunnskólum á Akureyri.

Vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri í ár. Enn er þó óráðið í 1-2 stöður vegna forfalla. Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna sé 99% og að mikill stöðugleiki hafi einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár.



2570 nemendur munu stunda nám í grunnskólunum í vetur. Þar af eru um 260 nemendur í 1. bekk, að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Brekkuskóli verður fjölmennastur með um 540 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 20. Þá munu 28 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár.

Svipað er uppi á teningnum í leikskólum bæjarins. Þar eru um 75% starfsmanna fagmenntuð og skólarnir svo að segja fullmannaðir. Þar af eru um 260 nemendur í 1. bekk, að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Brekkuskóli verður fjölmennastur með um 540 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 20. Þá munu 28 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×