Innlent

Má aðeins vísa grunnskólanemum úr skóla fyrir fíkniefnasölu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Óheimilt verður að vísa nemanda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema annað skólaúrræði sé tryggt fyrir hann samkvæmt nýjum verkferlum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Gera má undantekningu ef nemandi hefur orðið uppvís að fíkniefnasölu en þá má vísa nemanda úr skóla á meðan lögregla og Barnavernd rannsaka málið.

Fram kemur í tilkynningu frá menntasviði að með samræmdum aðgerðum sé stefnt að því að skýra hlutverk skólastjórnenda, ráðgjafa í þjónustumiðstöðvum borgarinnar og úrskurðaraðila þannig að hvergi fari á milli mála að rétt hafi verið tekið á málum. Er hér um að ræða vegvísa fyrir skólastjórnendur um hvernig taka á eigi á öllum agabrotum, allt frá brotum á skólareglum til alvarlegra lögbrota, brottvísunar úr skóla og samskipta við lögreglu og Barnavernd.

Öll brot og aðgerðir verða framvegis bókuð í skólaumsjónarkerfið Mentor og skjalfest með bréfi. Þá er skýrt skilið á milli ráðgjafar og úrskurðar og þannig komið í veg fyrir vanhæfni aðila sem að málinu kunna að koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×