Fleiri fréttir

Dæmdur fyrir vörslu fíkniefna á Þjóðhátíð

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til sektargreiðslu fyrir að hafa í vörslu sinni um 15 grömm af amfetamíni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Fíkniefnin fundust á manninum við reglubundið eftirlit lögreglu í Herjólfsdal og var hann upphaflega ákærður fyrir að hafa efnið í fórum sínum í söluskyni.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Þá var honum gert að greiða 80 þúsund krónur í sakarkostnað og tæpar 31 þúsund krónur fyrir læknisvottorð fórnarlambsins.

Mannræningjar Margaret Hill segja hana heila á húfi

Mannræningjar Margaret Hill, stúlkunnar sem rænt var í borginni Port Harcourt í Suður- Nígeríu í morgun, hafa haft samband við föður hennar og sagt að hún sé heil á húfi. Faðir hinnar þriggja ára gömlu Margrétar starfar hjá olíufyrirtæki í borginni en stúlkunni var rænt úr bíl, af vopnuðum byssumönnum.

Starfsemi heimilis við Njálsgötu í fullu samræmi við skyldur borgarinnar

Starfsemi heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu er fullu samræmi við skyldur Reykjavíkurborgar og ekki í ósamræmi við gildandi skipulag hverfisins. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti lögmanns Reykjavíkurborgar. Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að hefja starfsemi hemilisins næsta haust þrátt fyrir mótmæli margra íbúa í hverfinu.

Krefjast þess að fatlaðir fái greidd umsamin laun

Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni Hins hússins og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann en mótmælir því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup.

Mannréttindardómstóllinn dæmir íslenska ríkið skaðabótaskylt

Mannréttindardómstóll Evrópu hefur úrskurðað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart níu ára gamalli stúlku vegna læknamistaka. Alls er ríkinu gert að greiða stúlkunni 6,4 milljónir króna í bætur auk 1,5 milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi stúlkunni 28,5 milljónir króna í bætur árið 2002 en Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfunni tveimur árum seinna. Samkvæmt úrskurði Mannréttindardómstólsins fékk stúlkan ekki réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti.

Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð

Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili.

Talið ólíklegt að maður grunaður um hryðjuverk sé hér á landi

Bresk lögregluyfirvöld hafa ekki óskað liðsinnis íslenskra yfirvalda við að hafa uppi á manni sem indverskt dagblað segir að sé mögulega á Íslandi. Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðunum í London og í Glasgow á dögunum. Í ljósi þess að engin beiðni um aðstoð hefur borist frá Bretlandi er því talið ólíklegt að maðurinn sé staddur hér á landi.

Lekanda- og klamydíutilfellum fjölgar mikið

Mun fleiri greindust smitaðir af lekanda á síðasta ári miðað við árin þar á undan samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Landlæknisembættisins. Alls greindust 31 einstaklingur með lekanda á síðasta ári en árið þar á undan voru þeir 19. Þá greindust einnig fleiri klamydíutilfelli á síðasta ári miðað við fyrra ár.

Norrænir biskupar funda í Reykjavík

Nú stendur yfir í Reykjavík fundur allra biskupa lúthersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum. Slíkur fundur er haldinn á þriggja ára fresti og var síðast haldinn hér fyrir 15 árum. Að þessu sinni taka 39 biskupar þátt í fundinum, 36 biskupar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi og þrír frá Íslandi.

Bjarni biðst afsökunar á markinu

Síðara mark Bjarna Guðjónssonar, sem tryggði ÍA 2-1 sigur á Keflavík í gær, er umdeilt. Keflvíkingar héldu að Bjarni myndi afhenda þeim boltann þar sem leikur hafði stöðvast en Bjarni skaut frá miðju og skoraði. Það mark skildi liðin að í leikslok. Bjarni biðst afsökunar á markinu. Hann segist ekki hafa ætlað að skora.

Varað við tjörublæðingum á Þingvallavegi

Miklar tjörublæðingar eru á Þingvallavegi frá Vinaskógi að Grafningsvegamótum samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Eru ökumenn beðnir um að fara varlega og aka undir fimmtíu kílómetra hraða á vegarkaflanum.

Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu

Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt.

Landlæknir gerir athugasemdir við framgöngu vísindamanna

Mistök hjá Landlæknisembættinu urðu þess valdandi að vísindamönnum var veittur aðgangur að gögnum yfir umsóknir um fóstureyðingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu. Í umsókn vísindamannanna var gefið til kynna að nauðsynleg leyfi lægju fyrir en nokkru síðar kom í ljós að svo var ekki. Embættið gerir athugasemdir við framgöngu vísindamannanna.

Á þriðja tug létust í sprengingu í Kína

25 manns biðu bana í sprengingu í næturklúbbi í norðausturhluta Kína í gær. Auk þeirra látnu slösuðust 33 að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Yfirvöld á svæðinu hafa ekkert viljað gefa uppi um mögulegar ástæður sprengingunnar né hve illa haldnir hinir slösuðu séu. Heimildarmenn Reuters á staðnum segja að verið sé að rannsaka hvort sprengingin hafi verið óhapp eða af ásetningi.

Rútuslys í Mexíkó

Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó. Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið.

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London fyrr í morgun. Óhappið átti sér stað á milli Bethnal Green og Mile End stöðvanna. Óstaðfestar fregnir herma að hundruðir manna hafi verið í lestinni en lögregla segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk geti verið að ræða. Einn er talinn hafa slasast í óhappinu.

Gistinóttum fjölgar á milli ára

Gistinóttum á hótelum í síðastliðnum maímánuði fjölgaði um 14 prósent milli ára samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Alls voru gistinætur 116 þúsund í maí en á sama tíma í fyrra voru þær um 101 þúsund talsins. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum en á Austurlandi stóð fjöldinn í stað milli ára.

Landlæknir veitti aðgang að gögnum í óleyfi

Landlæknisembættið veitti aðgang að persónuupplýsingum um fóstureyðingar kvenna án þess að leyfi væri fyrir því. Upplýsingarnar átti að nota í framhaldsrannsókn. Embættið segir um mistök að ræða.

Bjarni þurfti lögregluvernd eftir leik gærkvöldsins

Bjarni Guðjónsson leikmaður Íþróttabandalags Akraness þurfti að fá lögregluvernd eftir leik ÍA og Keflavíkur á Akranesi í gærkvöldi. Nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðsins mislíkaði að hann skyldi hafa skorað mark þegar leikmaður lá meiddur á vellinum í stað þess að sparka út af. Lögregla telur að ekki verði eftirmáli af hennar hálfu en ekki liggur fyrir hvort aganefnd Knattspyrnusambandsins lætur málið til sín taka.

Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak

Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar.

Landsbankinn fékk jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar

Landsbanki Íslands í Smáralind hlaut viðurkenningu jafnréttisnefndar Kópavogsbæjar í ár. Afhendingin fór fram í Bóksafni Kópavogs 4. júlí. Við það tækifæri var jafnframt opnuð örsýning um líf og störf Huldu Jakobsdóttur. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti bæjarstjóra á Íslandi. Hún var bæjarstjóri frá 1957-1962.

Nýtt myndband frá al Qaida

Nýtt myndband með myndum af Ayman al-Zawahri, næstráðenda al Qaida, var birt í dag. Þar hvetur hann múslima til dáða í heilögu stríði.

Alltof lág endurgreiðsla

Það þarf að breyta gjaldskrá tryggingastofnunar segir Reyni Jónsson tryggingayfirtannlæknir, en fleira þarf að koma til. Hann segir að almennt fái fólk um fjórðungi of lítið endurgreitt vegna þess að gjaldskráin sé úrelt. Allt sem þar bætist ofan á stafi af mismunandi verði hjá tannlæknum. Ísland í dag tók Reyni Jónsson tali.

Eldar brenna á Frönsku Riveriunni

Eldur braust út á Frönsku Riveriunni í dag og þurftu fjöldamargir ferðamenn að yfirgefa aðsetur sín vegna þeirra. Eldurinn braust út á bílastæði nærri Antibes og breiddist út meðfram hraðbrautinni.

Varasamt að setja myndir af börnum á veraldarvefinn

Lögreglan í Danmörku varar fólk við því að setja fjölskyldumyndir af fáklæddum börnum úr sumarfríum á veraldarvefinn. Søren Thomassen, yfirmaður hjá tölvuglæpadeild dönsku lögreglunnar, segir í samtali við danska blaðið Politiken að fjölmargir barnaníðingar hafi aðgang að forritum sem geti breytt myndunum með vafasömum hætti.

Móta aðgerðir til að mæta kvótaskerðingu

Ríkisstjórnarflokkarnir móta nú aðgerðir til að mæta yfirvofandi kvótaskerðingu næsta fiskveiðiárs. Gripið verður til sértækra aðgerða til að styrkja atvinnulífið á stöðum sem hvað verst verða úti.

Millilandaflug eykst á milli ára

Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um 7,2% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélum í almennu flugi fjölgaði um 13% en viðkoma herflugvéla hefur minnkað um 45%.

Ekki kúvending segir ráðherra

Félagsmálaráðherra lækkaði í gær lánshlutfall íbúðalána Íbúðalánasjóðs en hún gagnrýndi harðlega á síðasta ári samskonar aðgerð ríkisstjórnarinnar. Þetta virðist kúvending en Jóhanna segir margt ólíkt með aðgerðunum því nú verði félagslegur þáttur húsnæðislánakerfisins efldur.

Alþingi vill að þingmenn noti þjónustu Símans

Alþingi hefur beint þeim tilmælum til þingmanna sem eru í viðskiptum við önnur símafyrirtæki en Símann að þeir færi viðskipti sín til Símans. Forsvarsmenn Vodafone eru ekki par sáttir við tilmælin.

Fimmtán ára Reykjavíkurmær heldur sína fyrstu tískusýningu

Fimmtán ára Reykjavíkurmær segist ekkert smeyk við að halda sína fyrstu tískusýningu. Hún sýnir á næstunni rúmlega tuttugu samkvæmiskjóla, hettupeysur og pils sem hún hefur saumað undanfarna mánuði. Hún hvetur alla til að láta drauma sína rætast.

Aukin vatnsneysla Reykvíkinga jafnast á við neyslu allra í Kópavogi

Aukin vatnsnotkun Reykjavíkinga í þurrkunum að undanförnu samsvarar allri vatnsnotkun Kópavogsbúa. Hiti og þurrkur á landinu hafa verið langt yfir meðallagi í júní. Fádæma þurrt hefur verið norðaustanlands og hefur aldrei mælst jafnlítil úrkoma í júní á Akureyri og nú. Í Reykjavík samsvaraði úrkoman helmingi meðalúrkomu. Þessir þurrkar hafa kallað á mikla vatnsnotkun í Reykjavík sem náði hámarki í lok júní þegar rennslið frá vatnstökusvæðum borgarinnar fór í 1,100 lítra á sekúndu.

Miklu meira um frjóofnæmi nú en í fyrra

Margfalt fleiri ofnæmistilvik hafa komið upp í sumar en á meðalsumri vegna hlýinda og langvarandi þurrka. Grasfrjókorn eru upp í mánuði fyrr á ferðinni en venjulega.

Sex kanadískir hermenn létust

Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum.

Morgunblaðið sakað um að lána stjórnanda fé

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, sakar Morgunblaðið um tvískinnung í blaðinu í dag en hann segir að blaðið haldi því fram að Baugur hafi lánað fé til stjórnenda félagsins á sama tíma og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins hafi lánað einum stjórnenda sinna umtalsverðar fjárhæðir.

Evrópusambandið slær í gegn á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum.

Heimili fyrir heimilislausa opnað á Njálsgötu

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað formlega í dag að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu í Reykjavík. Ákveðið var að koma til móts við gagnrýnisraddir íbúa á Njálsgötu með því að hafa heimilismenn 8 en ekki 10

Sannreynt af hverjum múmía er

Ráðist verður DNA próf til sannreyna hvort múmía sem fannst sé af egypska faraónum Tuthmosis fyrsta, eins og talið hefur verið. Efasemdaraddir segja nú að múmían sé af öðrum óþekktum manni.

Landsmót UMFÍ sett á morgun

Risalandsmót UMFÍ verður sett á Kópavogsvelli á morgun, fimmtudaginn 5. júlí klukkan 20. Mótið er haldið í Kópavogi og stendur yfir dagana 5. - 8. júlí.

Íslendingar og Indverjar í samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna

Íslensk og indversk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði jarðskjálftamælinga. Von er á tveimur indverskum vísindamönnum hingað til lands til að kynna sér tækni á Íslandi á sviði jarðskjálftamælinga. Fyrsti áfangi samkomulagsins var undirritaður í dag milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands sem mun sjá um framkvæmd samstarfsins.

Sjá næstu 50 fréttir