Innlent

Alþingi vill að þingmenn noti þjónustu Símans

Alþingi hefur beint þeim tilmælum til þingmanna sem eru í viðskiptum við önnur símafyrirtæki en Símann að þeir færi viðskipti sín til Símans. Forsvarsmenn Vodafone eru ekki par sáttir við tilmælin.

Alþingi greiðir símareikninga þingmanna. Fyrir skömmu sendi skrifstofa þingsins bréf til þingmanna sem eru í viðskiptum við aðra aðila en Símann. Þar bentu þeir þeim á að Alþingi væri með rammasamning við Símann og að það væri til þæginda fyrir Alþingi ef þeir færðu viðskipti sín þangað.

Forsvarsmenn Vodafone sem er í samkeppni við Símann eru ekki sáttir við bréfið og telja þetta þetta óeðlilega viðskiptahætti.

Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir eðlilegt að Alþingi sendi tilmæli til þingmanna um að beina viðskiptum sínum að Símanum þar sem Alþingi greiði símreikninga þeirra og er með rammasamning við Símann. Ef þingmenn vilji ekki færa viðskipti sín þá sé það í lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×