Innlent

Landsmót UMFÍ sett á morgun

Örn Árnason verður kynnir á setningahátíðinni.
Örn Árnason verður kynnir á setningahátíðinni. Mynd/ Visir.is
Risalandsmót UMFÍ verður sett á Kópavogsvelli á morgun, fimmtudaginn 5. júlí klukkan 20. Mótið verður haldið í Kópavogi og stendur yfir dagana 5. - 8. júlí.

„Kynnir á opnunarhátíðinni er leikarinn geðþekki, Örn Árnason. Skólahljómsveit Kópavogs leikur ásamt kórum Kársnes- og Snælandsskóla. Friðrik Ómar syngur með kórunum. Þá munu tenórsöngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Gunnar Guðbjörnsson og Björn Jónsson syngja. Hera Björk, Regína Ósk, Margrét Eir og Heiða Ólafs þenja raddböndin og Eiríkur Hauksson kemur til landsins af þessu tilefni og tekur lagið. Birgitta Haukdal og Jónsi munu flytja landsmótslagið sem samið var sérstaklega af Trausta Bjarnasyni fyrir hátíðina og svo munu Götuleikhús Kópavogs, leikhópurinn Kærleikur og fjöllistamenn frá Hinu Húsinu koma fram. Einnig ber að nefna glæsilega fimleikasýningu og glímusýningu sem æfðar hafa verið sérstaklega fyrir hátíðina.

Keppt verður í 800 metra hlaupi og þáttakendur á mótinu ganga fylktu liði inn á völlinn. Forseti Íslands, menntamálaráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og formaður UMFÍ munu heiðra samkomuna sem verður hin glæsilegasta í alla staði.

Ungmennafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu og af því tilefni er efnt

til stærsta landsmóts sem haldið hefur verið hér á landi," segir í fréttatilkynningu frá UMFÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×