Innlent

Gistinóttum fjölgar á milli ára

Fleiri gista á hótelum.
Fleiri gista á hótelum. MYND/VG

Gistinóttum á hótelum í síðastliðnum maímánuði fjölgaði um 14 prósent milli ára samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Alls voru gistinætur 116 þúsund í maí en á sama tíma í fyrra voru þær um 101 þúsund talsins. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum en á Austurlandi stóð fjöldinn í stað milli ára.

Samkvæmt Hagstofunni má rekja fjölgun gistinátta á hótelum í maí bæði til Íslendinga og útlendinga. Í öllum landshlutum fjölgaði gistinóttum nema á Austurlandi þar sem fjöldinn stóð í stað. Flestar gistinætur mældust á höfuðborgarsvæðinu um 83 þúsund talsins.

Þá kemur einnig fram í frétt Hagstofunnar að gistirými á hótelum í maímánuði hafi aukist milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 3.790 í 4.390. Hótel sem opin voru í síðastliðnum maímánuði voru 78 en á sama tíma í fyrra voru þau 75.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×