Fleiri fréttir Bitnar verst á landsbyggðinni Lækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs bitnar nær eingöngu á landsbyggðinni að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir einboðið að lækkun sjóðsins hafi hverfandi áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Kristinn til þess að landsbyggðarfólk nýti sér mun oftar hámarkslán sjóðsins en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Þá efast Kristinn um að lækkunin komi til með að stuðla að lækkun verðbólgu. 4.7.2007 15:10 Færir Landspítalanum 30 milljónir króna að gjöf Bent Scheving Thorsteinsson hefur fært Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi 30 milljónir króna að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjarta- og lungnalækninga. 4.7.2007 14:49 Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti. 4.7.2007 14:48 Kristín A. Árnadóttir stýrir framboði Íslands til Öryggisráðsins Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Kristínu A. Árnadóttur, skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur, til að stýra framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kosningar fara fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. 4.7.2007 14:19 Fíkniefnahundar fundu vel falin fíkniefni Fíkniefnahundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni í fjórum bifreiðum um helgina. Að sögn lögreglunnar voru efnin afar vel falin og hefðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lögreglumanna. 4.7.2007 14:14 Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný. 4.7.2007 14:12 Eðlilegt að gert sé áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar Niðurstaða Flóahrepps um að fresta ákvarðanatöku um aðalskipulag í tengslum við Urriðafossvirkjun kemur formanni samtakanna Sól í Flóa ekki á óvart. Hann segir ljóst að miðað við umfang fyrirhugaðra virkjunaframkvæmda sé eðlilegt að gert sé áhættumat líkt sveitarstjórnin hefur nú ákveðið. 4.7.2007 14:04 Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. 4.7.2007 13:55 Breska lögreglan finnur sjálfsmorðsbréf Breska lögreglan hefur fundið sjálfsmorðsbréf í tengslum handtöku tveggja manna sem lögðu sprengjuhlöðnum bíl við flugvöllinn í Glasgow síðastliðinn laugardag, að því er CNN fréttastofan greinir frá. 4.7.2007 13:36 Mikil uppbygging fyrirhuguð í Hveragerðisbæ Samningur Hveragerðisbæjar og verktakafyrirtækisins Kambalands ehf um uppbyggingu íbúðabyggðar vestan við núverandi byggð verður undirritaður á morgun. Kambaland keypti svæðið af bænum á 55 milljónir en þar verða byggðar íbúðir fyrir allt að 680 manns. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir áætlanir gera ráð fyrir að íbúafjöldi bæjarins muni aukast um allt að þriðjung á kjörtímabilinu. 4.7.2007 13:24 Geysir Green Energy leitar réttar síns Geysir Green Energy ætlar að leita réttar síns vegna samnings sem fyrirtækið telur að hafi verið komin á um kaup á 10% hlut Grindavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Í bréfi sem fyrirtækið sendi einkavæðingarnefnd í gær er vakin athygli á þessu en Grindvíkingar tilkynntu nefndinni að sveitarfélagið hyggðist nýta sér forkaupsrétt á hlut ríkisins í Hitaveitunni. 4.7.2007 13:10 Flóahreppur frestar ákvarðanatöku um Urriðafossvirkjun Ákvarðanatöku um aðalskipulag Flóahrepps hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Oddviti hreppsins segir sveitastjórnina vilja afla frekari upplýsinga um áhættumat og leggja mat á mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar. 4.7.2007 12:59 Mörg fíkniefnamál á borð lögreglunnar Lögreglumenn þurftu að vakta tvo fíkniefnaneytendur, sem fluttir höfðu verið á slysadeild Landsspítalans vegna ofneyslu í nótt. Ýmiskonar fleiri fíkniefnamál komu til kasta hennar áður en nóttin var öll. 4.7.2007 12:54 Gjaldskrá Tryggingastofnunar úrelt Gjaldskrá Tryggingastofnunar er úrelt og ekki í takti við almenna verð- og launaþróun í samfélaginu segir stjórnarmaður Tannlæknafélagsins. Samkvæmt lögum eigi fólk að fá um 70 % af tannlæknakostnaði endurgreiddan en það sé í orði en ekki á borði. 4.7.2007 12:49 Yfir fimm hundruð stúdentar hafa gefist upp Meira en fimm hundruð róttækir múslímskir stúdentar hafa gefist upp eftir átök við Rauðu moskuna (Lal Masjid) í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem hófust í gær. Á milli 2.000 - 5.000 stúdentar eru þó enn inni í moskunni sem umkringd er af hersveitum og lögreglu í Pakistan. 4.7.2007 12:16 Varað við töfum á umferð á Þingvallavegi Reiknað er með töfum á umferð á Þingvallavegi frá Skálafelli að Gljúfrasteini í dag og næstu daga vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 4.7.2007 11:52 Jóhanna skipar nefnd um félagslega þáttinn Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að skipa nefnd til að vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins. Þetta á að gera í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% sem tekur gildi í dag. 4.7.2007 11:41 Yfirvöld í Ástralíu fá 48 klukkustunda frest til að halda indverskum lækni Dómari hefur gefið yfirvöldum í Ástralíu 48 klukkustunda frest til að halda indverskum lækni, sem handtekinn var í gær, án ákæru. Læknirinn Mohammed Haneef var handtekinn í tenglsum við sprengjutilræðin á Bretlandseyjum um síðustu helgi. 4.7.2007 11:32 Von á 30 flóttamönnum frá Kólumbíu Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að bjóða 30 flóttamönnum frá Kólumbíu hæli hér á landi en reiknað er með að hópurinn komi hingað til lands í septembermánuði. Um er ræða 10 konur og 20 börn og mun Reykjavíkurborg taka á móti hópnum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.7.2007 11:24 Katrín Júlíusdóttir valin formaður þingmannanefndar EFTA og EES Katrín Júlíusdóttir alþingismaður var valinn formaður þingmannanefndar EFTA og þingmannanefndar EES á fundum nefndarinnar í Vaduz í Liechtenstein á dögunum. Ísland fer með forystu í nefndunum tveimur í ár. 4.7.2007 10:49 Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar. 4.7.2007 10:41 Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.7.2007 10:22 Vantar 0.8 sekúndur upp á Ólympíulágmarkið Hinn 20 ára gamli Oscar Pistorius sem er fljótasti aflimaði maður heims er staddur hér á landi. Oskar sem er frá Suður Afríku á best 46.56 sekúndur í 400 metra hlaupi sem er hans grein. Hann vantar 0.8 sekúndur til að ná lágmarkinu í þeirri grein fyrir Ólympíuleikana. Pistorius er heimsmethafi í 100, 200 og 400 metra hlaupi í flokki aflimaðra og besti tími hans í 100 metrum er 10.91 sekúnda. 4.7.2007 10:07 Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína 4.7.2007 09:44 12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 4.7.2007 09:27 Íhuga að draga úr viðbúnaði Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu. 4.7.2007 08:36 Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls í fyrra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem ákvað í gær að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og hámarkslán líka, gagnrýndi samskonar aðgerð þáverandi ríkisstjórnar harðlega á heimasíðu sinni í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnrssonar alþingismanns. 4.7.2007 08:12 MEND aflýsir vopnahléi Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna. 4.7.2007 08:11 Atlantis komin á endapunkt Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu. 4.7.2007 16:15 Bush útilokar ekki að Libby verði náðaður að fullu George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann muni náða Lewis Libby algerlega. Ákvörðun forsetans um að aflétta fangelsisdómi yfir Libby hefur vakið mikil viðbrögð meðal demókrata. 3.7.2007 21:46 Giuliani vel settur fjárhagslega Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans. 3.7.2007 21:03 Annríki í sjúkraflugi Mikið annaríki hefur verið við sjúkraflug hjá Slökkviliði Akureyrar það sem af er ári. Í byrjun júlí í fyrra hafði 193 flug verið flogið en í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga. Þetta samsvarar um 13 % aukningu á milli ára. 3.7.2007 20:16 Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra. 3.7.2007 20:00 Dautt kameldýr í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær. 3.7.2007 19:31 Átök í Íslamabad Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir. 3.7.2007 19:29 Margir þeirra sem orsaka banaslys eru með fjölda ökupunkta Flest banaslys á síðasta ári mátti rekja til hraða- og ölvunaraksturs. Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá. 3.7.2007 19:28 Hrökklaðist úr embætti Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. 3.7.2007 19:27 Enginn eldur í Eldingunni 2 Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann. 3.7.2007 19:26 Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. 3.7.2007 19:24 Sjávarbyggðir sérstaklega styrktar Ríkisstjórnin ætlar að styrkja sjávarbyggðir sérstaklega vegna yfirvofandi niðurskurðar í þorskveiðum á næsta ári. Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að verulega þurfi að draga úr veiðunum. 3.7.2007 19:14 Áfram bitist um Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin fóru of bratt í átt til einkavæðingar orkufyrirtækja áður en pólitísk heildarstefna hefur verið mörkuð á því sviði segir viðskitptaráðherra og starfandi iðnaðaráðherra. Fjármálráðherra furðar sig á kapphlaupinu um Hitaveitu Suðurnesja. Aðkoma Orkuveitu Reykajvíkur er á skjön við stefnumörkun sem síðasta ríkisstjórn setti í einkavæðingarmálum. 3.7.2007 19:12 Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. 3.7.2007 18:45 36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. 3.7.2007 18:30 6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. 3.7.2007 18:30 Ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 3.7.2007 16:48 Sjá næstu 50 fréttir
Bitnar verst á landsbyggðinni Lækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs bitnar nær eingöngu á landsbyggðinni að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir einboðið að lækkun sjóðsins hafi hverfandi áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Kristinn til þess að landsbyggðarfólk nýti sér mun oftar hámarkslán sjóðsins en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Þá efast Kristinn um að lækkunin komi til með að stuðla að lækkun verðbólgu. 4.7.2007 15:10
Færir Landspítalanum 30 milljónir króna að gjöf Bent Scheving Thorsteinsson hefur fært Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi 30 milljónir króna að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjarta- og lungnalækninga. 4.7.2007 14:49
Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti. 4.7.2007 14:48
Kristín A. Árnadóttir stýrir framboði Íslands til Öryggisráðsins Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Kristínu A. Árnadóttur, skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur, til að stýra framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kosningar fara fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. 4.7.2007 14:19
Fíkniefnahundar fundu vel falin fíkniefni Fíkniefnahundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni í fjórum bifreiðum um helgina. Að sögn lögreglunnar voru efnin afar vel falin og hefðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lögreglumanna. 4.7.2007 14:14
Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný. 4.7.2007 14:12
Eðlilegt að gert sé áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar Niðurstaða Flóahrepps um að fresta ákvarðanatöku um aðalskipulag í tengslum við Urriðafossvirkjun kemur formanni samtakanna Sól í Flóa ekki á óvart. Hann segir ljóst að miðað við umfang fyrirhugaðra virkjunaframkvæmda sé eðlilegt að gert sé áhættumat líkt sveitarstjórnin hefur nú ákveðið. 4.7.2007 14:04
Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. 4.7.2007 13:55
Breska lögreglan finnur sjálfsmorðsbréf Breska lögreglan hefur fundið sjálfsmorðsbréf í tengslum handtöku tveggja manna sem lögðu sprengjuhlöðnum bíl við flugvöllinn í Glasgow síðastliðinn laugardag, að því er CNN fréttastofan greinir frá. 4.7.2007 13:36
Mikil uppbygging fyrirhuguð í Hveragerðisbæ Samningur Hveragerðisbæjar og verktakafyrirtækisins Kambalands ehf um uppbyggingu íbúðabyggðar vestan við núverandi byggð verður undirritaður á morgun. Kambaland keypti svæðið af bænum á 55 milljónir en þar verða byggðar íbúðir fyrir allt að 680 manns. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir áætlanir gera ráð fyrir að íbúafjöldi bæjarins muni aukast um allt að þriðjung á kjörtímabilinu. 4.7.2007 13:24
Geysir Green Energy leitar réttar síns Geysir Green Energy ætlar að leita réttar síns vegna samnings sem fyrirtækið telur að hafi verið komin á um kaup á 10% hlut Grindavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Í bréfi sem fyrirtækið sendi einkavæðingarnefnd í gær er vakin athygli á þessu en Grindvíkingar tilkynntu nefndinni að sveitarfélagið hyggðist nýta sér forkaupsrétt á hlut ríkisins í Hitaveitunni. 4.7.2007 13:10
Flóahreppur frestar ákvarðanatöku um Urriðafossvirkjun Ákvarðanatöku um aðalskipulag Flóahrepps hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Oddviti hreppsins segir sveitastjórnina vilja afla frekari upplýsinga um áhættumat og leggja mat á mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar. 4.7.2007 12:59
Mörg fíkniefnamál á borð lögreglunnar Lögreglumenn þurftu að vakta tvo fíkniefnaneytendur, sem fluttir höfðu verið á slysadeild Landsspítalans vegna ofneyslu í nótt. Ýmiskonar fleiri fíkniefnamál komu til kasta hennar áður en nóttin var öll. 4.7.2007 12:54
Gjaldskrá Tryggingastofnunar úrelt Gjaldskrá Tryggingastofnunar er úrelt og ekki í takti við almenna verð- og launaþróun í samfélaginu segir stjórnarmaður Tannlæknafélagsins. Samkvæmt lögum eigi fólk að fá um 70 % af tannlæknakostnaði endurgreiddan en það sé í orði en ekki á borði. 4.7.2007 12:49
Yfir fimm hundruð stúdentar hafa gefist upp Meira en fimm hundruð róttækir múslímskir stúdentar hafa gefist upp eftir átök við Rauðu moskuna (Lal Masjid) í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem hófust í gær. Á milli 2.000 - 5.000 stúdentar eru þó enn inni í moskunni sem umkringd er af hersveitum og lögreglu í Pakistan. 4.7.2007 12:16
Varað við töfum á umferð á Þingvallavegi Reiknað er með töfum á umferð á Þingvallavegi frá Skálafelli að Gljúfrasteini í dag og næstu daga vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 4.7.2007 11:52
Jóhanna skipar nefnd um félagslega þáttinn Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að skipa nefnd til að vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins. Þetta á að gera í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% sem tekur gildi í dag. 4.7.2007 11:41
Yfirvöld í Ástralíu fá 48 klukkustunda frest til að halda indverskum lækni Dómari hefur gefið yfirvöldum í Ástralíu 48 klukkustunda frest til að halda indverskum lækni, sem handtekinn var í gær, án ákæru. Læknirinn Mohammed Haneef var handtekinn í tenglsum við sprengjutilræðin á Bretlandseyjum um síðustu helgi. 4.7.2007 11:32
Von á 30 flóttamönnum frá Kólumbíu Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að bjóða 30 flóttamönnum frá Kólumbíu hæli hér á landi en reiknað er með að hópurinn komi hingað til lands í septembermánuði. Um er ræða 10 konur og 20 börn og mun Reykjavíkurborg taka á móti hópnum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.7.2007 11:24
Katrín Júlíusdóttir valin formaður þingmannanefndar EFTA og EES Katrín Júlíusdóttir alþingismaður var valinn formaður þingmannanefndar EFTA og þingmannanefndar EES á fundum nefndarinnar í Vaduz í Liechtenstein á dögunum. Ísland fer með forystu í nefndunum tveimur í ár. 4.7.2007 10:49
Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar. 4.7.2007 10:41
Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.7.2007 10:22
Vantar 0.8 sekúndur upp á Ólympíulágmarkið Hinn 20 ára gamli Oscar Pistorius sem er fljótasti aflimaði maður heims er staddur hér á landi. Oskar sem er frá Suður Afríku á best 46.56 sekúndur í 400 metra hlaupi sem er hans grein. Hann vantar 0.8 sekúndur til að ná lágmarkinu í þeirri grein fyrir Ólympíuleikana. Pistorius er heimsmethafi í 100, 200 og 400 metra hlaupi í flokki aflimaðra og besti tími hans í 100 metrum er 10.91 sekúnda. 4.7.2007 10:07
Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína 4.7.2007 09:44
12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 4.7.2007 09:27
Íhuga að draga úr viðbúnaði Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu. 4.7.2007 08:36
Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls í fyrra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem ákvað í gær að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og hámarkslán líka, gagnrýndi samskonar aðgerð þáverandi ríkisstjórnar harðlega á heimasíðu sinni í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnrssonar alþingismanns. 4.7.2007 08:12
MEND aflýsir vopnahléi Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna. 4.7.2007 08:11
Atlantis komin á endapunkt Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu. 4.7.2007 16:15
Bush útilokar ekki að Libby verði náðaður að fullu George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann muni náða Lewis Libby algerlega. Ákvörðun forsetans um að aflétta fangelsisdómi yfir Libby hefur vakið mikil viðbrögð meðal demókrata. 3.7.2007 21:46
Giuliani vel settur fjárhagslega Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans. 3.7.2007 21:03
Annríki í sjúkraflugi Mikið annaríki hefur verið við sjúkraflug hjá Slökkviliði Akureyrar það sem af er ári. Í byrjun júlí í fyrra hafði 193 flug verið flogið en í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga. Þetta samsvarar um 13 % aukningu á milli ára. 3.7.2007 20:16
Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra. 3.7.2007 20:00
Dautt kameldýr í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær. 3.7.2007 19:31
Átök í Íslamabad Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir. 3.7.2007 19:29
Margir þeirra sem orsaka banaslys eru með fjölda ökupunkta Flest banaslys á síðasta ári mátti rekja til hraða- og ölvunaraksturs. Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá. 3.7.2007 19:28
Hrökklaðist úr embætti Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. 3.7.2007 19:27
Enginn eldur í Eldingunni 2 Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann. 3.7.2007 19:26
Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. 3.7.2007 19:24
Sjávarbyggðir sérstaklega styrktar Ríkisstjórnin ætlar að styrkja sjávarbyggðir sérstaklega vegna yfirvofandi niðurskurðar í þorskveiðum á næsta ári. Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að verulega þurfi að draga úr veiðunum. 3.7.2007 19:14
Áfram bitist um Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin fóru of bratt í átt til einkavæðingar orkufyrirtækja áður en pólitísk heildarstefna hefur verið mörkuð á því sviði segir viðskitptaráðherra og starfandi iðnaðaráðherra. Fjármálráðherra furðar sig á kapphlaupinu um Hitaveitu Suðurnesja. Aðkoma Orkuveitu Reykajvíkur er á skjön við stefnumörkun sem síðasta ríkisstjórn setti í einkavæðingarmálum. 3.7.2007 19:12
Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. 3.7.2007 18:45
36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. 3.7.2007 18:30
6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. 3.7.2007 18:30
Ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 3.7.2007 16:48