Innlent

Fimmtán ára Reykjavíkurmær heldur sína fyrstu tískusýningu

Fimmtán ára Reykjavíkurmær segist ekkert smeyk við að halda sína fyrstu tískusýningu. Hún sýnir á næstunni rúmlega tuttugu samkvæmiskjóla, hettupeysur og pils sem hún hefur saumað undanfarna mánuði. Hún hvetur alla til að láta drauma sína rætast.



Særós Mist Hrannarsdóttir er fimmtán ára Reykjavíkurmær sem ákvað í byrjun nóvember í fyrra að verða fatahönnuður. Hún hefur verið í grunnskóla í Árósum í Danmörku undanfarið ár og segist hafa fengið delluna þegar hún var í starfskynningu í dönskum hönnunarskóla.

Særós hefur hannað og saumað 21 eina flík og hyggst halda tískusýningu í Hinu húsinu laugardaginn 21. júlí undir merkinu Særós hönnun Collection. Hún segist lítið hafa gert annað en að undirbúa tískusýninguna síðustu vikur.



Særós segist ekkert smeyk við að halda sína fyrstu tískusýningu en hefur fengið til liðs við sig 11 módelstúlkur til að sýna fötin. Föt Særósar verða seld í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg á verðinu 3500-8500 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×