Innlent

Heimsóknum ungra fíkniefnaneytenda og útlendinga fjölgar á Kaffistofu Samhjálpar

Forstöðumaður Samhjálpar segir sláandi hversu mikið af fíkniefnaneytendum undir tvítugu koma á Kaffistofu Samhjálpar við Hverfisgötu til að fá sér að borða. Hann segir einnig æ fleiri útlendinga, aðallega frá Portúgal og Póllandi koma á kaffistofuna.



Kaffistofa Samhjálpar er opin alla daga vikunnar og er boðið upp á kaffi, bakkelsi og heita súpu. Þangað koma öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fíkniefnaneytendur eða fyrrverandi fíklar og heimilislausir.

Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir sláandi hversu mikið af ungum fíkniefnaneytendum komi á kaffistofuna. Til að mynda hafi fimm manns undir tvítugu í mikilli neyslu hafi gist í gistiskýlinu í þingholtsstræti undanfarnar vikur.

Rúmlega fimmtíu manns koma á Kaffistofu Samhjálpar daglega til að fá sér heita súpu og brauð. Þar af eru 6-10 útlendingar í þeim hópi. Flest fólk er í mikilli neyslu og kemur oftast í lok mánaðar þegar peningurinn er búinn.



Heiðar segir áberandi að komum útlendinga hefur fjölgað mikið undanfarið ár. Pólverjar og Portúgalar eru þar í meirihluta og yfirleitt eru þeir atvinnulausir segir Heiðar. Greinilegt sé að frekari félagsleg úrræði vanti bæði fyrir fíkniefnaneytendur og þá sem séu nýkomnir úr meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×