Össur vill Hafró út úr sjávarútvegsráðuneyti Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. júní 2007 09:51 Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró. MYND/Valgarður Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill færa Hafrannsóknarstofnun Íslands undan hatti sjávarútvegsráðuneytisins og setja stofnunina undir annað ráðuneyti. Hann segir stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Hann segir stofnuninni betur borgið í öðru ráðuneyti en því sem tekur ákvörðun um heildaraflamark og stingur upp á umhverfis- eða menntamálaráðuneyti í því sambandi. Ráðherrann stingur því upp á því að Hafró heyri annað hvort undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti eða undir menntamálaráðuneytið „þar sem háskólarnir fengju það hlutverk að fylgjast með og meta ástand stofna." Hann segir að í núveandi kerfi sé um rakinn hagsmunaárekstur að ræða „þegar sama ráðuneyti fer með mat á fiskistofnum, og líka ákvarðanir um hversu mikið má veiða. Þetta er einn af þeim lærdómum sem við eigum að draga af þeirri sérkennilegu stöðu sem nú er komin upp í kringum fiskivísindi Íslendinga." Össur fer einnig hörðum orðum um kollega sína á Alþingi þegar kemur að fiskveiðistjórnunarkerfinu og segir rangt að kenna fiskifræðingum um ofveiði sem hann segir hafa verið stundaða hér við strendur undanfarin ár. „Stjórnmálamenn tóku á sínum tíma rangar ákvarðanir um aflaregluna svokölluðu, sem segir hversu mikið megi veiða af stofninum," segir Össur en að mati hans hefur reglubundin ofveiði verið byggð inn í kerfið sem nemur „fast að fjórðungi umfram það sem vísindin sögðu." Pistil ráðherrans má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill færa Hafrannsóknarstofnun Íslands undan hatti sjávarútvegsráðuneytisins og setja stofnunina undir annað ráðuneyti. Hann segir stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Hann segir stofnuninni betur borgið í öðru ráðuneyti en því sem tekur ákvörðun um heildaraflamark og stingur upp á umhverfis- eða menntamálaráðuneyti í því sambandi. Ráðherrann stingur því upp á því að Hafró heyri annað hvort undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti eða undir menntamálaráðuneytið „þar sem háskólarnir fengju það hlutverk að fylgjast með og meta ástand stofna." Hann segir að í núveandi kerfi sé um rakinn hagsmunaárekstur að ræða „þegar sama ráðuneyti fer með mat á fiskistofnum, og líka ákvarðanir um hversu mikið má veiða. Þetta er einn af þeim lærdómum sem við eigum að draga af þeirri sérkennilegu stöðu sem nú er komin upp í kringum fiskivísindi Íslendinga." Össur fer einnig hörðum orðum um kollega sína á Alþingi þegar kemur að fiskveiðistjórnunarkerfinu og segir rangt að kenna fiskifræðingum um ofveiði sem hann segir hafa verið stundaða hér við strendur undanfarin ár. „Stjórnmálamenn tóku á sínum tíma rangar ákvarðanir um aflaregluna svokölluðu, sem segir hversu mikið megi veiða af stofninum," segir Össur en að mati hans hefur reglubundin ofveiði verið byggð inn í kerfið sem nemur „fast að fjórðungi umfram það sem vísindin sögðu." Pistil ráðherrans má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira