Innlent

Össur vill Hafró út úr sjávarútvegsráðuneyti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró.
Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró. MYND/Valgarður

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill færa Hafrannsóknarstofnun Íslands undan hatti sjávarútvegsráðuneytisins og setja stofnunina undir annað ráðuneyti. Hann segir stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Hann segir stofnuninni betur borgið í öðru ráðuneyti en því sem tekur ákvörðun um heildaraflamark og stingur upp á umhverfis- eða menntamálaráðuneyti í því sambandi.

Ráðherrann stingur því upp á því að Hafró heyri annað hvort undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti eða undir menntamálaráðuneytið „þar sem háskólarnir fengju það hlutverk að fylgjast með og meta ástand stofna." Hann segir að í núveandi kerfi sé um rakinn hagsmunaárekstur að ræða „þegar sama ráðuneyti fer með mat á fiskistofnum, og líka ákvarðanir um hversu mikið má veiða. Þetta er einn af þeim lærdómum sem við eigum að draga af þeirri sérkennilegu stöðu sem nú er komin upp í kringum fiskivísindi Íslendinga."

Össur fer einnig hörðum orðum um kollega sína á Alþingi þegar kemur að fiskveiðistjórnunarkerfinu og segir rangt að kenna fiskifræðingum um ofveiði sem hann segir hafa verið stundaða hér við strendur undanfarin ár. „Stjórnmálamenn tóku á sínum tíma rangar ákvarðanir um aflaregluna svokölluðu, sem segir hversu mikið megi veiða af stofninum," segir Össur en að mati hans hefur reglubundin ofveiði verið byggð inn í kerfið sem nemur „fast að fjórðungi umfram það sem vísindin sögðu."

Pistil ráðherrans má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×