Innlent

Enn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys

MYND/GVA

Ökumaður vélhjóls, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, er enn í öndunarvél á gjörgæslu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir.

Maðurinn féll af hjóli sínu á Höfðavegi í Vestmannaeyjum þar sem hann var með hópi vélhjólamanna og runnu bæði hann og hjólið á vegrið. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur aðfaranótt miðvikudags. Þetta var annað alvarlega véhjólaslysið á rúmri viku. Ökumaður annars vélhjóls féll af því þegar hann reyndi að stinga lögregluna af á Breiðholtsbraut að kvöldi sunnudagsins 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×