Innlent

Óútskýrður launamunur 10-12 prósent

Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Launamunurinn er minnstur hjá ungu fólki en vex með hækkandi aldri.

Það var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem gerði rannsóknina í samvinnu við ParX viðskiptaráðgjöf IBM og Samtök atvinnulífsins. Könnunin náði til rösklega 6300 starfsmanna í hundrað og tveimur fyrirtækjum og notast er við raunverulegar upplýsingar beint úr launabókhaldi fyrirtækjanna - ólíkt því sem gjarnan er í slíkum könnunum en þær byggjast oft á upplýsingum frá starfsmönnunum sjálfum.

Nær öll fyrirtækin eru í einkageiranum og rúmur fimmtungur úrtaksins starfar við framleiðslu og iðnað, tæpur þriðjungur við verslun og þjónustu og rest úr fjármála- og hátækniheiminum.

Könnunin sýnir að launamunur karla og kvenna er lítill við 24 ára aldur og laun aukast álíka mikið fram á miðjan fertugsaldur en þá hallar á ógæfuhliðina hjá kvenkyninu og launamunur eykst verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×