Innlent

Stefán hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ

Stefán Konráðsson.
Stefán Konráðsson. MYND/Teitur

Stefán Konráðssson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann hefur gengt því starfi í 12 ár.

Fram kemur í tilkynningu að hann hafi tilkynnt um uppsögn sína á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ í dag en Stefán hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspár. Alls hefur Stefán starfað í 19 ár hjá ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×