Innlent

Vinstri grænir segja Samfylkinguna í Hafnarfirði hundsa lýðræðið

Lúðvík Geirsson bæjarstóri í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson bæjarstóri í Hafnarfirði MYND/365

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fundar Lúðvíks Geirssonar, bæjarstóra í Hafnarfirði við Michel Jacques, forstjóri Alcan. Tilkynningin fer hér á eftir:

"Það er greinilegt að enn á ný á að velta af stað stóriðjuboltanum, í sömu stefnu, í sömu átt og fyrri ríkisstjórn. Með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum í gær sýndi bæjarstjórinn í Hafnarfirði hvaða vægi atkvæðagreiðsla meðal íbúanna hefur í raun í huga meirihlutans í bæjarstjórn. Á bæjarráðsfundi í dag fékkst þessi afstaða staðfest af bæjarráðsmönnum Samfylkingarinnar.

 

Þrátt fyrir að Hafnfirðingar hafa hafnað stækkun álversins í Straumsvík, leggst bæjarstjóri á sveif með yfirmönnum Alcan á Íslandi, úti í heimi og iðnaðarráðherra íslensku þjóðarinnar við að reyna að finna leiðir til þess að stækka álverið í Straumsvík og hundsa lýðræðið.

Það er sorglegt að líta til þess virðingarleysis sem vilja Hafnfirðinga er sýndur með þessari framgöngu. Hún er Samfylkingunni og Fagra Íslandi þess ekki til framdráttar og bæjarstjóranum til lítils sóma."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×