Innlent

Hraðaakstur við Hallormsstað

Ungur ökumaður var sviptur ökurétti til bráðabirgða eftir hraðaakstur um þéttbýlið við Hallormsstað í dag. Lögreglan á Egilsstöðum var við umferðaeftirlit þegar hún mældi piltinn á 106 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst.

Mál piltsins var tekið til skoðunar hjá lögreglustjóranum á Seyðisfirði og var hann sviptur ökuréttindum í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×