Fleiri fréttir

Efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum

Sumarið er tíminn - en ekki fyrir alla. Hjúkrunarfræðingar eru með kvíðahnút í maganum og ætla að efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum í næstu viku.

Fingrafimur ræstitæknir í Glasgow

Píanóhæfileikar pólsks ræstitæknis við háskólann í Glasgow uppgötvuðust í gegnum vefmyndavél þegar yfirmenn hans sáu hann laumast í píanó skólans á vinnutíma.

Búist við erfiðum fundi í Brussel

Leiðtogar Evrópsambandsríkjanna koma saman til fundar í Brussel í dag til þess að reyna að ná samkomulagi um sáttmála um umbætur á samstarfinu. Þjóðverjar leggja til róttækar breytingar á samstarfinu en segja sáttmála sinn ekki nýja stjórnarskrá.

Nýr veruleiki í öryggis- og varnarmálum

Íslendingar standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum og þurfa að fara í meiri stefnumótunarvinnu í málaflokknum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Hún boðar aukin útgjöld til varnarmála og segir þau fyrst og fremst snúast um að gæta hafsvæðisins í kringum Ísland.

Alcan greinir frá framtíðaráformum sínum í dag

Alcan ætlar síðar í dag að greina frá framtíðaráformum sínum í uppbyggingu áliðnaðar hérlendis. Forsvarsmenn Alcans funduðu í morgun með ráðamönnum í Þorlákshöfn sem þykir nú einn álitlegasti kosturinn fyrir nýtt álver.

Stórskipahöfn við Keilisnes?

Borgarafundur í Vogum á Vatnsleysuströnd samþykkti í gærkvöld með miklum meirihluta að veita bæjarstjórn sveitarfélagins umboð til þess að ræða við Alcan um uppbyggingu álvers á Keilisnesi. Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum um aðra atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu, þar á meðal stórskipahöfn fyrir allt höfuðborgarsvæðið við Keilisnes.

Faraldur alvarlegra mótorhjólaslysa

Mótorhjólaeign landsmanna hefur tvöfaldast á tveimur og hálfu ári. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss segir að faraldur alvarlegra mótorhjólaslysa hafi verið að undanförnu og skapi enn meira álag á sjúkrahúsinu.

Útsendingar Digital Íslands í Árnessýslu hafnar

Digital Ísland hefur nú hafið útsendingar í uppsveitum Árnessýslu og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, RÚV, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, og Skjás eins. Auk hefðbundinna áskriftarleiða Digital Íslands geta orlofshúsaeigendur á svæðinu nýtt sér sérstakar orlofshúsaáskriftir.

Mubarak boðar til viðræðna

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðið fulltrúum Palestínu, Ísraels og Jórdaníu til viðræðna í næstu viku. Ríkisstjórnir landanna hafa þó ekki enn þekkst boðið. Ef fundurinn fer fram verður hann fyrsti fundur Mahmoud Abbas og Ehuds Olmert síðan Hamas komst til valda fyrir 18 mánuðum síðan.

Austurríkismenn sleppa grunuðum njósnara

Yfirvöld í Austurríki hafa leyst úr haldi fulltrúa rússnesku geimferðastofnunarinnar sem sakaður var um njósnir. Maðurinn, sem er rússneskur, var handtekinn í síðustu viku í eða við borgina Linz vegna gruns um njósnastarfsemi.

Áttatíu ökumenn krafðir um endurgreiðslu vegna ölvunaraksturs

Á árinu 2006 kröfðu tryggingafélögin 80 ökumenn um endurgreiðslu vegna umferðartjóna sem urðu þegar ökumaður var undir áhrifum áfengis. Aðrar ástæður voru lyfjaakstur, ökuréttindaleysi, beinn ásetningur og vítavert aksturslag eða glæfraakstur.

Sandur hættulegri en hákarlar?

Samkvæmt rannsókn feðganna Bradley og Barry Maron hafa fleiri látið lífið af völdum sands heldur en af völdum hákarla. Í rannsókninni kemur fram að 16 ungmenni létust í Bandaríkjunum eftir að drukkna í sandi á árunum 1990-2006. Á sama tíma létust 12 af völdum hákarlaárásar.

Stöðuvatnið sem hvarf

Jökulvatn í Chile tók upp á þeirri óþægilegu nýjung að láta sig hverfa. Vísindamenn eru ráðþrota og engar vísbendingar er að finna um hvert það brá sér. Vatnið var í Suður-Andes fjöllunum og þegar þjóðgarðsverðir fóru um svæðið í mars var það á sínum stað, um tveir hektarar að stærð, blandað misstórum ísjökum. Þeir fóru síðan aftur í síðasta mánuði og þá var það horfið.

Vetnisknúnir bílaleigubílar

Íslensk NýOrka áformar að markaðssetja vetnisknúna Toyota Prius bílaleigubíla í samvinnu við Hertz bílaleiguna. Áætlað er að bílarnir verða fáanlegir í apríl á næsta ári í tengslum við nýja markaðsáætlun, sem fer í gang í næsta mánuði.

Dæmdur fyrir hóta sýslumanni lífláti

Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir brot gegn valdstjórninni en hann hótaði sýslumanninum á Eskifirði lífláti. Hann sagðist meðal annars ætla að nota tvo grimma hunda til verksins.

2% múslima í Indónesíu finnst í lagi að beita ofbeldi

Könnun í Indónesíu hefur leitt í ljós að um 2% múslima í landinu telja að trú þeirra leyfi þeim að beita ofbeldi gegn þeim sem eru annarar trúar. Aðstandendur könnuninnar segir það þó samt eiga að valda áhyggjum. 240 milljónir manns búa í Indónesíu.

Laminn til bana í Austin

Lögreglan í Austin í Texas, Bandaríkjunum, biðlar nú til fólks sem gæti gefið upplýsingar sem hjálpa til við að góma gengismeðlimi sem lömdu mann til bana á þriðjudag.

Ákærður fyrir barnaníð

Maður sem hefur unnið mikið í nágrenni grunnskólans Orange Street í Bandaríkjunum, Dale Hutchings, hefur verið ákærður fyrir að misnota sjö börn. Maðurinn er talinn hafa misnotað börnin samtals yfir þúsund sinnum. Öll börnin voru undir 13 ára þegar misnotkunin byrjaði. Misnotkunin stóð yfir frá 1998-2007.

Fimm þúsund vilja Alfreð áfram

Um fimm þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Alfreðs Gíslasons um að halda áfram þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handknattleik.

Tæplega 3000 manns búnir að skora á Alfreð

Tæplega 3000 manns voru búnir að skrá sig á áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar klukkan hálfellefu í kvöld. Vísir.is setti áskorunina af stað klukkan sjö í kvöld og er markmiðið að hvetja Alfreð til að halda áfram að þjálfa íslenska karlalandsliðið í Handbolta.

Enn tapar KR

KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Rúmlega 2000 manns búnir að skrifa undir áskorun til Alfreðs

Nú tveimur tímum eftir að Visir.is setti af stað áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar um að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, eru rúmlega 2000 manns búnir að skrifa undir. Einungis hálftíma eftir að listinn var settur af stað voru ellefuhundruð manns búnir að skrifa undir.

Sænskur lögreglumaður skotinn til bana

Sænskur lögreglumaður var skotinn til bana í bænum Nyköping um fimm leytið í dag, að því er kemur fram á fréttavef Dagens nyheter. Tveir lögreglumenn voru sendir til að sækja mann í íbúð hans en manninn átti að fara með í geðlæknismat. Hann var álitinn hættulegur umhverfi sínu og voru því tveir lögreglumenn sendir á staðinn.

Dæmdir fyrir stríðsglæpi í Sierra Leone

Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt þrjá menn fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni á tímum borgarastyrjaldarinnar í Sierra Leone. Um 50 þúsund manns týndu lífi í stríðinu sem endaði árið 2002 eftir 11 ára óöld.

451 flóttamaður komið til Íslands

Rauði kross Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetja íslensk stjórnvöld til að fullgilda alþjóðasamninga um ríkisfangslausa. Á fimmta hundrað flóttamanna hafa komið til Íslands á vegum stjórnvalda.

Mótmæla afnámi verkfallsrétts

Hundruð verkalýðssinna mótmæltu á götum Brussel í Belgíu í dag vegna þess að ekki er gert ráð fyrir verkfalls- og mótmælarétti í nýjum drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fólkið kom frá fjölda Evrópulanda og mótmælti skammt frá byggingu Leiðtogaráðs sambandsins.

Flóttamönnum fjölgar

Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Á síðasta ári voru flóttamenn tæpar tíu milljónir og er talið vist að þeim fari fjölgandi í náinni framtíð. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ástandið mjög alvarlegt.

Alcan biður um framlengingu

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að bærinn muni ekki beita sér fyrir annarri kosningu um stækkun álversins í Straumsvík á kjörtímabilinu, en bendir á að íbúarnir geti knúið fram slíka atkvæðagreiðslu. Talsmenn Landsvirkjunar segja að Alcan verði að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft ef framlengja eigi viljayfirlýsingu um orkusölu til stækkaðs álvers Alcans.

Atlantis á leið heim

Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka tíu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010.

Íslandpóstur í átak

Íslandspóstur hefur ráðist í átak til að vekja almenning, húsbyggjendur og verktaka til umhugsunar um byggingareglugerð er varðar póstlúgur og póstkassasamstæður. Á undanförnum árum hefur orðið töluverður misbrestur á að farið sé að settum reglum þegar kemur að staðsetningu bréfalúga og póstkassa.

Rannsóknum á óþekktum taugasjúkdómi miðar áfram

Ungum Ný-Sjálenskum vísindamanni hefur tekist að rækta erfðabreytta kind sem er ónæm fyrir Huntingtonssjúkdómnum. Í útskriftarverkefni sínu komast hin 25 ára gamla Jessie Jacobsen að því hvernig hægt er að flytja erfðaefni sem veldur sjúkdómnum yfir í kind.

Mótmæla Urriðafossvirkjun

Ferðamálafélag Flóamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarstjórn Flóahrepps að standa við fyrri ákvörðun um að leggja fram aðalskipulag Villingaholtshrepps án þess að í því sé gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

Bush vill að Blair gerist erindreki

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað við Tony Blair um að Blair gerist erindreki í Mið-Austurlöndunum þegar hann lætur af embætti sem forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní næstkomandi. Talsmaður forsetans segir að Bush og Conloeezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu borið erindið undir Blair í eigin persónu.

Aftöku frestað í Íran

Maður og kona í Íran hafa verið dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot, en dómsvaldið þar í landi hefur gefið út skipun um að bíða skuli með aftökuna. Ástæðan er gagnrýni vestrænna landa á þessari framkvæmd aflífana.

Esa reynir þolgæði manna

Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera.

Einar Bárðarson opnar umboðsskrifstofu í London

Einar Bárðarson hefur opnað umboðsskrifstofu í London ásamt öðrum fjárfestum. Umboðsskrifstofan heitir Mother Management. Tónvís, fjárfestingarsjóður FL Group á 50% hlut í Mother Management.

Bauð skjaldböku upp í bílinn

Ökumaður sem leið átti um Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði varð furðu lostinn þegar hann ók fram úr lítilli skjaldböku sem leið átti um veginn á tólfta tímanum í dag. Skjaldbakan var á hægri ferð norður veginn þar sem er 60 kílómetra hámarkshraði.

Útblástur eykst stöðugt frá Kína

Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt.

Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum

Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu.

Hauskúpa fornpöndu fundin

Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla.

Skorað á íslensk stjórnvöld á alþjóðadegi flóttamanna

Alþjóðadagur flóttamanna er í dag og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um fólk án ríkisfangs. Flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að samningunum um áratuga skeið.

Sjá næstu 50 fréttir