Innlent

Hvetja breskar matvælakeðjur til þess að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir

Hvalaverndunarsamtökin Campaign Whale og Marine Connection hófu í dag herferð sem miðar að því að fá breskar verslunarkeðjur til að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir. Þau biðla til Tesco og Sainsbury's sem eru stærstu verslunarkeðjur bresks matvörumarkaðar til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga með þessum hætti.

Samtökin hvetja almenning í Bretlandi til þess að senda póstkort, tölvupósta og bréf til stjórnarformanna verslunarkeðjanna. Sendingunum er ætlað að fá ráðamenn fyrirtækjanna til þess að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir með það að markmiði að gera Íslendingum grein fyrir því að hyggist þeir halda hvalveiðum áfram verði þeir að finna aðra markaði fyrir sjávarafurðir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×