Fleiri fréttir Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35 Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56 Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45 Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35 Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33 Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16 Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55 Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43 Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26 Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. 14.5.2007 15:08 Kosningakerfið andsnúið Frjálslynda flokknum Kosningakerfið er andsnúið Frjálslynda flokknum að mati Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins. Hann segir atkvæði greidd flokknum nýtast illa enda séu þingmenn frjálslyndra með flest atkvæði á bak við sig. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins Besta. 14.5.2007 14:49 Danskur hermaður féll - fimm særðust Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka. 14.5.2007 14:33 Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar í kvöld Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í þinghúsinu í kvöld klukkan sex en þar stendur ekki til að ræða sérstaklega hugsanlegt áframahaldandi stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur þingflokksformanns. 14.5.2007 14:26 Máttur auglýsinganna Fimm hæða íbúðarhús valt framyfir sig í indverska bænum Surat, í gær. Ástæðan var risastór auglýsingaskilti sem höfðu verið sett upp á þaki hússins. Íbúunum tókst að forða sér þegar sást í hvað stefndi. Húsið er gjörónýtt. 14.5.2007 14:19 Áttaði sig ekki á því að hún var ölvuð Betur fór en á horfðist þegar kona á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni í gærmorgun með þeim afleiðingum að hún keyrði á vegrið við Grettisgötu í Reykjavík. Bæði bíll og vegrið skemmdust töluvert en konan slapp ómeidd. Konan hafði setið við drykkju um nóttina og ekki áttað sig á því að hún var enn undir áhrifum. 14.5.2007 14:16 Hvítum sendibíl stolið við JL húsið í hádeginu Hvítum Citreoen C3 sendibíl var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag um klukkan 12:30. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn hefur beðið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrt svo á brott. Látið lögregluna vita ef þið hafið upplýsingar um þjófnaðinn. Númerið á hvíta Citreoen sendibílnum er PE 877. 14.5.2007 14:11 Ragnheiður hættir sem bæjarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, mun hætta sem bæjarstjóri þegar hún tekur sæti á Alþingi. Þessu lýsti Ragnheiður yfir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 14.5.2007 13:54 Fangavörður dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi Fyrrverandi fangavörður á Litla Hrauni var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti og smygl á fíkninefnum inn í fangelsið. Fangi sem aðstoðaði vörðinn við smyglið var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi þar af voru tveir mánuðir skilorðsbundnir. 14.5.2007 13:44 Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. 14.5.2007 13:39 Æ, nei -hola í höggi Það er auðvitað draumur allra golfara að fara holu í höggi. En það getur verið dýrt spaug í stórum klúbbi. Það er nefnilega hefð fyrir því að þeir sem fara holu í höggi verða bjóða drykk á línuna. Í mörgum klúbbum er lögð svo mikil áhersla á þetta að þar er neyðarskápur úr gleri sem hægt er að brjóta til að ná þar í viskíflösku, ef svo óheppilega vill til að holan er farin utan opnunartíma. 14.5.2007 13:30 Atvinnuleysi 1,1 prósent í apríl Atvinnuleysi reyndist 1,1 prósent í apríl síðastliðnum og minnkaði það um rúm þrjú prósent milli mánaða samvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Er atvinnuleysi um 11,7 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 14.5.2007 13:30 Bandaríkjamenn og Pólverjar ræða um eldflaugavarnakerfi Formlegar viðræður bandarískra og pólskra stjórnvalda um uppsetningu eldflaugavarnakerfis í Póllandi hefjast í dag. Bandaríkin vilja fá að setja upp 10 eldflaugar í landinu sem eiga að geta grandað langdrægum eldflaugum sem skotið yrði frá Íran yfir Atlantshafið. 14.5.2007 13:15 Dýr dráttur Kínverskur kaupsýslumaður hefur verið sektaður um fimm milljónir íslenskra króna fyrir að eignast sitt annað barn. Samkvæmt kínverskum lögum má hver fjölskylda aðeins eignast eitt barn. Lögin voru sett árið 1980 til þess að draga úr fjölgun þjóðarinnar. Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar talsins. 14.5.2007 13:12 Segir Landsvirkjun hafa verið orðna óstarfhæfa Landsvirkjun var orðin óstarfhæf og þess vegna þurfti að selja eignarhluti sveitarfélaganna, segir fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri. Hann neitar að hafa selt hlut bæjarins á of lágu verði. 14.5.2007 13:00 Frú Sarkozy kaus ekki eiginmanninn Cecilia Sarkozy eiginkona nýkjörins forseta Frakklands greiddi ekki atkvæði í síðari umferð kosninganna, að sögn vefsíðunnar Rue89.com. Þetta er vinstri sinnuð fréttasíða sem fyrrverandi blaðamenn á dagblaðinu Liberation helda úti. 14.5.2007 12:46 Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. 14.5.2007 12:29 Eldar loga og blóðug slagsmál í Kristjaníu Eldar loga á götum fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn og lögreglan á í blóðugum slagsmálum við íbúana. Átökin hófust þegar lögreglan fór inn í Kristjaníu til þess að rýma hús sem átti að rífia. Skólar í grennd við fríríkið hafa hvatt foreldra til þess að sækja börn sín hið fyrsta. 14.5.2007 12:26 Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. 14.5.2007 12:26 Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. 14.5.2007 12:07 Aðrein að Úlfarsfellsvegi lokað Aðreinin að Úlfarsfellsvegi við hringtorgið á Vesturlandsvegi verður lokað vegna vegaframkvæmda í einn mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.5.2007 11:56 Í kúrekaleik á Þorlákshafnarvegi Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á föstudag sem segja má að hafi verið í kúrekaleik. Hafði ökumaður dráttarvélar hringt í lögregluna og greint frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið fram úr honum og byssu veifað framan í hann. 14.5.2007 11:52 Eggert styður leitina að Madeleine McCann Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, er í hópi þeirra sem heitið hafa fjármunum fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að breska stúlkan Madeleine McCann finnist. 14.5.2007 11:22 Þarf að taka prófið aftur vegna ofsaaksturs Sautján ára ökumaður var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt þarf að fara á sérstakt námskeið og taka ökuprófið aftur vegna athæfisins samkvæmt nýjum ákvæðum umferðarlaga. 14.5.2007 11:02 Þarf aðeins pólitískan vilja til að viðhalda stjórnarsamstarfi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það einungis spurningu um pólitískan vilja að ríkisstjórnarflokkarnir tveir haldi áfram samstarfi sínu. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. Nafni hans, Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir hins vegar á sinni heimasíðu úrslit kosninganna kalla á að Framsóknarflokkurinn endurmeti sína stöðu. 14.5.2007 10:59 Rafmagnslaus við rafstöðvarvegginn Einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir stórtjóni vegna síendurtekinna rafmagnstruflana í Grímsnes-og Grafningshreppi, segir í fundargerð sveitarstjórnar. Henni hefur verið falið að leita skýringa hjá orkusölum, en svo háttar til að allar þrjár Sogsvirkjanirnar eru í hjarta sveitarfélagsins. 14.5.2007 10:53 Óháður ráðherra í þjóðstjórn segir af sér Ráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna hefur sagt af sér vegna vaxandi átaka milli fylkinganna sem standa að stjórninni, Fatah og Hamas. 14.5.2007 10:30 Mörg stjórnarmynstur í spilunum Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. 14.5.2007 10:23 Óðir hundar drápu ær og lömb í Danmörku Æði rann á tvo hunda frá hundabúgarði í grennd við Ringsted í Danmörku og réðust þeir á fjárhóp. Þeir eltu uppi og drápu sextán ær og mörg lömb. Þegar eigandinn ætlaði að hemja þá réðust þeir líka á hann. 14.5.2007 10:20 Sagðist vera hryðjuverkamaður í flugvél SAS Flugvél SAS-flugfélagsins sem stödd var í Björgvin var rýmd í morgun vegna þess að farþegi um borð lýsti því yfir að hann væri hryðjuverkamaður. 14.5.2007 10:09 Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst um þrettán prósent Verðmæti sjávarafurða sem fluttar voru út á síðasta ári nam rúmum 124 milljörðum króna sem er tæplega þrettán prósentum meira en árið 2005 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 14.5.2007 09:54 Bílvelta í Heiðmörk Bíll fór út af malarveginum í Heiðmörk um hálfáttaleytið í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bílinn valt og endaði á hvolfi. Þrennt var í bílnum. Farþegarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsl og voru þeir komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang. 13.5.2007 21:13 Þúsundir hermanna leita að félögum sínum Hópur með tengsl við Al Kaída samtökin hefur í yfirlýsingu sagst vera með þrjá bandaríska hermenn í haldi í Írak. Þúsundir bandarískra og íraskra hermanna leita nú að mönnunum sem hurfu eftir að sveit þeirra lenti í fyrirsát í úthverfi Baghdad á laugardag. 13.5.2007 20:51 Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. 13.5.2007 19:55 Ríkisstjórnin hélt naumlega velli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur. 13.5.2007 19:35 Sjá næstu 50 fréttir
Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35
Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56
Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45
Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35
Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33
Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16
Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55
Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43
Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26
Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. 14.5.2007 15:08
Kosningakerfið andsnúið Frjálslynda flokknum Kosningakerfið er andsnúið Frjálslynda flokknum að mati Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins. Hann segir atkvæði greidd flokknum nýtast illa enda séu þingmenn frjálslyndra með flest atkvæði á bak við sig. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins Besta. 14.5.2007 14:49
Danskur hermaður féll - fimm særðust Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka. 14.5.2007 14:33
Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar í kvöld Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í þinghúsinu í kvöld klukkan sex en þar stendur ekki til að ræða sérstaklega hugsanlegt áframahaldandi stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur þingflokksformanns. 14.5.2007 14:26
Máttur auglýsinganna Fimm hæða íbúðarhús valt framyfir sig í indverska bænum Surat, í gær. Ástæðan var risastór auglýsingaskilti sem höfðu verið sett upp á þaki hússins. Íbúunum tókst að forða sér þegar sást í hvað stefndi. Húsið er gjörónýtt. 14.5.2007 14:19
Áttaði sig ekki á því að hún var ölvuð Betur fór en á horfðist þegar kona á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni í gærmorgun með þeim afleiðingum að hún keyrði á vegrið við Grettisgötu í Reykjavík. Bæði bíll og vegrið skemmdust töluvert en konan slapp ómeidd. Konan hafði setið við drykkju um nóttina og ekki áttað sig á því að hún var enn undir áhrifum. 14.5.2007 14:16
Hvítum sendibíl stolið við JL húsið í hádeginu Hvítum Citreoen C3 sendibíl var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag um klukkan 12:30. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn hefur beðið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrt svo á brott. Látið lögregluna vita ef þið hafið upplýsingar um þjófnaðinn. Númerið á hvíta Citreoen sendibílnum er PE 877. 14.5.2007 14:11
Ragnheiður hættir sem bæjarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, mun hætta sem bæjarstjóri þegar hún tekur sæti á Alþingi. Þessu lýsti Ragnheiður yfir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 14.5.2007 13:54
Fangavörður dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi Fyrrverandi fangavörður á Litla Hrauni var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti og smygl á fíkninefnum inn í fangelsið. Fangi sem aðstoðaði vörðinn við smyglið var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi þar af voru tveir mánuðir skilorðsbundnir. 14.5.2007 13:44
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. 14.5.2007 13:39
Æ, nei -hola í höggi Það er auðvitað draumur allra golfara að fara holu í höggi. En það getur verið dýrt spaug í stórum klúbbi. Það er nefnilega hefð fyrir því að þeir sem fara holu í höggi verða bjóða drykk á línuna. Í mörgum klúbbum er lögð svo mikil áhersla á þetta að þar er neyðarskápur úr gleri sem hægt er að brjóta til að ná þar í viskíflösku, ef svo óheppilega vill til að holan er farin utan opnunartíma. 14.5.2007 13:30
Atvinnuleysi 1,1 prósent í apríl Atvinnuleysi reyndist 1,1 prósent í apríl síðastliðnum og minnkaði það um rúm þrjú prósent milli mánaða samvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Er atvinnuleysi um 11,7 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 14.5.2007 13:30
Bandaríkjamenn og Pólverjar ræða um eldflaugavarnakerfi Formlegar viðræður bandarískra og pólskra stjórnvalda um uppsetningu eldflaugavarnakerfis í Póllandi hefjast í dag. Bandaríkin vilja fá að setja upp 10 eldflaugar í landinu sem eiga að geta grandað langdrægum eldflaugum sem skotið yrði frá Íran yfir Atlantshafið. 14.5.2007 13:15
Dýr dráttur Kínverskur kaupsýslumaður hefur verið sektaður um fimm milljónir íslenskra króna fyrir að eignast sitt annað barn. Samkvæmt kínverskum lögum má hver fjölskylda aðeins eignast eitt barn. Lögin voru sett árið 1980 til þess að draga úr fjölgun þjóðarinnar. Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar talsins. 14.5.2007 13:12
Segir Landsvirkjun hafa verið orðna óstarfhæfa Landsvirkjun var orðin óstarfhæf og þess vegna þurfti að selja eignarhluti sveitarfélaganna, segir fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri. Hann neitar að hafa selt hlut bæjarins á of lágu verði. 14.5.2007 13:00
Frú Sarkozy kaus ekki eiginmanninn Cecilia Sarkozy eiginkona nýkjörins forseta Frakklands greiddi ekki atkvæði í síðari umferð kosninganna, að sögn vefsíðunnar Rue89.com. Þetta er vinstri sinnuð fréttasíða sem fyrrverandi blaðamenn á dagblaðinu Liberation helda úti. 14.5.2007 12:46
Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. 14.5.2007 12:29
Eldar loga og blóðug slagsmál í Kristjaníu Eldar loga á götum fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn og lögreglan á í blóðugum slagsmálum við íbúana. Átökin hófust þegar lögreglan fór inn í Kristjaníu til þess að rýma hús sem átti að rífia. Skólar í grennd við fríríkið hafa hvatt foreldra til þess að sækja börn sín hið fyrsta. 14.5.2007 12:26
Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. 14.5.2007 12:26
Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. 14.5.2007 12:07
Aðrein að Úlfarsfellsvegi lokað Aðreinin að Úlfarsfellsvegi við hringtorgið á Vesturlandsvegi verður lokað vegna vegaframkvæmda í einn mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.5.2007 11:56
Í kúrekaleik á Þorlákshafnarvegi Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á föstudag sem segja má að hafi verið í kúrekaleik. Hafði ökumaður dráttarvélar hringt í lögregluna og greint frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið fram úr honum og byssu veifað framan í hann. 14.5.2007 11:52
Eggert styður leitina að Madeleine McCann Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, er í hópi þeirra sem heitið hafa fjármunum fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að breska stúlkan Madeleine McCann finnist. 14.5.2007 11:22
Þarf að taka prófið aftur vegna ofsaaksturs Sautján ára ökumaður var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt þarf að fara á sérstakt námskeið og taka ökuprófið aftur vegna athæfisins samkvæmt nýjum ákvæðum umferðarlaga. 14.5.2007 11:02
Þarf aðeins pólitískan vilja til að viðhalda stjórnarsamstarfi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það einungis spurningu um pólitískan vilja að ríkisstjórnarflokkarnir tveir haldi áfram samstarfi sínu. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. Nafni hans, Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir hins vegar á sinni heimasíðu úrslit kosninganna kalla á að Framsóknarflokkurinn endurmeti sína stöðu. 14.5.2007 10:59
Rafmagnslaus við rafstöðvarvegginn Einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir stórtjóni vegna síendurtekinna rafmagnstruflana í Grímsnes-og Grafningshreppi, segir í fundargerð sveitarstjórnar. Henni hefur verið falið að leita skýringa hjá orkusölum, en svo háttar til að allar þrjár Sogsvirkjanirnar eru í hjarta sveitarfélagsins. 14.5.2007 10:53
Óháður ráðherra í þjóðstjórn segir af sér Ráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna hefur sagt af sér vegna vaxandi átaka milli fylkinganna sem standa að stjórninni, Fatah og Hamas. 14.5.2007 10:30
Mörg stjórnarmynstur í spilunum Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. 14.5.2007 10:23
Óðir hundar drápu ær og lömb í Danmörku Æði rann á tvo hunda frá hundabúgarði í grennd við Ringsted í Danmörku og réðust þeir á fjárhóp. Þeir eltu uppi og drápu sextán ær og mörg lömb. Þegar eigandinn ætlaði að hemja þá réðust þeir líka á hann. 14.5.2007 10:20
Sagðist vera hryðjuverkamaður í flugvél SAS Flugvél SAS-flugfélagsins sem stödd var í Björgvin var rýmd í morgun vegna þess að farþegi um borð lýsti því yfir að hann væri hryðjuverkamaður. 14.5.2007 10:09
Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst um þrettán prósent Verðmæti sjávarafurða sem fluttar voru út á síðasta ári nam rúmum 124 milljörðum króna sem er tæplega þrettán prósentum meira en árið 2005 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 14.5.2007 09:54
Bílvelta í Heiðmörk Bíll fór út af malarveginum í Heiðmörk um hálfáttaleytið í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bílinn valt og endaði á hvolfi. Þrennt var í bílnum. Farþegarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsl og voru þeir komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang. 13.5.2007 21:13
Þúsundir hermanna leita að félögum sínum Hópur með tengsl við Al Kaída samtökin hefur í yfirlýsingu sagst vera með þrjá bandaríska hermenn í haldi í Írak. Þúsundir bandarískra og íraskra hermanna leita nú að mönnunum sem hurfu eftir að sveit þeirra lenti í fyrirsát í úthverfi Baghdad á laugardag. 13.5.2007 20:51
Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. 13.5.2007 19:55
Ríkisstjórnin hélt naumlega velli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur. 13.5.2007 19:35