Innlent

Áttaði sig ekki á því að hún var ölvuð

MYND/RE

Betur fór en á horfðist þegar kona á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni í gærmorgun með þeim afleiðingum að hún keyrði á vegrið við Grettisgötu í Reykjavík. Bæði bíll og vegrið skemmdust töluvert en konan slapp ómeidd. Konan hafði setið við drykkju um nóttina og ekki áttað sig á því að hún var enn undir áhrifum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var konan á leiðinni að sækja börnin sín úr pössun þegar óhappið varð. Ekki er víst að eins vel hefði farið ef börnin hefðu líka verið í bílnum þegar hún missti stjórn á honum.

Lögreglan vill ítreka við ökumenn að þeir fari ekki of fljótt af stað morguninn eftir áfengisneyslu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×