Innlent

Kosningakerfið andsnúið Frjálslynda flokknum

MYND/GVA

Kosningakerfið er andsnúið Frjálslynda flokknum að mati Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins. Hann segir atkvæði greidd flokknum nýtast illa enda séu þingmenn frjálslyndra með flest atkvæði á bak við sig. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins Besta.

Í fréttinni er haft eftir Guðjóni Arnari Kristjánssyni að núverandi kosningakerfi sé andsnúið flokkum undir 10 prósenta fylgi. Þannig þurfi hver þingmaður Frjálslynda flokksins mun fleiri atkvæði til að ná kjöri en þingmenn annarra flokka.

Guðjón segist ennfremur ekki hafa trú á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með vinstriflokkunum fari svo að hann treysti sér ekki í áframhaldandi stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Frétt BB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×