Innlent

Hvítum sendibíl stolið við JL húsið í hádeginu

Hvítum Citreoen C3 sendibíl var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag um klukkan 12:30. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn hefur beðið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrt svo á brott.

Lesendur eru beðnir að láta lögreglu vita ef þeir hafa upplýsingar um þjófnaðinn. Númerið á hvíta Citreoen sendibílnum er PE 877.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×