Fleiri fréttir Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að stroka frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti. 13.5.2007 16:53 45 létust í sprengingu í norðurhluta Íraks Að minnsta kosti 45 létust í sprengjuárás í norðurhluta Íraks, í sjálfstjórnarhéraði Kúrda í dag. Vörubíl hlöðnum sprengiefni var ekið inn í skrifstofur kúsrdísks stjórnmálaflokks þar sem fundur var í gangi. 13.5.2007 15:54 Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. 13.5.2007 14:56 Wigan yfir á móti Sheffield United Nú stendur yfir lokaumferðin í Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham United á möguleika á því að forða sér falli úr deildinni en liðið keppir við Manchester United. Mikill fallbaráttuslagur ár sér líka stað á milli Sheffield United og Wigan. 13.5.2007 14:33 Jón segir ekki af sér Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra. 13.5.2007 13:14 Geir segir áframhaldi stjórnarsamstarf blasa við Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í hádegisfréttum á Stöð 2 að flokkurinn væri ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann segir áframhaldandi stjórnarsamstarf blasa við. 13.5.2007 12:55 Kosningavefur Vísis sló í gegn Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is. 13.5.2007 12:36 Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. 13.5.2007 12:18 Kynjaskipting á nýju Alþingi Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum. 13.5.2007 12:06 Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Árni Johnsen vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en samkvæmt RÚV beindust flestar útstrikanirnar gegn honum. 13.5.2007 10:51 Leiðtogi Talíbana fallinn Múlla Dadúlla, leiðtogi Talíbana í Afganistan, féll í átökum við herlið Atlantshafsbandalagsins í Helmand héraði í suðurhluta landsins um helgina. Talsmaður Bandaríkjahers greindi frá þessu í morgun og var blaðamönnum sýnt líkið. Fall Dadúlla er sagt mikið áfall fyrir Talíbana. 13.5.2007 10:18 Mæðradagurinn er í dag Mæðradagurinn er í dag. Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum. Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn. Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum. 13.5.2007 10:03 Sumir detta út, aðrir detta inn Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku síðustu árin ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn. 13.5.2007 09:59 Jón og Jónína einu ráðherrarnir sem ekki komust á þing Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn síðasta kjörtímabils komust ekki á þing og komu báðir úr Framsóknarflokknum. Þetta voru þau Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Bæði buðu þau sig fram í Reykjavík 13.5.2007 09:52 Framsókn stendur vel að vígi í NA-kjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi stendur Framsókn enn vel að vígi. Sjálfstæðisflokkur fær þar þrjá menn en heldur að dala miðað við fyrri tölur. Samfylking er með tvo menn en virðist einnig vera að dala miðað við fyrstu tölur. Þriðji þingmaður Framsóknarflokks er jöfnunarmaður. 12.5.2007 23:54 Guðmundur Steingrímsson úti aftur Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er dottinn aftur út af þingi. Hann var inni tímabundið sem jöfnunarmaður fyrr í kvöld. 12.5.2007 23:47 Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. 12.5.2007 23:30 Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. 12.5.2007 23:12 Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. 12.5.2007 23:08 Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu. 12.5.2007 22:58 Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. 12.5.2007 22:58 Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. 12.5.2007 22:53 Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. 12.5.2007 22:53 Margir strika Árna Johnsen út Allt að 30 prósent þeirra sem greiddu Sjáflstæðisflokknum atkvæði í Suðurlandskjördæmi strikuðu út nafn Árna Johnsen samkvæmt fyrstu talningu. 12.5.2007 22:43 Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:40 Guðmundur Steingrímsson inni sem jöfnunarmaður Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum, er inni sem jöfnunarmaður. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. 12.5.2007 22:36 Ætlum að mynda ríkisstjórn á okkar forsendum Árni Páll Árnason, sem samkvæmt fyrstu tölum úr Kraganum er öruggur inni, segir að nú sé runninn upp tími. Árni sagði í viðtali á kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að tölurnar sýndu að Samfylkingin væri alvöru stjórnmálaflokkur. 12.5.2007 22:33 Jón Sigurðsson inni sem jöfnunarþingmaður Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er kominn inn aftur sem jöfnunarmaður samkvæmt nýjustu tölum. 12.5.2007 22:31 Þetta er mjög mikið áfall „Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni. 12.5.2007 22:20 Vinstri grænir bæta við sig í Norðausturkjördæmi Í Norðaustukjördæmi eru Framsóknarmenn enn inni með þrjá menn þrátt fyrir mikið fylgistap. Ólöf norðdal kemur ný inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir eru í stórsókn og gætu verið að bæta við sig manni. Steingrímur sagði þetta vera mjög jákvætt og að 20% væri mjög glæsilegt. 12.5.2007 22:15 Einar Oddur og Kristinn úti Hvorki Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, né Kristinn H. Gunnarsson eru inni samkvæmt fyrstu tölum úr Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin bætir við sig þingmanni í kjördæminu á kostnað Sjálfstæðisflokksins. 12.5.2007 22:13 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:12 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig í Kraganum Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin bæta báðir við sig samkvæmt nýjustu tölum frá Suðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi frá síðustu kosningum. 12.5.2007 22:06 Jón Sigurðsson og Steinunn Valdís úti Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Steinunn Valdís, fyrrum borgarstjóri, eru ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík norður. Kjörsókn hefur verið minni í kjördæminu en í fyrri kosningum en talið er að hún hafi verið rúmlega átta prósent minni en í síðustu Alþingiskosningum. 12.5.2007 22:04 Málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn Minni átök milli flokka og málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að meta hvort minni kjörsókn henti einum flokki betur en öðrum. 12.5.2007 21:42 Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið. 12.5.2007 21:25 Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21. 12.5.2007 21:16 Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni. 12.5.2007 20:48 Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn. 12.5.2007 20:39 Mjög góð kjörsókn í Grímsey Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent. 12.5.2007 20:31 Um 30 þúsund manns voru í bænum þegar mest var Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 30 þúsund manns í það minnsta hafi verið samankomin í miðborginni í dag að fylgjast með því Þega Risessan svokallaða reyndi að tjónka við föður sinn sem farið hafði um borgina og látið öllum illum látum. 12.5.2007 20:21 Skilaboð frá Bandaríkjunum Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. 12.5.2007 20:00 Deilt um auglýsingar á kjörstað Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar. 12.5.2007 19:56 Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. 12.5.2007 19:45 Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. 12.5.2007 19:18 Sjá næstu 50 fréttir
Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að stroka frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti. 13.5.2007 16:53
45 létust í sprengingu í norðurhluta Íraks Að minnsta kosti 45 létust í sprengjuárás í norðurhluta Íraks, í sjálfstjórnarhéraði Kúrda í dag. Vörubíl hlöðnum sprengiefni var ekið inn í skrifstofur kúsrdísks stjórnmálaflokks þar sem fundur var í gangi. 13.5.2007 15:54
Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. 13.5.2007 14:56
Wigan yfir á móti Sheffield United Nú stendur yfir lokaumferðin í Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham United á möguleika á því að forða sér falli úr deildinni en liðið keppir við Manchester United. Mikill fallbaráttuslagur ár sér líka stað á milli Sheffield United og Wigan. 13.5.2007 14:33
Jón segir ekki af sér Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra. 13.5.2007 13:14
Geir segir áframhaldi stjórnarsamstarf blasa við Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í hádegisfréttum á Stöð 2 að flokkurinn væri ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann segir áframhaldandi stjórnarsamstarf blasa við. 13.5.2007 12:55
Kosningavefur Vísis sló í gegn Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is. 13.5.2007 12:36
Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. 13.5.2007 12:18
Kynjaskipting á nýju Alþingi Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum. 13.5.2007 12:06
Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Árni Johnsen vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en samkvæmt RÚV beindust flestar útstrikanirnar gegn honum. 13.5.2007 10:51
Leiðtogi Talíbana fallinn Múlla Dadúlla, leiðtogi Talíbana í Afganistan, féll í átökum við herlið Atlantshafsbandalagsins í Helmand héraði í suðurhluta landsins um helgina. Talsmaður Bandaríkjahers greindi frá þessu í morgun og var blaðamönnum sýnt líkið. Fall Dadúlla er sagt mikið áfall fyrir Talíbana. 13.5.2007 10:18
Mæðradagurinn er í dag Mæðradagurinn er í dag. Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum. Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn. Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum. 13.5.2007 10:03
Sumir detta út, aðrir detta inn Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku síðustu árin ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn. 13.5.2007 09:59
Jón og Jónína einu ráðherrarnir sem ekki komust á þing Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn síðasta kjörtímabils komust ekki á þing og komu báðir úr Framsóknarflokknum. Þetta voru þau Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Bæði buðu þau sig fram í Reykjavík 13.5.2007 09:52
Framsókn stendur vel að vígi í NA-kjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi stendur Framsókn enn vel að vígi. Sjálfstæðisflokkur fær þar þrjá menn en heldur að dala miðað við fyrri tölur. Samfylking er með tvo menn en virðist einnig vera að dala miðað við fyrstu tölur. Þriðji þingmaður Framsóknarflokks er jöfnunarmaður. 12.5.2007 23:54
Guðmundur Steingrímsson úti aftur Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er dottinn aftur út af þingi. Hann var inni tímabundið sem jöfnunarmaður fyrr í kvöld. 12.5.2007 23:47
Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. 12.5.2007 23:30
Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. 12.5.2007 23:12
Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. 12.5.2007 23:08
Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu. 12.5.2007 22:58
Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. 12.5.2007 22:58
Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. 12.5.2007 22:53
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. 12.5.2007 22:53
Margir strika Árna Johnsen út Allt að 30 prósent þeirra sem greiddu Sjáflstæðisflokknum atkvæði í Suðurlandskjördæmi strikuðu út nafn Árna Johnsen samkvæmt fyrstu talningu. 12.5.2007 22:43
Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:40
Guðmundur Steingrímsson inni sem jöfnunarmaður Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum, er inni sem jöfnunarmaður. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. 12.5.2007 22:36
Ætlum að mynda ríkisstjórn á okkar forsendum Árni Páll Árnason, sem samkvæmt fyrstu tölum úr Kraganum er öruggur inni, segir að nú sé runninn upp tími. Árni sagði í viðtali á kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að tölurnar sýndu að Samfylkingin væri alvöru stjórnmálaflokkur. 12.5.2007 22:33
Jón Sigurðsson inni sem jöfnunarþingmaður Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er kominn inn aftur sem jöfnunarmaður samkvæmt nýjustu tölum. 12.5.2007 22:31
Þetta er mjög mikið áfall „Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni. 12.5.2007 22:20
Vinstri grænir bæta við sig í Norðausturkjördæmi Í Norðaustukjördæmi eru Framsóknarmenn enn inni með þrjá menn þrátt fyrir mikið fylgistap. Ólöf norðdal kemur ný inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir eru í stórsókn og gætu verið að bæta við sig manni. Steingrímur sagði þetta vera mjög jákvætt og að 20% væri mjög glæsilegt. 12.5.2007 22:15
Einar Oddur og Kristinn úti Hvorki Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, né Kristinn H. Gunnarsson eru inni samkvæmt fyrstu tölum úr Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin bætir við sig þingmanni í kjördæminu á kostnað Sjálfstæðisflokksins. 12.5.2007 22:13
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:12
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig í Kraganum Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin bæta báðir við sig samkvæmt nýjustu tölum frá Suðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi frá síðustu kosningum. 12.5.2007 22:06
Jón Sigurðsson og Steinunn Valdís úti Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Steinunn Valdís, fyrrum borgarstjóri, eru ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík norður. Kjörsókn hefur verið minni í kjördæminu en í fyrri kosningum en talið er að hún hafi verið rúmlega átta prósent minni en í síðustu Alþingiskosningum. 12.5.2007 22:04
Málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn Minni átök milli flokka og málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að meta hvort minni kjörsókn henti einum flokki betur en öðrum. 12.5.2007 21:42
Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið. 12.5.2007 21:25
Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21. 12.5.2007 21:16
Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni. 12.5.2007 20:48
Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn. 12.5.2007 20:39
Mjög góð kjörsókn í Grímsey Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent. 12.5.2007 20:31
Um 30 þúsund manns voru í bænum þegar mest var Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 30 þúsund manns í það minnsta hafi verið samankomin í miðborginni í dag að fylgjast með því Þega Risessan svokallaða reyndi að tjónka við föður sinn sem farið hafði um borgina og látið öllum illum látum. 12.5.2007 20:21
Skilaboð frá Bandaríkjunum Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. 12.5.2007 20:00
Deilt um auglýsingar á kjörstað Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar. 12.5.2007 19:56
Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. 12.5.2007 19:45
Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. 12.5.2007 19:18