Fleiri fréttir

Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð

Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir.

Framsókn í erfiðleikum

Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt.

Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona.

Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi

Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu.

Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli.

Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út

Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.

Margir strika Árna Johnsen út

Allt að 30 prósent þeirra sem greiddu Sjáflstæðisflokknum atkvæði í Suðurlandskjördæmi strikuðu út nafn Árna Johnsen samkvæmt fyrstu talningu.

Harla sátt með fyrstu tölur

„Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi.

Guðmundur Steingrímsson inni sem jöfnunarmaður

Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum, er inni sem jöfnunarmaður. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.

Ætlum að mynda ríkisstjórn á okkar forsendum

Árni Páll Árnason, sem samkvæmt fyrstu tölum úr Kraganum er öruggur inni, segir að nú sé runninn upp tími. Árni sagði í viðtali á kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að tölurnar sýndu að Samfylkingin væri alvöru stjórnmálaflokkur.

Þetta er mjög mikið áfall

„Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni.

Vinstri grænir bæta við sig í Norðausturkjördæmi

Í Norðaustukjördæmi eru Framsóknarmenn enn inni með þrjá menn þrátt fyrir mikið fylgistap. Ólöf norðdal kemur ný inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir eru í stórsókn og gætu verið að bæta við sig manni. Steingrímur sagði þetta vera mjög jákvætt og að 20% væri mjög glæsilegt.

Einar Oddur og Kristinn úti

Hvorki Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, né Kristinn H. Gunnarsson eru inni samkvæmt fyrstu tölum úr Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin bætir við sig þingmanni í kjördæminu á kostnað Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi.

Jón Sigurðsson og Steinunn Valdís úti

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Steinunn Valdís, fyrrum borgarstjóri, eru ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík norður. Kjörsókn hefur verið minni í kjördæminu en í fyrri kosningum en talið er að hún hafi verið rúmlega átta prósent minni en í síðustu Alþingiskosningum.

Málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn

Minni átök milli flokka og málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að meta hvort minni kjörsókn henti einum flokki betur en öðrum.

Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað

Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið.

Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21.

Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi

Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni.

Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu

Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn.

Mjög góð kjörsókn í Grímsey

Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent.

Um 30 þúsund manns voru í bænum þegar mest var

Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 30 þúsund manns í það minnsta hafi verið samankomin í miðborginni í dag að fylgjast með því Þega Risessan svokallaða reyndi að tjónka við föður sinn sem farið hafði um borgina og látið öllum illum látum.

Skilaboð frá Bandaríkjunum

Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega.

Deilt um auglýsingar á kjörstað

Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar.

Mátti dúsa í dýflissu

Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn.

Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum

Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Geysispennandi kosningasjónvarp framundan

Undirbúningur kosningasjónvarpsins er nú á lokaspretti og starfsfólk stöðvar 2 um allt land er í startholunum fyrir útsendinguna sem hefst klukkan níu. Sigríður Guðlaugsdóttir heimsótti myndverið á Lynghálsi, en þaðan verður fylgst náið með framvindu mála fram á rauða nótt.

Barist í Karachi

Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði.

Risessan farin til Frakklands

Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu.

Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM

Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga stefnir á úrsögn úr Bandalagi íslenskra háskólamanna. Á fulltrúaþingi félagsins á þriðjudaginn kom fram afdráttarlaus vilji fulltrúanna til þess.

Um helmingur landsmanna hefur greitt atkvæði

Um helmingur landsmanna hafði kosið í Alþingiskosningunum klukkan sex í dag. Kjörsókn er svipuð og í síðustu kosningum víðast hvar. Í Reykjavík er kjörsóknin þó ívið minni en 2003 en til þess þarf að taka að þá var kjörsóknin óvenjugóð.

319 milljónir í boði fyrir upplýsingar um Madeleine

Menn keppast nú við að bjóða verðlaun til handa þeim sem gefið gæti upplýsingar um hvar Madeleine McCann, er niðurkomin. 319 milljónir íslenskra króna, eru nú í boði fyrir upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið.

Kjörsókn meiri í Norðausturkjördæmi

Kjörsókn hefur gengið vel víðsvegar um landið en er heldur minni en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðausturkjördæmi. Þar er kjörsókn umtalsvert meiri á Egilsstöðum og á Akureyri en í síðustu kosningum.

Fórnarlömb árásarmanns í Virginia Tech fá prófskírteini

Skólayfirvöld í Virginia Tech háskólanum hafa veitt nokkrum þeirra sem létu lífið í skotárásinnni í skólanum í síðasta mánuði prófgráður. Ættingjar hinna látnu tóku við prófskírteinum þeirra við hátíðlega athöfn í gær.

Risessan reynir að róa pabba sinn

Risinn er fundinn og nú freistar risessan, dóttir hans, þess að sannfæra hann um að koma með sér úr landi. Risinn hefur verið mjög pirraður síðan hann var vakinn upp og hefur skemmt bíla með hnífapörunum sínum.

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi kærðir

Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur kært til yfirkjörstjórnar störf fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi, í Þorlákshöfn og Vestmanneyjum. Athugasemd er gerð við það að Sjálfstæðismenn miðli upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum.

Öflug sprenging í Árósum

Einn mann sakaði þegar stór gaskútur sprakk nærri veitingastað við veðhlaupabrautina í Højbjerg í Árósum í Danmörku í morgun. Að sögn vitna var sprengingin mjög öflug og skók næsta nágrenni. Miklar skemmdir urðu á veitingahúsinu.

Kjörsókn ívið minni víðast hvar

Kosningar til Alþingis hafa gengið vel fyrir sig það sem af er. Kjörsókn hefur víðast verið heldur dræmari en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðvesturkjördæmi þar sem kjörsókn hefur verið töluvert meiri og á Akureyri hafa nokkuð fleiri greitt atkvæði en árið 2003.

Risessan leitar að pabba sínum

Leit risessunnar að föður heldur áfram í dag en faðir hennar, risinn, hefur gengið berserksgang um borgina. Risessan hóf daginn á því að fara í sturtu áður en hún hélt af stað á nýjan leik.

Nýjustu tölur á Vísi

Á kosningavef Vísis verður í kvöld hægt að fylgjast með stöðunni í Alþingiskosningunum eins og hún er hverju sinni. Staðan verður uppfærð um leið og nýjar tölur berast og reiknað út hvaða frambjóðendur eru inni á þingi eins og staðan er á þeim tíma.

Kaldo, en ekki Kaldi

Maður af eistneskum uppruna hefur ítrekað orðið fyrir símaónæði vegna þess hve nafn hans líkist bjórnum sem bruggaður er á Árskógssandi. Hann heitir Kaldo en bjórinn Kaldi.

Hagnaður Baugs dregist saman

Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í.

Sjá næstu 50 fréttir