Innlent

Kaldo, en ekki Kaldi

Maður af eistneskum uppruna hefur ítrekað orðið fyrir símaónæði vegna þess hve nafn hans líkist bjórnum sem bruggaður er á Árskógssandi. Hann heitir Kaldo en bjórinn Kaldi.

Kaldo Kiis er tónlistarmaður og gegnir stöðu aðstoðarskólastjóra hjá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann flutti til Íslands frá Eistlandi og á sér víst aðeins örfáa nafna í veröldinni. En heimurinn er lítill og skömmu eftir að hann tók sér búsetu ásamt fjölskyldu á Hauganesi, var opnuð bruggverksmiðja aðeins steinsnar frá heimili Kaldos. Og þegar Bruggverksmiðjan ákvað að skíra nýja bjórinn sinn Kalda, hófust vandræðin hjá Kaldo, sem heitir nánast sama nafni og bjórinn.

Hann segist ekki hafa íhugað að fara fram á skaðabætur vegna þessa en segir í léttum dúr að ekki myndu hann hafna þeim, væru þær í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×