Innlent

Jón Sigurðsson og Steinunn Valdís úti

Jón Sigurðsson greiðir atkvæði í dag.
Jón Sigurðsson greiðir atkvæði í dag.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Steinunn Valdís, fyrrum borgarstjóri, eru ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík norður. Kjörsókn hefur verið minni í kjördæminu en í fyrri kosningum en talið er að hún hafi verið rúmlega átta prósent minni en í síðustu Alþingiskosningum.

Jón Sigurðsson segir fyrstu tölur vera mikið áfall fyrir flokkinn og sjálfan sig. Ingibjörg Sólrún segir að þessar fyrstu tölur opni fyrir marga möguleika en samt of snemmt að spá um endanlega niðurstöðu þar sem enn sé mjótt á mununum.

Samkvæmt fyrstu tölum var Framsóknarflokkurinn með 6,1% fylgi í kjördæminu og Sjálfstæðisflokkurinn með 35,1%. Frjálslyndir fá 6,5% og Íslandshreyfingin 4,8%. Þá fær Samfylkingin 30,3% og Vinstri grænir 17,3%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×