Fleiri fréttir

Útgerðarfyrirtæki vísar ásökunum á bug

Vísir hf. í Grindavík vísar á bug ásökunum sem fram komu í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttinni var sagt frá því að fyrirtækið hafi landað þorski og gefið upp sem ufsa. Í yfirlýsingu sem borist hefur fyrirtækinu er þessu vísað alfarið á bug.

Sögulegt samkomulag

Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun.

Simbabve stjórnar sjálfbærri þróun fyrir SÞ

Afríkuríkið Simbabve var í gær valið til formennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um málefni sjálfbærrar þróunar. Álfur heims skiptast á að fara fyrir nefndinni og var komið að Afríku.

Ómar kaus í Laugardalshöll

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mætti á kjörstað nú fyrir stundu til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Ómar kaus í Laugardalshöllinni.

Gíslatöku lauk án blóðbaðs

Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu.

Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ

15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí.

Jón kaus í Kópavogi

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrsti maður á lista í Reykjavík norður, mætti snemma á kjörstað og greiddi sitt atkvæði. Jón er búsettur í Kópavogi og greiddi því atkvæði í Kópavogsskóla.

Tveir á slysadeildir eftir líkamsárásir

Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til á Veitingastaðinn Twix undir morgun þar sem maður lá meðvitundarlaus eftir líkamsáras. Maðurinn mun hafa lent í átökum við annan með þessum afleiðingum. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild með áverka í andliti. Líðan hans er eftir atvikum.

Unglingar í samræmdum fögnuðum

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit.

Kosningar til Alþingis hafnar

Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur.

Samkomulag næst um stjórn í Serbíu

Forseti Serbíu, Boris Tadic, tilkynnti í dag að samkomlag hefði nást á milli flokks hans og flokks fráfarandi forsætisráðherra, Voijslav Kostunica, um að Kostunica muni gegna embætti í eitt kjörtímabil í viðbót. Einnig mun lítill flokkur teknókrata bætast í hópinn og flokkarnir þrír mynda því með sér ríkisstjórn.

Föðurlandið, sósíalismi eða dauði!

Venesúela hefur tekið sér slagorð forseta landsins, Hugo Chavez, „Föðurlandið, sósíalismi eða dauði“ sem opinbera kveðju landsins. Það er talið merki um aukin völd Chavez í opinberum stofnunum í landinu. Slagorðið er afleiða af slagorði Fidels Castro, forseta Kúbu, „Föðurland eða dauði, Við munum sigra“ og er nú notað á öllum fundum Chavez.

Gæslan keypti búnað til að slökkva gróðurelda

Landhelgisgæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhannaða fötu sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni.

Stjórn Alþjóðabankans vill að Wolfowitz segi af sér

Meirihluti þeirra landa sem eiga sæti í stjórn Alþjóðabankans finnst að Paul Wolfowitz, forseti bankans, eigi að segja af sér. Einn af meðlimum stjórnarinnar, sem kemur frá þróunarlandi, sagði að meirihluti meðlima væru á þessari skoðun. „Við erum þeirrar trúar að Alþjóðabankinn geti ekki haldið áfram undir stjórn Hr. Wolfowitz.“ sagði hann enn frekar. Lokaákvörðun um framtíð Wolfowitz verður tekin í næstu viku.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars.

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum.

Gíslataka í rússneska sendiráðinu í Kosta Ríka

Maður frá fyrrum Sovíetríkjunum hefur tekið einn gísl í sendiráði Rússlands í San Jose í Kosta Ríka. Lögregla í San Jose hefur umkringt bygginguna. Maðurinn er talinn vera vopnaður. Ráðherra Almannavarna skýrði ríkissjónvarpi Kosta Ríka frá þessu fyrir örfáum mínútum. Sem stendur er ekki vitað hvað manninum gengur til.

Vesturveldin vilja sjálfstætt Kosovo

Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra hafa dreift uppkasti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að Kosovo verði sjálfsstætt ríki undir verndarvæng Evrópusambandsins. Rússar eru á móti því. Reuters fréttastofan komst yfir eintak af uppkastinu og fylgir það ráðleggingum Martti Ahtisaari.

Veður hefur ekki áhrif á kjörfylgi Sjálfstæðisflokks

Veður á kjördag hefur áhrif á úrslit kosninganna hjá Framsóknarflokknum og Vinstriflokkunum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna niðurstaður rannsóknar sem Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hefur gert. Öfugt við það sem margir halda hefur veðrið ekki áhrif á heildarkjörsókn.

Risessa á ferð um miðborgina

Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för.

Mátti dúsa í dýflissu

Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn.

MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið

Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði.

Brown vill leiða ríkisstjórn

Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær.

Jónas áfram formaður

Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Talsmenn flokkanna allir bjartsýnir

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru allir bjartsýnir á úrslit kosninganna á morgun. Síðustu klukkustundirnar er lögð áhersla á að ganga maður á mann, gefa blöðrur, forstpinna og annan varning merktum flokkunum.

Trúarhópar takast á í Egyptalandi

Að minnsta kosti 10 kristnir Egyptar særðust í átökum á milli trúarhópa í þorpi nálægt Kaíró. Kristnir ætluðu sér að byggja kirkju í þorpinu án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi og því brutust átökin út. Kveikt var í fjórum húsum í þropinu Behma í átökunum sem blossuðu upp í morgun, stuttu eftir að bænastund múslima var lokið.

Verulegar líkur á hryðjuverkaárás í Þýskalandi

Samkvæmt fréttum á vefsíðu ABC fréttastöðvarinnar er veruleg hætta á hryðjuverkaárás á bandarísk skotmörk í Þýskalandi. Talið er að hryðjuverkamennirnir ætli sér að ráðast gegn herstöðinni Patch Barracks, með því takmarki að valda sem mestum mannskaða.

Tveir leiðtogar á leið út funduðu í París

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Frakklands í dag til að kveðja Jacques Chirac, fráfarandi Frakklandsforseta, og ræða við Nicolas Sarkozy, arftaka Chiracs. Vel virtist fara á með þeim Chirac og Blair í heimsókninni en Blair er eins Chirac á leið af valdastóli.

Norðmenn munu leyfa hjónabönd samkynheigðra

Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu.

Vill hermenn bandamanna áfram í Írak

Forseti Íraks sagði í dag að land hans þyrfti bandaríska og breska hermenn í eitt eða tvö ár til viðbótar, til þess að gæta öryggis í landinu. Jalal Talabani lét þess orð falla í ræðu sem hann flutti í Cambridge háskóla, í Bretlandi. "Ég tel að á næsta einu til tveim árum getum við styrkt okkar eigin her og kvatt vini okkar," sagði forsetinn.

Vegagerðinni gert skylt að mæla mengun við Gjábakkaveg

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í maí 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Telur ráðherra að vegurinn muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðinni er þó gert skylt að gera mælingar á ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast.

Rætt um framtíð ratsjárkerfis í dag

Íslensk yfirvöld héldu í dag áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á landinu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fóru viðræðurnar fram í Reykjavík og var áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram.

Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa drepið borgara

Hersveitir Bandaríkjamanna í Afganistan hafa viðurkennt að hafa drepið borgara í loftárásum á uppreisnarmenn talibana í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá sveitunum kemur ekki fram hversu margir hafi látist.

Dæmd fyrir að draga sér fé

Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur.

Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu

Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.

Franskir framámenn kátir við kjötkatlana

Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum.

Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg

Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar.

Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín

Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum.

Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum.

Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð

Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta.

Sjá næstu 50 fréttir