Innlent

Risessan reynir að róa pabba sinn

MYND/Pjetur

Risinn er fundinn og nú freistar risessan, dóttir hans, þess að sannfæra hann um að koma með sér úr landi. Risinn hefur verið mjög pirraður síðan hann var vakinn upp af fornleifafræðingum í Reykjavík og hefur skemmt bíla með hnífapörunum sínum.

Þau feðgin hittust á Fríkirkjuveginum fyrir skömmu og héldu þaðan niður á Lækjatorg þar sem þau hvíldust til klukkan þrjú. Nú halda þau sem leið liggur niður á Hafnarbakka þaðan sem risessan mun reyna að plata karl föður sinn með sér úr landi. Heimildir herma að þar geti komið til átaka.

Risessan og risinn eru hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×