Fleiri fréttir Ómar vísar alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar vísar því alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum með gerð flugvallar í grennd við Kárahnjúka. Hann segist vera með öll tilskilin leyfi sem til þurfi vegna vallarins. Sveitastjórn Fljótsdalshéraðs kannar nú málið vegna kvartana sem bárust henni fyrir skömmu. 8.5.2007 18:58 Seinagangur samgönguráðherra kostar okkur 5 milljarða Seinagangur samgönguráðherra við að láta hefja veðurfarsathuganir á Hólmsheiði hefur kostað samfélagið fimm milljarða króna, segir stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. 8.5.2007 18:55 Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði. 8.5.2007 18:55 Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. 8.5.2007 18:54 Furðar sig á lóðaúthlutun Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi. 8.5.2007 18:50 Freistingar til misnotkunar innbyggðar í kvótakerfið Einar K Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir ákveðnar freistingar til misnotkunar byggðar inn kvótakerfið og taka beri allar ábendingar um svindl í kerfinu alvarlega. Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis vill að nefndin komi saman fyrir kosningar, vegna ásakana um stórfellt svindl í kvótakerfinu sem greint var frá í Kompási s.l. sunnudag. 8.5.2007 18:30 Rúmenum gert að yfirgefa landið Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi. 8.5.2007 18:30 Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið. 8.5.2007 17:03 Helgi Torfason safnstjóri Náttúruminjasafns Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Helga Torfason í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára frá og með deginum í dag. 8.5.2007 16:47 Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag. 8.5.2007 16:40 Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996. 8.5.2007 16:35 Portúgalska lögreglan setur upp vegatálma vegna Maddýar Portúgalska lögreglan hefur sett vegatálma í kringum smábæ í Portúgal, skammt þaðan sem hinni þriggja ára gömlu Madelene var rænt í síðustu viku. Portúgalska sjónvarpið segir að lögreglan hafi fengið vísbendingar um að þar sé maður sem hafi með sér barn sem líkist bresku telpunni. 8.5.2007 16:26 Konurnar hafa eyðilagt BBC Hinn heimsfrægi stjörnufræðingur Sir Patrick Moore segir að konur séu að eyðileggja BBC sjónvarpsstöðina. Þær séu þar nú í æðstu stöðum og framleiði ekkert nema drasl. Sir Patrick lét þessi orð falla í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hann byrjaði með sjónvarpsþátt sinn "The Sky at Night." 8.5.2007 16:17 Háskólanemi myrðir einn og særir tvo í Fresno Einn lést og tveir særðust eftir að háskólanemi hóf skotrhíð í íbúð á heimavist ríkisháskólans í Kaliforníu í Fresno í dag. Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang og reynir nú að ná tali af árásarmanninum sem mun enn vera í íbúðinni. 8.5.2007 16:15 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu nærri 300 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar. 8.5.2007 16:03 Lögreglan útilokar ekki íkveikju í miðbænum Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna bruna húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis 18. apríl stendur enn yfir. Lögregla getur því ekki útilokað að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða, né heldur hvort um hafi verið að ræða bruna út frá rafmagni. Of snemmt er að fullyrða um nokkuð í þessum efnum segir í yfirlýsingu frá lögreglunni. 8.5.2007 15:58 Smyglaði sveppum og eiturlyfjum á Litla Hraun Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að reyna að smygla sveppum og fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni. Fíkniefnahundur „merkti“ ákærða í fangelsinu og kom þá í ljós að maðurinn hafði ólöglega sveppi og fíkniefni í úlpuvasa sínum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. 8.5.2007 15:31 Hálslón eins og hálft annað Blöndulón Hálsón við Kárahnjúka hækkaði um heila þrjá metra í síðustu viku og er nú orðið á við eitt og hálft Blöndulón. 8.5.2007 15:28 Grafhvelfing Heródesar fundin Eftir að hafa leitað í yfir 30 ár telur ísraelski fornleifafræðingurinn, Ehud Netzer, sig hafa fundið gröf Heródesar konungs. Heródes réð yfir Júdeu þegar Jesú Kristur fæddist. 8.5.2007 15:09 Ekki ákveðið hvenær skipað verður í embætti ríkissaksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki ákveðið hvenær skipað verður í embætti ríkissaksóknara og segist eiga eftir að fara betur yfir umsóknir um embættið. Einn umsækjenda hefur dregið umsókn sína til baka. 8.5.2007 15:01 Áformuðu að drepa bandaríska hermenn Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 8.5.2007 14:43 Áhyggjur af próflausum ökumönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur það umhugsunarefni að ökumenn skuli halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuleyfi. Um síðustu helgi var 19 ára piltur stöðvarður fyrir hraðakstur. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglumanna og reyndi auk þess að komast undan. Að sögn lögreglu er það nánast á hverjum degi sem afskipti eru höfð af slíkum ökumönnum. 8.5.2007 14:24 Hefur þú heyrt þennan? Það er sjaldan létt yfir fundum milli herforingja Norður- og Suður-Kóreu. Oftast er þar skipst á ásökunum og svívirðingum. Fulltrúar Suður-Kóreu vissu því varla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar yfirsamningamaður norðanmanna byrjaði fund í dag á því að segja brandara. Brandarinn fjallaði náttúrlega um George Bush. 8.5.2007 14:21 Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. 8.5.2007 14:04 Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkrusinnum séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. 8.5.2007 13:28 Enn slegist á taívanska þinginu Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd. 8.5.2007 13:15 Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. 8.5.2007 13:02 Englandsdrottning í Hvíta húsinu Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. 8.5.2007 13:00 Arna fer á Viðskiptablaðið Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrum aðstoðar ritstjóri Krónikunnar, hefur ráðið sig til starfa á Viðskiptablaðinu. Arna segir á bloggsíðu sinni á Vísi að hún muni aðallega skrifa í helgarútgáfu blaðsins. 8.5.2007 12:56 Bíða eftir sandsílinu við suðvesturströndina Náttúrufræðingar, fuglaáhugamenn, sjófuglar og veiðimenn bíða þess nú í ofvæni hvort sandsílið ætlar að koma upp að suðvesturströndinni í vor eftir tveggja ára fjarveru. 8.5.2007 12:45 Novator greiðir 1,8 milljarða til búlgarska ríkisins Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, þarf að greiða búlgarska ríkinu 1,8 milljarða króna vegna sölu Novator á búlgarska símafélaginu BTC. 8.5.2007 12:30 Símaskráin 2007 komin út í umhverfisvænni útgáfu Símaskráin 2007 er komin út og nú í fyrsta sinn með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Ritstjóri símaskrárinnar segir að hún sé það umhverfisvæn að hægt sé að borða hana, þó hún mæli ekki beinlínis með því. 8.5.2007 12:22 Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna umfjöllunar Kompáss Magnús Þór Hafsteinsson hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag. 8.5.2007 12:17 Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. 8.5.2007 12:15 Stjórnarþingmenn fari með hálfsannleik í málefnum aldraðra Formaður Landsambands eldri borgarara segir stjórnarþingmenn fara með hálfsannleik í málefnum aldraðra, rétt fyrir kosningar. Skattbyrði láglaunafólks hafi ekki minnkað og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki aukist um 60-75 % hjá eldri borgurum, eins og stjórnarþingmenn haldi fram. 8.5.2007 12:14 Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. 8.5.2007 12:11 Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. 8.5.2007 12:10 900 milljóna króna gjöf Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun. 8.5.2007 12:06 Kannað hvort Ómar hafi valdið umhverfisspjöllum Verið er að kanna hvort Ómar Ragnarsson hafi valdið umhverfisspjöllum með flugvallargerð í grennd við Kárahnjúka samkvæmt ábendingu um að svo sé. 8.5.2007 12:01 Lögreglan á Akureyri yfirheyrir Rúmena Lögreglan á Akureyri er nú að yfirheyra 6-9 útlendinga sem grunur leikur á að kunni að vera hluti af hópi Rúmena sem komið hafi hingað til að betla. Kvartanir hafa borist vegna útlendinganna. 8.5.2007 12:00 Fyrstu myndirnar af nýrri prinsessu birtar í Danmörku Danska konungsfjölskyldan birti í morgun fyrstu opinberu myndirnar af nýfæddri prinsessu þeirra Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu. Þær sýna meðal annars að stúlkan, sem fæddist þann 21. apríl, er hárprúð og virðist þegar hafa lært að brosa til ljósmyndara. 8.5.2007 11:48 Össur segir Íslandshreyfinguna vera „egóflipp“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, gagnrýndi Íslandshreyfinguna harðlega í morgunþætti Jóhanns Hauksonar á Útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði framboðið byggjast á "egóflippi" eða reiði út í Frjálslynda flokkinn. 8.5.2007 11:44 Kjósendur flýja Framsókn til Sjálfstæðisflokks Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. 8.5.2007 11:35 Reykur frá þakpappabræðslu setti eldvarnarkerfi Alþingis í gang Slökkvilið af tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að Alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tíu í morgun vegna gruns um að eldur hefði komið upp í húsinu. 8.5.2007 11:06 Fjórtán stútar gripnir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag. 8.5.2007 10:54 Sjá næstu 50 fréttir
Ómar vísar alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar vísar því alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum með gerð flugvallar í grennd við Kárahnjúka. Hann segist vera með öll tilskilin leyfi sem til þurfi vegna vallarins. Sveitastjórn Fljótsdalshéraðs kannar nú málið vegna kvartana sem bárust henni fyrir skömmu. 8.5.2007 18:58
Seinagangur samgönguráðherra kostar okkur 5 milljarða Seinagangur samgönguráðherra við að láta hefja veðurfarsathuganir á Hólmsheiði hefur kostað samfélagið fimm milljarða króna, segir stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. 8.5.2007 18:55
Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði. 8.5.2007 18:55
Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. 8.5.2007 18:54
Furðar sig á lóðaúthlutun Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi. 8.5.2007 18:50
Freistingar til misnotkunar innbyggðar í kvótakerfið Einar K Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir ákveðnar freistingar til misnotkunar byggðar inn kvótakerfið og taka beri allar ábendingar um svindl í kerfinu alvarlega. Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis vill að nefndin komi saman fyrir kosningar, vegna ásakana um stórfellt svindl í kvótakerfinu sem greint var frá í Kompási s.l. sunnudag. 8.5.2007 18:30
Rúmenum gert að yfirgefa landið Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi. 8.5.2007 18:30
Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið. 8.5.2007 17:03
Helgi Torfason safnstjóri Náttúruminjasafns Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Helga Torfason í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára frá og með deginum í dag. 8.5.2007 16:47
Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag. 8.5.2007 16:40
Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996. 8.5.2007 16:35
Portúgalska lögreglan setur upp vegatálma vegna Maddýar Portúgalska lögreglan hefur sett vegatálma í kringum smábæ í Portúgal, skammt þaðan sem hinni þriggja ára gömlu Madelene var rænt í síðustu viku. Portúgalska sjónvarpið segir að lögreglan hafi fengið vísbendingar um að þar sé maður sem hafi með sér barn sem líkist bresku telpunni. 8.5.2007 16:26
Konurnar hafa eyðilagt BBC Hinn heimsfrægi stjörnufræðingur Sir Patrick Moore segir að konur séu að eyðileggja BBC sjónvarpsstöðina. Þær séu þar nú í æðstu stöðum og framleiði ekkert nema drasl. Sir Patrick lét þessi orð falla í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hann byrjaði með sjónvarpsþátt sinn "The Sky at Night." 8.5.2007 16:17
Háskólanemi myrðir einn og særir tvo í Fresno Einn lést og tveir særðust eftir að háskólanemi hóf skotrhíð í íbúð á heimavist ríkisháskólans í Kaliforníu í Fresno í dag. Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang og reynir nú að ná tali af árásarmanninum sem mun enn vera í íbúðinni. 8.5.2007 16:15
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu nærri 300 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar. 8.5.2007 16:03
Lögreglan útilokar ekki íkveikju í miðbænum Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna bruna húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis 18. apríl stendur enn yfir. Lögregla getur því ekki útilokað að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða, né heldur hvort um hafi verið að ræða bruna út frá rafmagni. Of snemmt er að fullyrða um nokkuð í þessum efnum segir í yfirlýsingu frá lögreglunni. 8.5.2007 15:58
Smyglaði sveppum og eiturlyfjum á Litla Hraun Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að reyna að smygla sveppum og fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni. Fíkniefnahundur „merkti“ ákærða í fangelsinu og kom þá í ljós að maðurinn hafði ólöglega sveppi og fíkniefni í úlpuvasa sínum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. 8.5.2007 15:31
Hálslón eins og hálft annað Blöndulón Hálsón við Kárahnjúka hækkaði um heila þrjá metra í síðustu viku og er nú orðið á við eitt og hálft Blöndulón. 8.5.2007 15:28
Grafhvelfing Heródesar fundin Eftir að hafa leitað í yfir 30 ár telur ísraelski fornleifafræðingurinn, Ehud Netzer, sig hafa fundið gröf Heródesar konungs. Heródes réð yfir Júdeu þegar Jesú Kristur fæddist. 8.5.2007 15:09
Ekki ákveðið hvenær skipað verður í embætti ríkissaksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki ákveðið hvenær skipað verður í embætti ríkissaksóknara og segist eiga eftir að fara betur yfir umsóknir um embættið. Einn umsækjenda hefur dregið umsókn sína til baka. 8.5.2007 15:01
Áformuðu að drepa bandaríska hermenn Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 8.5.2007 14:43
Áhyggjur af próflausum ökumönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur það umhugsunarefni að ökumenn skuli halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuleyfi. Um síðustu helgi var 19 ára piltur stöðvarður fyrir hraðakstur. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglumanna og reyndi auk þess að komast undan. Að sögn lögreglu er það nánast á hverjum degi sem afskipti eru höfð af slíkum ökumönnum. 8.5.2007 14:24
Hefur þú heyrt þennan? Það er sjaldan létt yfir fundum milli herforingja Norður- og Suður-Kóreu. Oftast er þar skipst á ásökunum og svívirðingum. Fulltrúar Suður-Kóreu vissu því varla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar yfirsamningamaður norðanmanna byrjaði fund í dag á því að segja brandara. Brandarinn fjallaði náttúrlega um George Bush. 8.5.2007 14:21
Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. 8.5.2007 14:04
Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkrusinnum séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. 8.5.2007 13:28
Enn slegist á taívanska þinginu Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd. 8.5.2007 13:15
Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. 8.5.2007 13:02
Englandsdrottning í Hvíta húsinu Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. 8.5.2007 13:00
Arna fer á Viðskiptablaðið Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrum aðstoðar ritstjóri Krónikunnar, hefur ráðið sig til starfa á Viðskiptablaðinu. Arna segir á bloggsíðu sinni á Vísi að hún muni aðallega skrifa í helgarútgáfu blaðsins. 8.5.2007 12:56
Bíða eftir sandsílinu við suðvesturströndina Náttúrufræðingar, fuglaáhugamenn, sjófuglar og veiðimenn bíða þess nú í ofvæni hvort sandsílið ætlar að koma upp að suðvesturströndinni í vor eftir tveggja ára fjarveru. 8.5.2007 12:45
Novator greiðir 1,8 milljarða til búlgarska ríkisins Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, þarf að greiða búlgarska ríkinu 1,8 milljarða króna vegna sölu Novator á búlgarska símafélaginu BTC. 8.5.2007 12:30
Símaskráin 2007 komin út í umhverfisvænni útgáfu Símaskráin 2007 er komin út og nú í fyrsta sinn með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Ritstjóri símaskrárinnar segir að hún sé það umhverfisvæn að hægt sé að borða hana, þó hún mæli ekki beinlínis með því. 8.5.2007 12:22
Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna umfjöllunar Kompáss Magnús Þór Hafsteinsson hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag. 8.5.2007 12:17
Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. 8.5.2007 12:15
Stjórnarþingmenn fari með hálfsannleik í málefnum aldraðra Formaður Landsambands eldri borgarara segir stjórnarþingmenn fara með hálfsannleik í málefnum aldraðra, rétt fyrir kosningar. Skattbyrði láglaunafólks hafi ekki minnkað og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki aukist um 60-75 % hjá eldri borgurum, eins og stjórnarþingmenn haldi fram. 8.5.2007 12:14
Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. 8.5.2007 12:11
Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. 8.5.2007 12:10
900 milljóna króna gjöf Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun. 8.5.2007 12:06
Kannað hvort Ómar hafi valdið umhverfisspjöllum Verið er að kanna hvort Ómar Ragnarsson hafi valdið umhverfisspjöllum með flugvallargerð í grennd við Kárahnjúka samkvæmt ábendingu um að svo sé. 8.5.2007 12:01
Lögreglan á Akureyri yfirheyrir Rúmena Lögreglan á Akureyri er nú að yfirheyra 6-9 útlendinga sem grunur leikur á að kunni að vera hluti af hópi Rúmena sem komið hafi hingað til að betla. Kvartanir hafa borist vegna útlendinganna. 8.5.2007 12:00
Fyrstu myndirnar af nýrri prinsessu birtar í Danmörku Danska konungsfjölskyldan birti í morgun fyrstu opinberu myndirnar af nýfæddri prinsessu þeirra Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu. Þær sýna meðal annars að stúlkan, sem fæddist þann 21. apríl, er hárprúð og virðist þegar hafa lært að brosa til ljósmyndara. 8.5.2007 11:48
Össur segir Íslandshreyfinguna vera „egóflipp“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, gagnrýndi Íslandshreyfinguna harðlega í morgunþætti Jóhanns Hauksonar á Útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði framboðið byggjast á "egóflippi" eða reiði út í Frjálslynda flokkinn. 8.5.2007 11:44
Kjósendur flýja Framsókn til Sjálfstæðisflokks Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. 8.5.2007 11:35
Reykur frá þakpappabræðslu setti eldvarnarkerfi Alþingis í gang Slökkvilið af tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að Alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tíu í morgun vegna gruns um að eldur hefði komið upp í húsinu. 8.5.2007 11:06
Fjórtán stútar gripnir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag. 8.5.2007 10:54