Innlent

Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi

Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi samkvæmt nýrri rannsókn.

Embætti ríkislögrelgustjóra hefur staðið fyrir ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn lögreglumönnum og voru niðurstöður kynntar í morgun.

Niðurstöðurnar sýna að um 70 prósentum starfandi lögreglumanna hefur verið hótað, um 43 prósent lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi án meiðsla og 40 prósent fyrir ofbeldi sem leiddi til smávægilegra eymsla.

Um 15 prósent hafa hins vegar orðið fyrir ofbeldi sem leiddi til stórvægilegra eymsla og um 4 prósent fyrir ofbeldi sem leiddi til alvarlegra áverka.

Í langflestum tilfellum, eða 93 prósentum, voru árásarmennirnir undir áhrifum áfengis og ofbeldið átti sér oftast stað á föstudögum og laugardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×