Innlent

Össur segir Íslandshreyfinguna vera „egóflipp“

Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, gagnrýndi Íslandshreyfinguna harðlega í morgunþætti Jóhanns Hauksonar á Útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði framboð Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur byggjast á "egóflippi" eða reiði út í Frjálslynda flokkinn.

Össur benti á að það kunni að fara svo að „grínistinn Ómar Ragnarsson lendi í mikilli tragíkómedíu, undir lok síns ferils. Að maðurinn sem ætlaði að stoppa stóriðju og leiddi þúsundir manna niður Laugaveginn, að þetta framboðsflipp hans kann að leiða til þess að stjórnin haldi velli.," sagði hann. Össur segist vera viss um að Íslandshreyfingin taki einungis atkvæði frá stjórnarandstöðuflokkunum en ekkert frá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eins og stefnt hafi veirð að.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×