Innlent

Reykur frá þakpappabræðslu setti eldvarnarkerfi Alþingis í gang

MYND/Pjetur

Slökkvilið af tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að Alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tíu í morgun vegna gruns um að eldur hefði komið upp í húsinu.

Það var vaktmaður í húsinu sem tilkynnti um atvikið eftir að hann hafði fundið reykjarlykt og eldvarnarkerfi í húsinu fór í gang. Við nánari athugun kom í ljós að iðnaðarmenn höfðu verið að bræða dúk á þaki hússins og fór reykur inn um glugga og kom kerfinu af stað. Ekki reyndist því nein hætta á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×