Innlent

Símaskráin 2007 komin út í umhverfisvænni útgáfu

Símaskráin 2007 er komin út og nú í fyrsta sinn með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Ritstjóri símaskrárinnar segir að hún sé það umhverfisvæn að hægt sé að borða hana, þó hún mæli ekki beinlínis með því.

Forsíðu símaskrárinnar hannaði Kristinn Gunnar Atlason nemi í grafískri hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Þetta er í annað sinn sem Já gefur skrána út og er hún prentuð í 230.000 eintökum.

Símaskráin er rúmlega 1500 blaðsíður og vegur tæp tvö kíló en er hálfu kílói léttari vegna umhverfisvæns pappírs sem í hana er notaður. Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar, segir símaskrána töluvert mikið lesna þótt fjölmargir noti Netið í dag.

Símaskránni verður dreift í verslunum Símans, Vodafone, á afgreiðslustöðum um allt land og á bensínstöðum fram til 30. júní. Hægt er að skila gömlu skránni um leið og sú nýja er sótt. Skráin er afhent án gjalds en harðspjaldaútgáfan kostar 650 krónur.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×