Innlent

Hálslón eins og hálft annað Blöndulón

MYND/Stöð 2

Hálsón við Kárahnjúka hækkaði um heila þrjá metra í síðustu viku og er nú orðið á við eitt og hálft Blöndulón.

Fram kemur á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar að hlýindi í síðustu og þarsíðustu viku hafi snaraukið rennsli í lónið þannig að vatnsborðið hækkaði yfir 40 sentímetra á sólarhring að jafnaði í síðustu viku.

Höfðu menn reiknað út 3. maí að um 600 milljarðar lítra hefðu safnast í lónið en þá var vatnsborðið 577 metrum yfir sjávarmáli. Vantar þá aðeins um 50 metra upp á að það verði fullt en það á að gerast í haust.

Til samanburðar rúmar Blöndulón 400 milljarða lítra þegar það er fullt og því er vatnsmagnið í Háslóni einu og hálfu sinni meira nú en það verður mest í Blöndulóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×