Innlent

Bíða eftir sandsílinu við suðvesturströndina

Náttúrufræðingar, fuglaáhugamenn, sjófuglar og veiðimenn bíða þess nú í ofvæni hvort sandsílið ætlar að koma upp að suðvesturströndinni í vor eftir tveggja ára fjarveru.

Skortur á síli hefur valdið því að varp lunda, kríu og margra sjófugla hefur misfarist í tvö ár í röð. Fuglarnir hætta hreinlega við varpið ef fæðuhorfur eru ekki góðar líkt og fæðingum fækkar meðal mannfólksins þegar hart er í ári efnahagslega.

Fregnir hafa borist af því að nokkuð af síli hafi fundist í fiskum, sem veiðst hafa við Vestmannaeyjar að undanförnu, en Valur Bogason, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar í Eyjum, segir að dæmin séu of fá til að draga ályktanir senn sem komið er. Líklega verði ekki hægt að merkja það að ráði fyrr en sést hvernig varpi ritu og annara bjargfugla virðist ætla að reiða af.

Sandsílið lét nánast ekki sjá sig allt frá Breiðafirði og austur fyrir Vík í Mýrdal í fyrra og hitteðfyrra og eru fuglaáhugamenn farnir að hafa áhyggjur af ýmsum fuglastofnum ef varpið misferst þriðja árið í röð.

Veiðimenn óttast að veiðar verði takmarkaðar ef svo fer og fiskifræðingar fara þá alvarlega að óttast að stofninn hafi hrunið, frekar en hann hafi tímabundið breytt um göngumynstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×