Innlent

Novator greiðir 1,8 milljarða til búlgarska ríkisins

MYND/Vilhelm

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, þarf að greiða búlgarska ríkinu 1,8 milljarða króna vegna sölu Novator á búlgarska símafélaginu BTC.

Novator ákvað á fimmtudag að selja 90 prósenta hlut sinn í símafélaginu fyrir 1,6 milljarða Evra eða 145 milljarða íslenskra króna. Novator keypti hlut sinn í félaginu á rúma 24 milljarða árið 2004.

Þá var ákvæði í kaupsamningi við búlgarska ríkið að ef Novator seldi þann 65 prósenta hlut sem keyptur var af ríkinu aftur fyrir meira en 300 milljónir Evra, myndi félagið greiða ríkinu 7 prósenta hlut af söluhagnaði. Þetta þýðir að búlgarska ríkið fær til sín 1,8 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×