Innlent

Lögreglan á Akureyri yfirheyrir Rúmena

Lögreglan á Akureyri er nú að yfirheyra 6-9 útlendinga sem grunur leikur á að kunni að vera hluti af hópi Rúmena sem komið hafi hingað til að betla. Kvartanir hafa borist vegna útlendinganna.

Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði nú rétt fyrir fréttir að yfirheyrslur standi yfir og hafi borist athugasemdir vegna ónæðis af völdum útlendinganna sem hafa dreift sér um götur Akureyrar og leikið á hljóðfæri.

Tuttugu og einum ríkisborgara frá Rúmeníu var vísað úr landi í gær og voru þeir sendir til Kaupmannahafnar og Oslóar en að sögn lögreglu komu þeir þaðan.

Rúmenarnir hafa verið hér á landi í nokkrar vikur án tilskilinna leyfa og hafa framfleytt sér með betli og hljóðfæraleik í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrir þeirra áttu farmiða til baka en kaupa þurfti flugmiða undir suma þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×