Fleiri fréttir Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu. 7.5.2007 22:54 Zille segir flokk sinn ekki of hvítan Nýkjörinn leiðtogi Bandalags demókrata í Suður-Afríku, Helen Zille, neitaði því í dag flokkur hennar sé of hvítur og of miðstéttarsinnaður. Zille, sem er borgarstjóri í Höfðaborg, sagði að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu hana sem leiðtoga í gær hefðu ekki verið hvítir. Hún segir ásakanirnar vera áróður ANC flokksins, sem er við völd í Suður-Afríku. 7.5.2007 22:36 Hermann fallinn í fjórða sinn Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. 7.5.2007 22:02 592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon. 7.5.2007 21:55 Væntanlegar keppnisgreinar á Vetrarólympíuleikum sýndar Ein af keppnisgreinum á vetrarólympíuleikunum árið 2008 verður vængflug svokallað (e. wingsuit flying). Keppendur eru þá í sérgerðum búningi sem gerir þeim mögulegt að svífa um loftin blá og ná allt að 100 kílómetra hraða. Önnur tiltölulega ný keppnisgrein er hraðbrun (e. speed skiing) og þá bruna keppendur niður brekkurnar með aðstoð fallhlífar. Greinarnar tvær voru sýndar á laugardaginn var. 7.5.2007 21:37 Með tvær köngulær í eyranu Læknir í Bretlandi varð heldur hissa eftir að hafa skoðað níu ára dreng vegna eyrnaverks. Í ljós kom að tvær köngulær höfðu tekið sér bólfestu í öðru eyra drengsins. 7.5.2007 20:43 Fillon hugsanlega næsti forsætisráðherra Frakklands Nicolas Sarkozy mun velja Francois Fillon, náinn aðstoðarmann sinn og fyrrum menntamálaráðherra, sem forsætisráðherra sinn. Með þeirri skipan ætlar hann sér að lægja öldurnar í Frakklandi en óeirðir brutust út í París þegar ljóst varð að Sarkozy yrði næsti forseti landsins. 7.5.2007 20:25 Myrtur með sprengju Sprengja sprakk í bílastæðihúsi Luxor spilavítisins í Las Vegas í dag. Lögregluyfirvöld sögðu að starfsmaður hótelsins hefði látið lífið þegar hann tók hana ofan af bílþaki. Lögregla sagði að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða heldur morð með framandi vopni. 7.5.2007 19:48 Interpol rannsakar nú hvarf stúlku í Portúgal Kate McCann, móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. Á blaðamannafundi portúgölsku lögreglunnar í kvöld kom fram að Alþjóðalögreglan Interpol tæki nú þátt í rannsókn málsins og allt gert til að finna stúlkuna. 7.5.2007 19:26 Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. 7.5.2007 19:23 Umdeildur verðandi forseti Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. 7.5.2007 19:15 Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. 7.5.2007 19:11 Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. 7.5.2007 19:03 Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun. 7.5.2007 18:58 Stefnt að opinberu hlutafélagi um flugflota Gæslunnar Til athugunar er að stofna opinbert hlutafélag utan um flugrekstur Landhelgisgæslunnar, en í morgun var skrifað undir kaupsamning á nýrri flugvél fyrir Gæsluna upp á 2,1 milljarð króna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur dagar Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli séu senn taldir og þá komi helst til greina að flytja starfsemina á Keflavíkurflugvöll. 7.5.2007 18:30 Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. 7.5.2007 18:30 Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. 7.5.2007 18:30 19 Rúmenum vísað úr landi í dag Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. 7.5.2007 18:25 Breska drottningin í Hvíta húsinu Breska drottningin fór í heimsókn í Hvíta húsið í Bandaríkjunum í dag. Í ræðu sem hún hélt fyrir utan bústað forsetans sagði hún að vinátta Bretlands og Bandaríkjanna væri „náin og traust.“ George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði við sama tækifæri að drottningin væri „góð persóna, sterkur leiðtogi og frábær bandamaður.“ 7.5.2007 18:03 Aðstoðarmaður Wolfowitz segir af sér Háttsettur aðstoðarmaður Paul Wolfowitz tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér. Kevin Kellems sagði að hneykslið sem Wolfowitz væri flæktur í gerði honum erfitt að sinna starfi sínu hjá Alþjóðabankanum. Kellems, sem vann einnig með Wolfowitz í varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna, mun hætta störfum í næstu viku. 7.5.2007 17:50 Eurovision and Live Earth 7.5.2007 16:49 WHO harkalega gagnrýnd Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO er harkalega gagnrýnd í breska tímaritinu The Lancet. The Lancet er málgagn bresku læknasamtakanna og eitt virtasta tímarit sinnar tegundar í heiminum. Í grein tímaritsins segir að WHO byggi ráðleggingar sínar oft á tíðum á litlum sem engum sönnunargögnumgögnum. 7.5.2007 16:29 Ólafur Ragnar útskrifaður af sjúkrahúsi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið útskrifaður eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er nú kominn heim á Bessastaði og mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði. Ekkert athugavert kom í ljós við rannsóknir að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. 7.5.2007 16:12 Í mál af því að hann dó ekki Þegar læknar sögðu John Brandrick að hann væri með krabbamein í briskirtli og ætti aðeins sex mánuði eftir ólifað, brá honum auðvitað í brún. Læknar höfðu fundið sjö sentimeetra langt æxli í þessum sextíu og tveggja ára gamla breska afa. John ákvað þó að gera það besta úr öllu saman og lifa lífinu lifandi. Það er að segja því sem eftir væri af því. 7.5.2007 15:50 Vélhjólamanni haldið sofandi Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis maðurinn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans. 7.5.2007 15:47 Tvöfalt morð í Svíþjóð Sænska lögreglan leitar nú manns sem talið er að hafi myrt mann og konu í smábænum Hörby sem er rétt norðaustan við Malmö. Líkin voru mjög illa útleikin og skömmu áður en þau fundust sást blóðugur maður á hlaupum í grennd við bæinn. 7.5.2007 15:22 Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni „Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni. 7.5.2007 15:16 Trimmaðu skeggið Adolf Tannbursta-yfirskegg Adolfs Hitlers er líklega best þekkta skegg sögunnar. Til þessa hefur verið talið að hann hafi bara verið að fylgja tískunni. Nú hefur hinsvegar fundist ritgerð sem rithöfundurinn Alexander Moritz Frey skrifaði. Þeir Hitler voru báðir óbreyttir hermenn í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. 7.5.2007 14:36 Ekki meiða Maddie Kate McCann, Móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. "Setjið hana á einhvern öruggan stað og látið einhvern vita hvar," sagði hún í átakanlegu ákalli, sem var sjónvarpað. Portúgalska lögreglan hefur grun um að ræninginn sé breskur. Margir sjónarvottar hafa skýrt frá því að þeir hafi séð hálfsköllóttann mann draga litla telpu með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu þar sem Madeleine bjó ásamt foreldrum sínum. 7.5.2007 13:51 Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið. 7.5.2007 13:40 Washington með öndina í hálsinum Elísabet Englandsdrottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Drottningin kom til Washington í dag þar sem Bush forseti fór fyrir 5000 manna móttökunefnd. Í Washington bíður fræga og fína fólkið með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar frú Elísabet mætir í kvöldverð í Hvíta húsinu. 7.5.2007 13:30 Morðingja synjað um náðun Forseti Þýskalands hefur synjað Christian Clar um náðun. Klar var einn af morðingjum Rauðu herdeildanna svonefndu. Hann var dæmdur í sexfallt lífstíðarfangelsi árið 1983. Rauðu herdeildirnar voru hryðjuverkasamtök sem frömdu mörg ódæðisverk í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Christian Klar er nú 54 ára gamall. 7.5.2007 13:29 Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins. 114 manns voru um borð. 7.5.2007 13:15 Þriggja ára stúlku enn leitað Enn hefur ekkert spurst til þriggja ára gamallar breskrar stúlku, Madelein McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmutdagskvöldið. Portúgalska lögreglan rannsakar nú fréttir þess efnis að vitni hafi séð sköllóttan mann draga unga stúlku með sér að smábátahöfn nærri sumardvalarstaðnum í Praia da Luz sama kvöld og Madelein hvarf. 7.5.2007 12:45 Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. 7.5.2007 12:44 Ungmenni gætu nálgast áfengi í matvöruverslunum Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 7.5.2007 12:27 Viðgerð hafin á vél Flugstoða Viðgerð er um það bil að hefjast á vél Flugmálastjórnar, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í janúar. Hún tilheyrir nú Flugstoðum ohf. og segir Þorgeir Pálsson forstjóri þeirra, að hún komist væntanlega í gangið í sumar 7.5.2007 12:20 Heitir því að sameina Frakka Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. 7.5.2007 12:15 Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. 7.5.2007 12:03 Frímúrarar kaupa fíkniefnahund Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fengið styrk að fjárhæð einnar og hálfrar milljónar króna til kaupa á fíkniefnaleitarhundi. Embættið fékk styrk úr Frímúrarasjóðunum, menningar- og mannúðarsjóði Frímúrarareglunnar á Íslandi. Upphæðin dugir þó ekki nema fyrir helmingi kostnaðar því talið er að kostnaðurinn verði ekki undir þremur milljónum króna þegar þjálfun hundsins er tekin með í reikninginn. 7.5.2007 11:42 Reykjavíkurakademían tíu ára Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna. 7.5.2007 11:33 Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska. 7.5.2007 10:52 Gæludýrin reykja meira Breskt tryggingafélag hefur varað við því að milljónum gæludýra sé stefnt í hættu með reykingabanninu sem tekur gildi á veitingastöðum fyrsta júlí næstkomandi. Bannið leiði til þess að fólk reyki meira heima hjá sér í stað þess að fara á pöbbinn og fá sér kollu og smók. Gæludýrin þurfi því að þola miklu meiri óbeinar reykingar en hingaðtil. 7.5.2007 10:50 Kerfið felur í sér hvata til svindls Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. 7.5.2007 10:44 Datt niður dauður Roskinn saudar-abiskur karlmaður datt niður dauður þegar dómstóll í Mekka úrskurðaði að þrjár fullorðnar dætur hans mættu gifta sig, gegn vilja föðurins. Í undirrétti hafði dómur fallið manninum í vil. Í Saudi-Arabíu gildir sú meginregla að konur megi ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar. 7.5.2007 10:22 Sjá næstu 50 fréttir
Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu. 7.5.2007 22:54
Zille segir flokk sinn ekki of hvítan Nýkjörinn leiðtogi Bandalags demókrata í Suður-Afríku, Helen Zille, neitaði því í dag flokkur hennar sé of hvítur og of miðstéttarsinnaður. Zille, sem er borgarstjóri í Höfðaborg, sagði að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu hana sem leiðtoga í gær hefðu ekki verið hvítir. Hún segir ásakanirnar vera áróður ANC flokksins, sem er við völd í Suður-Afríku. 7.5.2007 22:36
Hermann fallinn í fjórða sinn Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. 7.5.2007 22:02
592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon. 7.5.2007 21:55
Væntanlegar keppnisgreinar á Vetrarólympíuleikum sýndar Ein af keppnisgreinum á vetrarólympíuleikunum árið 2008 verður vængflug svokallað (e. wingsuit flying). Keppendur eru þá í sérgerðum búningi sem gerir þeim mögulegt að svífa um loftin blá og ná allt að 100 kílómetra hraða. Önnur tiltölulega ný keppnisgrein er hraðbrun (e. speed skiing) og þá bruna keppendur niður brekkurnar með aðstoð fallhlífar. Greinarnar tvær voru sýndar á laugardaginn var. 7.5.2007 21:37
Með tvær köngulær í eyranu Læknir í Bretlandi varð heldur hissa eftir að hafa skoðað níu ára dreng vegna eyrnaverks. Í ljós kom að tvær köngulær höfðu tekið sér bólfestu í öðru eyra drengsins. 7.5.2007 20:43
Fillon hugsanlega næsti forsætisráðherra Frakklands Nicolas Sarkozy mun velja Francois Fillon, náinn aðstoðarmann sinn og fyrrum menntamálaráðherra, sem forsætisráðherra sinn. Með þeirri skipan ætlar hann sér að lægja öldurnar í Frakklandi en óeirðir brutust út í París þegar ljóst varð að Sarkozy yrði næsti forseti landsins. 7.5.2007 20:25
Myrtur með sprengju Sprengja sprakk í bílastæðihúsi Luxor spilavítisins í Las Vegas í dag. Lögregluyfirvöld sögðu að starfsmaður hótelsins hefði látið lífið þegar hann tók hana ofan af bílþaki. Lögregla sagði að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða heldur morð með framandi vopni. 7.5.2007 19:48
Interpol rannsakar nú hvarf stúlku í Portúgal Kate McCann, móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. Á blaðamannafundi portúgölsku lögreglunnar í kvöld kom fram að Alþjóðalögreglan Interpol tæki nú þátt í rannsókn málsins og allt gert til að finna stúlkuna. 7.5.2007 19:26
Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. 7.5.2007 19:23
Umdeildur verðandi forseti Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. 7.5.2007 19:15
Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. 7.5.2007 19:11
Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. 7.5.2007 19:03
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun. 7.5.2007 18:58
Stefnt að opinberu hlutafélagi um flugflota Gæslunnar Til athugunar er að stofna opinbert hlutafélag utan um flugrekstur Landhelgisgæslunnar, en í morgun var skrifað undir kaupsamning á nýrri flugvél fyrir Gæsluna upp á 2,1 milljarð króna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur dagar Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli séu senn taldir og þá komi helst til greina að flytja starfsemina á Keflavíkurflugvöll. 7.5.2007 18:30
Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. 7.5.2007 18:30
Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. 7.5.2007 18:30
19 Rúmenum vísað úr landi í dag Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. 7.5.2007 18:25
Breska drottningin í Hvíta húsinu Breska drottningin fór í heimsókn í Hvíta húsið í Bandaríkjunum í dag. Í ræðu sem hún hélt fyrir utan bústað forsetans sagði hún að vinátta Bretlands og Bandaríkjanna væri „náin og traust.“ George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði við sama tækifæri að drottningin væri „góð persóna, sterkur leiðtogi og frábær bandamaður.“ 7.5.2007 18:03
Aðstoðarmaður Wolfowitz segir af sér Háttsettur aðstoðarmaður Paul Wolfowitz tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér. Kevin Kellems sagði að hneykslið sem Wolfowitz væri flæktur í gerði honum erfitt að sinna starfi sínu hjá Alþjóðabankanum. Kellems, sem vann einnig með Wolfowitz í varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna, mun hætta störfum í næstu viku. 7.5.2007 17:50
WHO harkalega gagnrýnd Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO er harkalega gagnrýnd í breska tímaritinu The Lancet. The Lancet er málgagn bresku læknasamtakanna og eitt virtasta tímarit sinnar tegundar í heiminum. Í grein tímaritsins segir að WHO byggi ráðleggingar sínar oft á tíðum á litlum sem engum sönnunargögnumgögnum. 7.5.2007 16:29
Ólafur Ragnar útskrifaður af sjúkrahúsi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið útskrifaður eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er nú kominn heim á Bessastaði og mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði. Ekkert athugavert kom í ljós við rannsóknir að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. 7.5.2007 16:12
Í mál af því að hann dó ekki Þegar læknar sögðu John Brandrick að hann væri með krabbamein í briskirtli og ætti aðeins sex mánuði eftir ólifað, brá honum auðvitað í brún. Læknar höfðu fundið sjö sentimeetra langt æxli í þessum sextíu og tveggja ára gamla breska afa. John ákvað þó að gera það besta úr öllu saman og lifa lífinu lifandi. Það er að segja því sem eftir væri af því. 7.5.2007 15:50
Vélhjólamanni haldið sofandi Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis maðurinn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans. 7.5.2007 15:47
Tvöfalt morð í Svíþjóð Sænska lögreglan leitar nú manns sem talið er að hafi myrt mann og konu í smábænum Hörby sem er rétt norðaustan við Malmö. Líkin voru mjög illa útleikin og skömmu áður en þau fundust sást blóðugur maður á hlaupum í grennd við bæinn. 7.5.2007 15:22
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni „Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni. 7.5.2007 15:16
Trimmaðu skeggið Adolf Tannbursta-yfirskegg Adolfs Hitlers er líklega best þekkta skegg sögunnar. Til þessa hefur verið talið að hann hafi bara verið að fylgja tískunni. Nú hefur hinsvegar fundist ritgerð sem rithöfundurinn Alexander Moritz Frey skrifaði. Þeir Hitler voru báðir óbreyttir hermenn í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. 7.5.2007 14:36
Ekki meiða Maddie Kate McCann, Móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. "Setjið hana á einhvern öruggan stað og látið einhvern vita hvar," sagði hún í átakanlegu ákalli, sem var sjónvarpað. Portúgalska lögreglan hefur grun um að ræninginn sé breskur. Margir sjónarvottar hafa skýrt frá því að þeir hafi séð hálfsköllóttann mann draga litla telpu með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu þar sem Madeleine bjó ásamt foreldrum sínum. 7.5.2007 13:51
Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið. 7.5.2007 13:40
Washington með öndina í hálsinum Elísabet Englandsdrottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Drottningin kom til Washington í dag þar sem Bush forseti fór fyrir 5000 manna móttökunefnd. Í Washington bíður fræga og fína fólkið með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar frú Elísabet mætir í kvöldverð í Hvíta húsinu. 7.5.2007 13:30
Morðingja synjað um náðun Forseti Þýskalands hefur synjað Christian Clar um náðun. Klar var einn af morðingjum Rauðu herdeildanna svonefndu. Hann var dæmdur í sexfallt lífstíðarfangelsi árið 1983. Rauðu herdeildirnar voru hryðjuverkasamtök sem frömdu mörg ódæðisverk í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Christian Klar er nú 54 ára gamall. 7.5.2007 13:29
Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins. 114 manns voru um borð. 7.5.2007 13:15
Þriggja ára stúlku enn leitað Enn hefur ekkert spurst til þriggja ára gamallar breskrar stúlku, Madelein McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmutdagskvöldið. Portúgalska lögreglan rannsakar nú fréttir þess efnis að vitni hafi séð sköllóttan mann draga unga stúlku með sér að smábátahöfn nærri sumardvalarstaðnum í Praia da Luz sama kvöld og Madelein hvarf. 7.5.2007 12:45
Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. 7.5.2007 12:44
Ungmenni gætu nálgast áfengi í matvöruverslunum Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 7.5.2007 12:27
Viðgerð hafin á vél Flugstoða Viðgerð er um það bil að hefjast á vél Flugmálastjórnar, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í janúar. Hún tilheyrir nú Flugstoðum ohf. og segir Þorgeir Pálsson forstjóri þeirra, að hún komist væntanlega í gangið í sumar 7.5.2007 12:20
Heitir því að sameina Frakka Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. 7.5.2007 12:15
Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. 7.5.2007 12:03
Frímúrarar kaupa fíkniefnahund Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fengið styrk að fjárhæð einnar og hálfrar milljónar króna til kaupa á fíkniefnaleitarhundi. Embættið fékk styrk úr Frímúrarasjóðunum, menningar- og mannúðarsjóði Frímúrarareglunnar á Íslandi. Upphæðin dugir þó ekki nema fyrir helmingi kostnaðar því talið er að kostnaðurinn verði ekki undir þremur milljónum króna þegar þjálfun hundsins er tekin með í reikninginn. 7.5.2007 11:42
Reykjavíkurakademían tíu ára Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna. 7.5.2007 11:33
Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska. 7.5.2007 10:52
Gæludýrin reykja meira Breskt tryggingafélag hefur varað við því að milljónum gæludýra sé stefnt í hættu með reykingabanninu sem tekur gildi á veitingastöðum fyrsta júlí næstkomandi. Bannið leiði til þess að fólk reyki meira heima hjá sér í stað þess að fara á pöbbinn og fá sér kollu og smók. Gæludýrin þurfi því að þola miklu meiri óbeinar reykingar en hingaðtil. 7.5.2007 10:50
Kerfið felur í sér hvata til svindls Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. 7.5.2007 10:44
Datt niður dauður Roskinn saudar-abiskur karlmaður datt niður dauður þegar dómstóll í Mekka úrskurðaði að þrjár fullorðnar dætur hans mættu gifta sig, gegn vilja föðurins. Í undirrétti hafði dómur fallið manninum í vil. Í Saudi-Arabíu gildir sú meginregla að konur megi ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar. 7.5.2007 10:22