Fleiri fréttir

Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir

Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni.

Átta manns létust í bílslysi í Indiana

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í bílslysi í Indiana fylki í Bandaríkjunum í dag. Um margra bíla árekstur var að ræða á hraðbraut í fylkinu þar sem þrír flutningabílar og fjórir fólksbílar skullu saman.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna peningafölsunar

Karlmaður um tvítugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. maí vegna peningafölsunarmála sem rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til meðferðar að undanförnu.

Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur.

Átta hæða hús hrynur í Tyrklandi

Íbúðarblokk hrundi í Istanbul í Tyrklandi seinnipartinn í dag. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi látist eða slasast en yfirvöld segja að flestir íbúanna hafi náð að forða sér þegar braka fór í húsinu. Óljóst er hve margir voru í húsinu sem er í evrópska hluta borgarinnar, en fjöldi björgunarfólk er á vettvangi.

Dýrkeypt að mjólka of mikið

Ítalskir kúabændur þurfa að greiða 17,6 milljarða sekt til Erópusambandsins fyrir að framleiða mjólk umfram þá kvóta sem þeim hafði verið úthlutað. Hvert land innan ESB hefur ákveðinn mjólkurkvóta og gilda strangar reglur um að ekki megi framleiða umfram það magn sem hann segir til um.

Stefna að því að stækka miðborgina

Til stendur að stækka miðborg Reykjavíkur svo um munar með því að byggja upp á svokölluðu Höfðatorgi sem liggur á milli Borgartúns, Skúlatúns, Skúlagötu og Höfðatúns.

Landsvirkjun greiðir hálfan milljarð í arð til ríkisins

Samþykkt var á aðalfundi Landsvirkjunar að greiða hálfan milljarð í arð til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins. Á fundinum urðu einnig þær breytingar á stjórn að Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogsm tók við af Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni sem stjórnarformaður Landsvirkjunar en aðrir í stjórn voru endurkjörnir.

Verslingar í morgunmat hjá framsókn

Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlegur í Verzlunarskóla Íslands í dag og var mikið um dýrðir. Um 300 nemendur eru að ljúka verslunarprófi eftir tveggja ára nám og við það tilefni klæða þeir sig upp og gera sér glaðan dag. Nemendur hófu daginn á því að gæða sér á morgunverði í Ýmishúsinu í boði Framsóknarflokksins.

Magnús Oddson heiðraður

Ferðamálaráð Evrópu heldur í dag aðalfund sinn á Nordica hóteli í dag. Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu samtakanna sem aðalfundur þeirra er haldinn hér á landi. Magnúsi Oddsyni, ferðamálastjóra Íslands, var veitt viðurkenning fyrir „úrvalsþjónustu við Ferðamálasamtök Evrópu í yfir 15 ár,”.

Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna.

Mannekla og ófullnægjandi húsakostur hamlar starfsemi Landspítalans

Mannekla og og ófullnægjandi húsakostur hefur hamlað starfsemi Landspítalans háskólasjúkrahúss að sögn Birnu Kr. Svavarsdóttur, formanns stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ræðu hennar á ársfundi spítalans sem haldinn er í dag. Hún segir nauðsynlegt í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu að skoða fleiri möguleika við fjármögnun og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar.

Bush dansar í þágu baráttunnar við malaríu

George Bush Bandaríkjaforseti brá á leik í gær til þess að vekja athygli á baráttunni við malaríu í heiminum. Boðað var til blaðamannafundar á túninu fyrir utan Hvíta húsið til þess að vekja athygli á svokölluðum Malaríudegi en hann var haldinn í fyrsta sinn í gær.

Bein útsending frá blaðamannafundi um varnarmál

Bein útsending er að hafin frá Stjórnarráðinu þar sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um nýgert samkomulag við Norðmenn í varnarmálum og viljayfirlýsingu sama efnis sem gerð var við Dani.

Samkrull borgaralegra og hernaðarlegra þátta varhugavert

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, gerir alvarlegar athugasemdir við öll vilyrði í nýgerðu samkomulagi Íslendinga við Norðmenn og samstarfsyfirlýsingu við Dani um öryggismál sem gefin eru af hálfu Íslendinga um aukinn kostnað sem fellur á Íslendinga.

Risamoska í Kaupmannahöfn

Alheimssamband múslima hefur tekið fagnandi teikningum af risastóru bænahúsi í Kaupmannahöfn. Moskan er nokkuð nútímaleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er hvorki með spírum né hvolfþaki, eins og bænahús múslima í Miðausturlöndum. Hönnuður hennar segir að það hafi vakið mikla hrifningu múslima.

Nóg komið af norrænum verðlaunum

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar ekki að stofna til nýrra norrænna verðlauna. Þetta var samþykkt á fundi í Kaupmannahöfn á fundi í gær. Undanfarin ár hafa komið tillögur um orku-, matvæla- og nýsköpunarverðlaun í nafni Norðurlandaráðs.

Malarflutningabíll valt við Þorlákshöfn

Malarflutningabíll valt á hliðina við hringtorg í Þorlákshöfn í hádeginu. Eftir því lögregla á Selfossi segir var ökumaður flutningabílsins í belti og tókst honum að komast að sjálfsdáðum út úr bílnum.

1400 Úkraínumenn læddust inn í Danmörku

Um 1400 ólöglegir innflytjendur frá Úkraínu komu til Danmerkur á síðasta ári, og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. Samkomulag er milli Úkraínu og Danmerkur um að landbúnaðarverkafólk fái dvalarleyfi í Danmörku. Á síðasta ári vöknuðu grunsemdir hjá danska útlendingaeftirlitinu vegna mikils fjölda sem streymdi til landsins. Gefin voru út 1800 dvalarleyfi.

Slys í Kópavogslaug

Fimmtán ára gamall unglingspiltur fannst meðvitundarlaus í Kópavogslaug klukkan tíu í morgun. Drengurinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn höfðu lífgunartilraunir þegar verið hafnar og var hann fluttur í skyndi á bráðamóttöku.

Alvarlegustu umferðarslysin á þjóðvegum í dreifbýli

Alvarlegustu bílslysin hér á landi eiga sér stað á þjóðvegum í dreifbýli og nær 75% banaslysa í umferðinni eru fyrir utan borgarmörkin. Þjóðvegir landsins eru hættulegir og laga þarf umhverfi þeirra til að draga úr alvarlegum bílslysum vegna útafaksturs segir deildarstjóri hjá Vegagerðinni.

Geta fengið borguð laun í evrum

Frá og með næstu mánaðamótum gefst starfsmönnum Straums-Burðaráss kostur á að fá borguð laun í evrum. Þetta er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem borgar starfsmönnum sínum laun í evrum. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi var rétt rúmir sex milljarðar króna.

CANTAT-3 kominn í lag

Áhöfn kapalskipsins Pacific Guardian hefur lokið fullnaðarviðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem bilaði milli Íslands og Kanada 16. desember s.l. Unnið er að því að setja fjarskiptaumferð á strenginn að nýju og er búist við að umferð verði komin í eðlilegt horf fyrir lok vikunnar.

Fékk enga skýringu á því hvers vegna hann var settur af

Jóhannes Geir Sigurgeirsson kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes verður settur af á aðalfundi sem hefst klukkan eitt, gegn vilja sínum.

Íslendingar bera kostnað af veru norskra hermanna hér

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu nú fyrir stundu samkomulag um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Samkvæmt því bera Íslendingar kostnað af staðsetningu norskra liðsmanna hér.

Danskur ríkisborgari í haldi Bandaríkjamanna í Írak

Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi í dag bandarísk yfirvöld fyrir að greina dönsku ríkisstjórninni ekki frá því að danskur ríkisborgari af íröksku bergi brotinn hefði verið í haldi Bandaríkjahers í Írak í marga mánuði.

Iðjuþjálfun ekki í boði fyrir nýinnritaða á geðdeild

Iðjuþjálfun á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1.maí n.k. leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngudeildar, segir Sylviane Pétursson-Lecoultre, yfiriðjuþjálfi. Þjónusta iðjuþjálfa mun því skerðast verulega frá og með 1. maí 2007.

SAS í hart við flugfreyjur sínar

SAS flugfélagið hefur tilkynnt að það tali ekki við flugfreyjur sínar, meðan þær séu í ólöglegu verkfalli. Viðræður hefjist fyrst þegar þær komi aftur til vinnu.

Reiðir út af 12 ára böðli

Margir Afganar eru reiðir yfir því að Talibanar skyldu nota 12 ára gamlan dreng til þess að taka af lífi mann sem þeir sögðu hafa svikið málstaðinn. Tekið var upp á myndband þegar drengurinn skar af honum höfuðið með stórum hnífi. Viðstaddir hrópuðu á meðan; "Allahu Akbar !, Guð er mikill.

„Við erum alveg að komast upp að vegg,“ segir forstjóri Landspítalans

Halli á rekstri Landspítalans háskólasjúkrahúss nam 290 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi spítalans sem kynntur var nú í morgun. Á sama tíma og fleiri leita til spítalans eftir þjónustu hefur raunfjárveiting staðið í stað eða minnkað. Forstjóri Landspítalans segir nauðsynlegt að ríkið auki fjárveitingar.

Herréttur hafinn í morðmálinu í Keflavíkurstöðinni

Réttarhöld yfir meintum morðingja flugliðans Ashley Turner, sem myrt var í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eru hafin. Verjandi segir að yfirvöld hafi verið of fljót á sér í málinu og að þeim hafi láðst að rannsaka annan mann sem hafði ástæðu til að vinna Turner mein. Íslensk kærasta mannsins neitar að mæta fyrir réttinn.

Útsending Stöðvar 2+ liggur niðri

Útsending Stöðvar 2+ á Digital Ísland hefur legið niðri frá því í gærkvöld en það má rekja til bilunar í töluvkerfi. Verið er að vinna að viðgerð og er vonast til að útsendingin verði komin í lag síðar í dag.

Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga

Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum.

Rússar bulla segir Rice

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það sé hlægilegt bull í Rússum að þykjast hafa af því áhyggjur að Bandaríkin komi upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Verið Vísindagarðar tekur til starfa á Sauðárkróki

Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

Flugfreyjur SAS enn í verkfalli

Flugfreyjur SAS-flugfélagsins eru enn í verkfalli og hefur félagið þurft að aflýsa rúmlega 550 flugferðum. Ferðaáætlanir tugþúsunda farþega hafa raskast af þessum sökum.

Varðliðar umhverfisins skipaðir og Kuðungurinn afhentur

Um hundrað manns komu saman í Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag af tilefni Dags umhverfisins. Varðliðar umhverfisins voru útnefndir og verktaktafyrirtækið Bechtel hlaut umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir