Innlent

Geta fengið borguð laun í evrum

Frá og með næstu mánaðamótum gefst starfsmönnum Straums-Burðaráss kostur á að fá borguð laun í evrum. Þetta er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem borgar starfsmönnum sínum laun í evrum. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi var rétt rúmir sex milljarðar króna.

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs hjá Straumi Burðarási var kynnt í morgun. Hagnaður eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt rúmir sex milljarðar íslenskra króna eða rúmlega 69 milljónir evra en hagnaður bankans á sama tíma í fyrra var 19 milljarðar íslenskra króna eða rúmlega 217 milljónir evra. Skýringin á þessum mikla mun er sú að að í fyrra seldi bankinn um rúmlega 21 prósenta hlut sinn í Glitni, sem þá hét Íslandsbanki.

Friðrik Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, segir skýringuna einnig vera þá að í fyrra hafi gríðarlega mikil hækkun orðið á íslenska hlutabréfamarkaðinum, óskráðar eignir hafi lækkað og svo hafi bankinn tapað á krónunni. Hann segir hins vegar fyrsta uppgjörið í evrum hafa gengið vonum framar.

Frá og með næstu mánaðarmótum gefst starfsmönnum bankans síðan kostur á að fá laun sín borguð í evrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×