Innlent

Magnús Oddson heiðraður

Magnús Oddsson ferðamálastjóri tekur við viðurkenningu Ferðamálasamtaka Evrópu úr hendi forseta samtakanna, Dr Arthur Obereascher.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri tekur við viðurkenningu Ferðamálasamtaka Evrópu úr hendi forseta samtakanna, Dr Arthur Obereascher.

Ferðamálaráð Evrópu heldur í dag aðalfund sinn á Nordica hóteli í dag. Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu samtakanna sem aðalfundur þeirra er haldinn hér á landi. Að loknu ávarpi Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, var Magnúsi Oddsyni, ferðamálastjóra Íslands, veitt viðurkenning fyrir „úrvalsþjónustu við Ferðamálasamtök Evrópu í yfir 15 ár," eins og segir í tilkynningu. Magnús var ennfremur kjörinn í framkvæmdanefnd samtakanna til næstu tveggja ára. Á fundinum var Georgíu veitt innganga í samtökin og eru aðildarlöndin nú 38.

Ferðamálaráð Evrópu einbeitir sér að kynningu á ferðamöguleikum í Evrópu á mörkuðum utan Evrópu. Samtökin reka stóra alþjóðlega upplýsingavefi, gefa út kynningarrit og bæklinga og skipuleggja heimsóknir og söluherferðir til Evrópulanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×