Innlent

Umhverfisspjöllum vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík mótmælt

MYND/OK

Samtökin Sól á Suðurnesjum hvetja íbúa í Vogum til að hafna uppbyggingu háspennulína um svæðið ef kemur til að álver rísi í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þau telja línurnar muni rýra gildi svæðisins.

Í tilkynningunni segir að tekjur af hugsanlegu álveri í Helguvík muni fyrst og fremst renna í sjóði Garðs og Reykjanesbæjar. Náttúruspjöllin og umhverfisraskið bitni hins vegar á öðrum sveitarfélögum á Reykjanesskaga ekki síst Vogum.

Samtökin krefjast þess að umhverfisraski sé haldið í lágmarki verði álver byggt í Helguvík. Þá hvetja þau íbúa í Vogum til þess að verja hagsmuni sína og hafna háspennulínum um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×