Fleiri fréttir Núverandi stjórn heldur velli Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Íslandshreyfing missa fylgi samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir juku við sig fylgi. Á meðan fylgi Baráttuhreyfingarinnar stendur í stað með 1% fylgi. Samkvæmt þessu munu stjórnarflokkarnir tveir mælast með 47% fylgi en Kaffibandalagið svokallaða vera með 49% fylgi. 13.4.2007 18:39 Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. 13.4.2007 17:47 Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. 13.4.2007 17:36 Ríkisstjórnin hefur sent heimilunum 38 milljarða reikning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í Egilshöll í dag að ríkisstjórnin hefði sent heimilum landsins 38 milljarða króna reikning vegna verðbólgu og ofurvaxta á þessu ári. 13.4.2007 17:10 Mogginn kaupir allt Blaðið Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Seljendur eru þeir Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson. Í framhaldi af kaupunum verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Árvaks. Fyrir kaupin átti Árvakur um helming alls hlutafjár í Ár og degi. 13.4.2007 16:50 Sinfóníutónleikum á Ísafirði frestað vegna veðurs Fyrirhuguðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara áttu fram á Ísafirði í kvöld hefur verið aflýst. Flugvélum var snúið til baka þegar sýnt þótti að veðrið væri orðið of slæmt til lendingar á Ísafjarðarflugvelli. 13.4.2007 16:43 Ekki fer ég til Moskvu Tugir rússneskra andófsmanna sem ætluðu að taka þátt í mótmælaaðgerðum í Moskvu, á sunnudaginn, hafa verið handteknir, að sögn skipuleggjenda. Stjórnvöld hafa bannað mótmælafundinn. Það eru samtökin Hitt Rússland, sem standa fyrir mótmælunum og talsmaður þeirra segir að þeim verði haldið til streitu, þrátt fyrir handtökurnar. 13.4.2007 16:33 Hálfhífaður ökumaður með smábarn í bílnum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, reyndist vera rétt undir leyfilegum mörkum en var samt látinn hætta akstri enda með smábarn í bílnum. Alls voru tveir karlmenn teknir fyrir ölvunarakstur í austurborginni í gær og var annar þeirra hátt á áttræðisaldri. 13.4.2007 16:20 Iceland, China and the Environment 13.4.2007 16:06 Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Bein útsending er á Vísi frá setningu landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, flytja ræðu sína og væntanlega fjalla um þau mál sem flokkurinn leggur áherslu á í kosningabaráttunni. 13.4.2007 16:03 Hætta leit að fimm mönnum af dráttarbát Björgunarmenn hættu í dag að leita að fimm mönnum sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í gærkvöld. Sjö manns var bjargað af bátnum en þrír hafa fundist látnir. 13.4.2007 15:58 Prestar biðjast afsökunar Prestar Digraneskirkju hafa beðist afsökunar á því að hafa neitað að ferma unga stúlku á þeim forsendum að hún væri ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prestarnir sendu frá sér í dag. Þeir harma hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sárindum. 13.4.2007 15:40 Páfi valtar yfir Da Vinci skjölin Benedikt Páfi hefur sent frá sér sína fyrstu bók eftir að hann tók við því embætti og nefnist hún Jesús frá Nazaret. Í henni vísar hann óbeint á bug vangaveltum um líf Krists eins og komu fram í metsölubókinni Da Vinci skjölin. Bókin er sögð vera persónuleg leit hans að ásjónu Krists. 13.4.2007 15:31 Fagna áfangasigri í verndun Jökulsánna í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í verndun þeirra með því að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi dregið til baka tillögur sem gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 13.4.2007 15:28 Ný þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip í Sundahöfn Ný þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa verður tekin í notkun í Sundahöfn í júlí í sumar. Eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Ferðamálastofu verður húsið 360 fermetrar. 13.4.2007 15:17 Gólfflötur Leifsstöðvar á við átta knattspyrnuvelli Breytingum og stækkunum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 7 milljarða króna sem staðið hafa yfir undanfarin 4 ár er lokið - í bili alla vega - en á morgun fagnar stöðin 20 ára afmæli sínu. 13.4.2007 15:06 Lést þegar hann féll útbyrðis af bát sínum Sjómaðurinn sem fannst látinn í gær eftir að hann féll fyrir borð af báti sínm úti fyrir Vopnafirði hét Guðmundur Ragnarsson. Hann var 65 ára og til heimilis að Hafnarbyggð 23 á Vopnafirði. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 13.4.2007 14:45 Með hjólabrettamenn í eftirdragi Lögreglumenn í Kópavogi þurftu í gær að hafa afskipti af ungum ökumanni sem var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi á bíl sínum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn maðurinn hafi verið stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum. 13.4.2007 14:37 Braut fingur þegar hann kastaði sprengju Slysin gera sjaldan boð á undan sér og stundum eru þau all sérkennileg. Þannig fingurbrotnaði sextán ára drengur í Kópavogi í gær þegar hann datt í sömu mund og hann var að kasta frá sér heimatilbúinni sprengju. Drengurinn var að leik með vini sínum en við nánari eftirgrennslan fann lögreglan umtalsvert magn af sprengjum í fórum félaganna. 13.4.2007 14:36 Boris bakkar með byltinguna 13.4.2007 14:30 Hópur tengdur al-Qaida segist bera ábyrgð á sprengjutilræði Íslamska ríkið í Írak, sem er uppreisnarhópur tengdur al-Qaida, lýsti í dag yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni sem gerð var á veitingastað í írakska þinginu í gær. 13.4.2007 14:16 Hundóánægður Hundur sem þýskur eigandi hafði skilið eftir heima, í hjólhýsahverfi, í Dresden var orðinn leiður á að hanga einn og fór að leika sér að heimilistækjunum. Meðal annars útvarpinu, sem allt í einu byrjaði að belja þungarokk yfir hverfið, á hæstu stillingu. Nágrannar brugðust ókvæða við og hringdu í lögregluna. 13.4.2007 14:08 Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi á fimmtudag Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi, sem nefnd hefur verið Gljúfrastofa, verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Stofan, sem er um 550 fermetra að flatarmáli, mun meðal annars hýsa sýningu um náttúru og sögu svæðisins. 13.4.2007 13:51 Saka Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga Félagsmenn í Hestamannafélaginu Gusti sakar Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga við félagið, meðal annars um flutning félagsins á Kjóavelli. 13.4.2007 13:43 Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna galla á útboði Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. 13.4.2007 13:28 Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. 13.4.2007 13:13 Nýju ári fangað með vatnsgusum Taílendingar fagna í dag nýju ári en hátíðarhöld eru víða um landið af því tilefni. Sá siður er við lýði að fagna tímamótunum með því að hella vatni á náungann. Þetta má rekja til gamals helgisiðar sem átti að tryggja að vatn myndi ekki skorta svo að uppskera ársins yrði sem best. 13.4.2007 13:00 Greiddu rúman milljarð til umhverfismála Orku- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeiganda og veiðirétthafa á árunum 2001 til 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Þá settu fyrirtækin á tímabilinu rúman milljarð í verkefni á sviði umhverfismála. 13.4.2007 12:56 Eiga bótakröfu á speglabeyglara ef hann verður sakfelldur Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturbæ Reykjavíkur og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Ljóst er að ef verknaðurinn sannast á hinn handtekna eiga bíleigendur bótakröfu á hann. 13.4.2007 12:45 Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt. 13.4.2007 12:31 Eldur kom upp í línubát Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar. 13.4.2007 12:30 Hjörleifur hvetur Ómar til að draga framboð til baka Hjörleifur Guttormsson, frambjóðandi Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga til baka framboð Íslandshreyfingarinnar. Ómar segist hins vegar halda ótrauður áfram og að Íslandshreyfingin sé valkostur fyrir umhverfissinna sem ekki vilja kjósa til vinstri. 13.4.2007 12:27 Þrír starfsmenn í íraska þinghúsinu yfirheyrðir Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar. 13.4.2007 12:07 Þrettán hundruð skráðir á landsfund Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar hófst í Egilshöll í morgun og höfðu þá um þrettán hundruð manns skráð sig til þátttöku. 13.4.2007 12:00 Pólverjar íhuga bann við fóstureyðingum Pólska þingið íhugar nú hvort herða eigi reglugerðir varðandi fóstureyðingar þar í landi. Reglur um fóstureyðingar eru nú þegar mjög strangar í Póllandi en útlit er fyrir að þær verði bannaðar með öllu. 13.4.2007 11:47 Maradona aftur á sjúkrahús Fyrrverandi knattsspynugoðið Diego Armando Maradona var fluttur aftur á sjúkrahús í dag, að því er argentínskir fjölmiðlar greina frá. Mun hann hafa þjáðst af kviðverkjum og var hann því sendur á sjúkrahús í Búenos Aíres. Hann mun þó ekki vera í lífshættu. 13.4.2007 11:41 Flug til Húsavíkur að hefjast á ný? Útlit er fyrir að flug til Húsavíkur sé að hefjast á ný. Eftir því sem segir á vef Norðurþings fjallaði Byggðarráð Norðurþings um málefni flugvallarins í Aðaldal og samþykkti drög að samkomulagi við Fjarðarflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. 13.4.2007 11:19 Grásleppuveiði hafin Fyrstu bátarnir eru farnir frá Drangsnesi til grásleppuveiði og eru sjómenn bjartsýnir um að sumarið verði fengsælt. Veður hefur hins vegar ekki leikið við sjómenn síðustu mánuði. 13.4.2007 11:18 Tyrkneska herstjórnin vill ráðast inn í Írak Yfirmaður Tyrkneska herráðsins sagði í gær að frá hernaðarsjónarmiði væri nauðsynlegt að ráðast gegn kúrdiskum uppreisnarmönnum í Norður-Írak. Tyrkir hafa gert margar slíkar árásir á umliðnum árum, en ekki síðan bandamenn hernámu Írak árið 2003. Yfirmaður herráðsins tók fram að ekki hefði enn verið farið fram á það við stjórnvöld að þau leyfðu herför inn í Írak. 13.4.2007 11:06 Grafarholtshverfi framvegis tvö kjördæmi Landskjörstjórn hefur ákveðið að skipta Grafarholtshverfi milli Reykjavíkurkjördæmis suður- og norður. Áður tilheyrði hverfið allt Reykjavíkurkjördæmi norður. 13.4.2007 10:53 Fresta skipulagningu svæða fyrir hugsanlegar virkjanir Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gær að fresta skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjun í þeirri tillögu að aðalskipulagi sem verið er að vinna að. 13.4.2007 10:45 Tuttugu grunaðir fjöldamorðingjar í Noregi Norska lögreglan er nú að rannsaka fortíð allt að tuttugu manna frá Rúanda sem búa í Noregi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í heimalandi sínu árið 1994. Norsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um fólkið frá yfirvöldum í Rúanda. 13.4.2007 10:34 Vill ekki HIV-smitaða innflytjendur til Ástralíu John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, vill banna HIV-smituðum innflytjendum að koma til landsins, meðal annars í ljósi þess að HIV-smituðum hefur fjölgað mikið í landinu. 13.4.2007 10:24 Hjálp - hún er handjárnuð við rúmgaflinn Ástaleikurinn fékk vandræðanlegan endi hjá pari í Borås, í Svíþjóð í gær. Handjárnin fóru í baklás og konan var föst við rúmgaflinn. Eftir að hafa reynt allt sem þeim datt í hug, var ekki um annað að ræða en hringja í lögregluna, sem kom fljótlega á vettvang. 13.4.2007 10:15 Handleggurinn kominn á aftur Læknar á Tævan hafa grætt handlegginn aftur á dýralækninn Chang Po-yo, en 200 kílóa Nílar krókódíll reif hann af honum í gær. Krókódíllinn var eitthvað veikur og Chang skaut í hann pílu með deyfilyfjum til þess að geta gefið honum lyf. Þegar hann hélt að skepnan væri sofnuð stakk hann handleggnunum í gegnum netgirðingu til þess að ná í píluna. 13.4.2007 09:47 Sjá næstu 50 fréttir
Núverandi stjórn heldur velli Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Íslandshreyfing missa fylgi samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir juku við sig fylgi. Á meðan fylgi Baráttuhreyfingarinnar stendur í stað með 1% fylgi. Samkvæmt þessu munu stjórnarflokkarnir tveir mælast með 47% fylgi en Kaffibandalagið svokallaða vera með 49% fylgi. 13.4.2007 18:39
Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. 13.4.2007 17:47
Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. 13.4.2007 17:36
Ríkisstjórnin hefur sent heimilunum 38 milljarða reikning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í Egilshöll í dag að ríkisstjórnin hefði sent heimilum landsins 38 milljarða króna reikning vegna verðbólgu og ofurvaxta á þessu ári. 13.4.2007 17:10
Mogginn kaupir allt Blaðið Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Seljendur eru þeir Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson. Í framhaldi af kaupunum verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Árvaks. Fyrir kaupin átti Árvakur um helming alls hlutafjár í Ár og degi. 13.4.2007 16:50
Sinfóníutónleikum á Ísafirði frestað vegna veðurs Fyrirhuguðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara áttu fram á Ísafirði í kvöld hefur verið aflýst. Flugvélum var snúið til baka þegar sýnt þótti að veðrið væri orðið of slæmt til lendingar á Ísafjarðarflugvelli. 13.4.2007 16:43
Ekki fer ég til Moskvu Tugir rússneskra andófsmanna sem ætluðu að taka þátt í mótmælaaðgerðum í Moskvu, á sunnudaginn, hafa verið handteknir, að sögn skipuleggjenda. Stjórnvöld hafa bannað mótmælafundinn. Það eru samtökin Hitt Rússland, sem standa fyrir mótmælunum og talsmaður þeirra segir að þeim verði haldið til streitu, þrátt fyrir handtökurnar. 13.4.2007 16:33
Hálfhífaður ökumaður með smábarn í bílnum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, reyndist vera rétt undir leyfilegum mörkum en var samt látinn hætta akstri enda með smábarn í bílnum. Alls voru tveir karlmenn teknir fyrir ölvunarakstur í austurborginni í gær og var annar þeirra hátt á áttræðisaldri. 13.4.2007 16:20
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Bein útsending er á Vísi frá setningu landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, flytja ræðu sína og væntanlega fjalla um þau mál sem flokkurinn leggur áherslu á í kosningabaráttunni. 13.4.2007 16:03
Hætta leit að fimm mönnum af dráttarbát Björgunarmenn hættu í dag að leita að fimm mönnum sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í gærkvöld. Sjö manns var bjargað af bátnum en þrír hafa fundist látnir. 13.4.2007 15:58
Prestar biðjast afsökunar Prestar Digraneskirkju hafa beðist afsökunar á því að hafa neitað að ferma unga stúlku á þeim forsendum að hún væri ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prestarnir sendu frá sér í dag. Þeir harma hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sárindum. 13.4.2007 15:40
Páfi valtar yfir Da Vinci skjölin Benedikt Páfi hefur sent frá sér sína fyrstu bók eftir að hann tók við því embætti og nefnist hún Jesús frá Nazaret. Í henni vísar hann óbeint á bug vangaveltum um líf Krists eins og komu fram í metsölubókinni Da Vinci skjölin. Bókin er sögð vera persónuleg leit hans að ásjónu Krists. 13.4.2007 15:31
Fagna áfangasigri í verndun Jökulsánna í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í verndun þeirra með því að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi dregið til baka tillögur sem gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 13.4.2007 15:28
Ný þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip í Sundahöfn Ný þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa verður tekin í notkun í Sundahöfn í júlí í sumar. Eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Ferðamálastofu verður húsið 360 fermetrar. 13.4.2007 15:17
Gólfflötur Leifsstöðvar á við átta knattspyrnuvelli Breytingum og stækkunum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 7 milljarða króna sem staðið hafa yfir undanfarin 4 ár er lokið - í bili alla vega - en á morgun fagnar stöðin 20 ára afmæli sínu. 13.4.2007 15:06
Lést þegar hann féll útbyrðis af bát sínum Sjómaðurinn sem fannst látinn í gær eftir að hann féll fyrir borð af báti sínm úti fyrir Vopnafirði hét Guðmundur Ragnarsson. Hann var 65 ára og til heimilis að Hafnarbyggð 23 á Vopnafirði. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 13.4.2007 14:45
Með hjólabrettamenn í eftirdragi Lögreglumenn í Kópavogi þurftu í gær að hafa afskipti af ungum ökumanni sem var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi á bíl sínum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn maðurinn hafi verið stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum. 13.4.2007 14:37
Braut fingur þegar hann kastaði sprengju Slysin gera sjaldan boð á undan sér og stundum eru þau all sérkennileg. Þannig fingurbrotnaði sextán ára drengur í Kópavogi í gær þegar hann datt í sömu mund og hann var að kasta frá sér heimatilbúinni sprengju. Drengurinn var að leik með vini sínum en við nánari eftirgrennslan fann lögreglan umtalsvert magn af sprengjum í fórum félaganna. 13.4.2007 14:36
Hópur tengdur al-Qaida segist bera ábyrgð á sprengjutilræði Íslamska ríkið í Írak, sem er uppreisnarhópur tengdur al-Qaida, lýsti í dag yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni sem gerð var á veitingastað í írakska þinginu í gær. 13.4.2007 14:16
Hundóánægður Hundur sem þýskur eigandi hafði skilið eftir heima, í hjólhýsahverfi, í Dresden var orðinn leiður á að hanga einn og fór að leika sér að heimilistækjunum. Meðal annars útvarpinu, sem allt í einu byrjaði að belja þungarokk yfir hverfið, á hæstu stillingu. Nágrannar brugðust ókvæða við og hringdu í lögregluna. 13.4.2007 14:08
Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi á fimmtudag Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi, sem nefnd hefur verið Gljúfrastofa, verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Stofan, sem er um 550 fermetra að flatarmáli, mun meðal annars hýsa sýningu um náttúru og sögu svæðisins. 13.4.2007 13:51
Saka Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga Félagsmenn í Hestamannafélaginu Gusti sakar Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga við félagið, meðal annars um flutning félagsins á Kjóavelli. 13.4.2007 13:43
Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna galla á útboði Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. 13.4.2007 13:28
Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. 13.4.2007 13:13
Nýju ári fangað með vatnsgusum Taílendingar fagna í dag nýju ári en hátíðarhöld eru víða um landið af því tilefni. Sá siður er við lýði að fagna tímamótunum með því að hella vatni á náungann. Þetta má rekja til gamals helgisiðar sem átti að tryggja að vatn myndi ekki skorta svo að uppskera ársins yrði sem best. 13.4.2007 13:00
Greiddu rúman milljarð til umhverfismála Orku- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeiganda og veiðirétthafa á árunum 2001 til 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Þá settu fyrirtækin á tímabilinu rúman milljarð í verkefni á sviði umhverfismála. 13.4.2007 12:56
Eiga bótakröfu á speglabeyglara ef hann verður sakfelldur Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturbæ Reykjavíkur og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Ljóst er að ef verknaðurinn sannast á hinn handtekna eiga bíleigendur bótakröfu á hann. 13.4.2007 12:45
Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt. 13.4.2007 12:31
Eldur kom upp í línubát Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar. 13.4.2007 12:30
Hjörleifur hvetur Ómar til að draga framboð til baka Hjörleifur Guttormsson, frambjóðandi Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga til baka framboð Íslandshreyfingarinnar. Ómar segist hins vegar halda ótrauður áfram og að Íslandshreyfingin sé valkostur fyrir umhverfissinna sem ekki vilja kjósa til vinstri. 13.4.2007 12:27
Þrír starfsmenn í íraska þinghúsinu yfirheyrðir Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar. 13.4.2007 12:07
Þrettán hundruð skráðir á landsfund Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar hófst í Egilshöll í morgun og höfðu þá um þrettán hundruð manns skráð sig til þátttöku. 13.4.2007 12:00
Pólverjar íhuga bann við fóstureyðingum Pólska þingið íhugar nú hvort herða eigi reglugerðir varðandi fóstureyðingar þar í landi. Reglur um fóstureyðingar eru nú þegar mjög strangar í Póllandi en útlit er fyrir að þær verði bannaðar með öllu. 13.4.2007 11:47
Maradona aftur á sjúkrahús Fyrrverandi knattsspynugoðið Diego Armando Maradona var fluttur aftur á sjúkrahús í dag, að því er argentínskir fjölmiðlar greina frá. Mun hann hafa þjáðst af kviðverkjum og var hann því sendur á sjúkrahús í Búenos Aíres. Hann mun þó ekki vera í lífshættu. 13.4.2007 11:41
Flug til Húsavíkur að hefjast á ný? Útlit er fyrir að flug til Húsavíkur sé að hefjast á ný. Eftir því sem segir á vef Norðurþings fjallaði Byggðarráð Norðurþings um málefni flugvallarins í Aðaldal og samþykkti drög að samkomulagi við Fjarðarflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. 13.4.2007 11:19
Grásleppuveiði hafin Fyrstu bátarnir eru farnir frá Drangsnesi til grásleppuveiði og eru sjómenn bjartsýnir um að sumarið verði fengsælt. Veður hefur hins vegar ekki leikið við sjómenn síðustu mánuði. 13.4.2007 11:18
Tyrkneska herstjórnin vill ráðast inn í Írak Yfirmaður Tyrkneska herráðsins sagði í gær að frá hernaðarsjónarmiði væri nauðsynlegt að ráðast gegn kúrdiskum uppreisnarmönnum í Norður-Írak. Tyrkir hafa gert margar slíkar árásir á umliðnum árum, en ekki síðan bandamenn hernámu Írak árið 2003. Yfirmaður herráðsins tók fram að ekki hefði enn verið farið fram á það við stjórnvöld að þau leyfðu herför inn í Írak. 13.4.2007 11:06
Grafarholtshverfi framvegis tvö kjördæmi Landskjörstjórn hefur ákveðið að skipta Grafarholtshverfi milli Reykjavíkurkjördæmis suður- og norður. Áður tilheyrði hverfið allt Reykjavíkurkjördæmi norður. 13.4.2007 10:53
Fresta skipulagningu svæða fyrir hugsanlegar virkjanir Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gær að fresta skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjun í þeirri tillögu að aðalskipulagi sem verið er að vinna að. 13.4.2007 10:45
Tuttugu grunaðir fjöldamorðingjar í Noregi Norska lögreglan er nú að rannsaka fortíð allt að tuttugu manna frá Rúanda sem búa í Noregi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í heimalandi sínu árið 1994. Norsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um fólkið frá yfirvöldum í Rúanda. 13.4.2007 10:34
Vill ekki HIV-smitaða innflytjendur til Ástralíu John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, vill banna HIV-smituðum innflytjendum að koma til landsins, meðal annars í ljósi þess að HIV-smituðum hefur fjölgað mikið í landinu. 13.4.2007 10:24
Hjálp - hún er handjárnuð við rúmgaflinn Ástaleikurinn fékk vandræðanlegan endi hjá pari í Borås, í Svíþjóð í gær. Handjárnin fóru í baklás og konan var föst við rúmgaflinn. Eftir að hafa reynt allt sem þeim datt í hug, var ekki um annað að ræða en hringja í lögregluna, sem kom fljótlega á vettvang. 13.4.2007 10:15
Handleggurinn kominn á aftur Læknar á Tævan hafa grætt handlegginn aftur á dýralækninn Chang Po-yo, en 200 kílóa Nílar krókódíll reif hann af honum í gær. Krókódíllinn var eitthvað veikur og Chang skaut í hann pílu með deyfilyfjum til þess að geta gefið honum lyf. Þegar hann hélt að skepnan væri sofnuð stakk hann handleggnunum í gegnum netgirðingu til þess að ná í píluna. 13.4.2007 09:47