Innlent

Með hjólabrettamenn í eftirdragi

Lögreglumenn í Kópavogi þurftu í gær að hafa afskipti af ungum ökumanni sem var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi á bíl sínum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn maðurinn hafi verið stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum.

Þeir sem áttu hlut að máli eru allir 17 ára og var þeim gert grein fyrir alvarleika málsins en svona háskaleikur er stórhættulegur og með öllu ólíðandi segir lögregla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×